Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Dansinn kringum gullkálfinn
Ég er eiginlega með óbragð í munninum vegna frétta af þessu bruðlinu og hinu sem maður heyrir um nánast daglega nú um stundir.
Laxveiðiferðin hjá Villa, Binga og Gulla heilbrigðis er eitt dæmið.
Könnunarferð Samgöngunefndar um Stór-Reykjavíkursvæðið þar sem nefndarmenn gistu á Lúxushóteli við Elliðavatn, í staðinn fyrir að fara heim til sín, er annað dæmi um þessa firringu fólks sem er kjörið af almenningi til að gæta hagsmuna okkar.
Fimm milljónir fóru í ferð Þorgerðar Katrínar til Kína, ásamt maka og ráðuneytisstjóra sem líka tók með sér hinn helminginn.
Þá erum við að tala um tvær ferðir, dagpeninga, hótel og ferðalög.
Í mínu bókhaldi eru fimm milljónir króna ansi miklir peningar.
Það virðist engu máli skipta þó hvert bruðlmálið komi upp af öðru, áfram heldur dansinn í kringum gullkálfinn.
Ég auglýsi eftir ráðdeild og eðlilegum viðmiðum í eyðslu og meðferð á peningum skattborgaranna.
Það þarf hagsýnar húsmæður í landsbókhaldið ég veit um margar svoleiðis.
Og ef fólk vill fara tvívegis til Kína í stað einu sinni og ef sumir vilja veiða lax í snobbám er ekki hægt að rífa upp vísakortið eða debbann og gera það fyrir eigin reikning?
Hvers eigum við almenningskrúttin í lífsbaráttunni að gjalda?
Það er ekki eins og þetta fólk sé á strípuðum verkamannatöxtum.
Arrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrg
Kínaferðir kostuðu 5 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já þetta er rétt hjá þér .Þetta er ekki líðandi.
Gunnar Gunnarsson, 27.8.2008 kl. 17:57
Arrrrrgh og garg! Aðallega af því ég hef saknað þín svo mikið
...en jú, líka út af þessu öllu saman. Það er svo skelfilega mikið í gangi núna að maður bara hefur ekki við að hneykslast! Þvílíkt og annað eins. Ég hugleiddi alvarlega að flytja í fjallakofa í óbyggðum. Mundi svo að það yrði frekar leiðinlegt svona eftir nokkra daga... svo ég kom aftur heim
Laufey Ólafsdóttir, 27.8.2008 kl. 18:37
Elsku Jenný mín, ... ég er svolítið mikið sammála þér. Ísland er heimili í miklum kröggum, en svo tekur eitthað af heimilisfólkinu sig til, tæmir sparifé fjölskyldunnar og meira til - og fer í heimsreisu eða þannig.
Ég kostaði mína ferð til Kína sjálf þegar dóttir mín var að keppa fyrir Íslands hönd (í umdeildri keppni að vísu, en það er önnur saga) .. og hefði alveg þegið að sitja á lúxusklassa í 13 tíma leggnum. Ég greiddi um 115 þús fyrir ferð frá Keflavík-London-HongKong- Sanya. Þetta voru þrír leggir í flugi.
Ráðherrar og annað "fínt" fólk ferðaðist fyrir einhverja marghundruðþúsundkalla og hefur örugglega ekki sætt sig við sardínusætin. Smá útrás hér ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 18:57
Svo les maður fréttir eins og þessa http://dv.is/frettir/2008/8/27/getur-ekki-borgad-lifsbjorg-dottur/ um móðurina sem berst fyrir lífi dóttur sinnar og fær ekki styrk til þess frá ríkinu og getur ekki fjármagnað þetta. Á meðan er ausið peningum í ferðalög og gistingar fyrir ráðamenn þjóðarinnar. Þá er til peningur. Skil ekki svona fjármálafræði.
Sigga (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 19:08
Heyr heyr. Thetta er alveg skammarlegt.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 27.8.2008 kl. 19:41
Ég ætlaði einmitt líka að segja Heyr heyr.
Við eigum að krefjast þess að teknar verði upp REGLUR fyrir þetta fólk að fara eftir. Það á ekki að líðast að fólk geti skoppað út og suður í alls konar skemmtiferðir á kostnað skattgreiðenda. Ojjjj.
Anna Einarsdóttir, 27.8.2008 kl. 20:24
Mér verður alltaf bumbult.
Arrrrrrrrg
Elísabet Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 21:09
Heyr Heyr. Þetta getur gert mann alveg bandbrjálaðan þetta lið er móralslaust, algjörlega
Huld S. Ringsted, 27.8.2008 kl. 21:16
Djöfull er ég sammála þér, "kelling....." Á sama tíma og allt þetta er að gerast, þarf að loka Fjölskylduhjálpinni vegna þess að þar vantar 2,5 milljónir!!! Á meðan blikkar ríkisstjórnin ekki auga og gefur HSÍ 50 milljónir. Alveg verðskuldað, auðvitað, en maður veltir fyrir sér hvort það þurfi kannski fulltrúa fátækra fjölskyldna inn í ríkisstjórnina, svona rétt eins og hún hefur fulltrúa handboltans þar.....
Lilja G. Bolladóttir, 27.8.2008 kl. 21:26
Mér finnst þetta hrein og klár siðblinda. Mannskapurinn í góðum álnum en þarf að þiggja ölmusu frá þjóðinni, meðan útigangsmenn fá hvergi inni. Minn þumalfingur fer beint niður.
Eva Benjamínsdóttir, 27.8.2008 kl. 21:59
Er svo sammála þér, þetta er bara siðblinda. Ráðamenn þjóðarinnar komast upp með allt - við verðum reið í smá tíma svo gleymum við öllu.
Sigrún Óskars, 27.8.2008 kl. 22:06
úff hvað þetta var mikið antiklæmax eftir að hafa skrifað rósbleikan pistil rétt í þessu.
Ofsalega satt allt sem þú segir hér og rétt og hræðilegt og til skammar og mig langar bara til að grípa höndum fyrir eyrun og syngja lalalalalalalalala eins og litlu börnin.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.8.2008 kl. 22:25
Já það er gjörsamlega óþolandi hvað ráðamenn þjóðarinnar geta leyft sér að bruðla með almannafé.
Laufey B Waage, 27.8.2008 kl. 22:29
Sko stelpur þetta endar með því að það verður til grasrótarhreyfing sem segir bruðlinu stríð á hendur.
Takk fyrir frábær innlegg í umræðuna.
Ég held að vel flestir séu komnir með upp í kok.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.