Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Af gagnkynhneiðgðu brúðkaupi og borgarfulltrúum;-))
Af hverju eru Finnar að herma eftir okkur í borgarmálum?
Nú ætla þeir líka að verða sér úti um talndi ruslafötur!
Þeir vita svo sannarlega ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig.
En burtséð frá öllu talandi hyski þá er ég að springa úr óþreyju. Ætli það sé skápahúsmóðirin að brjótast út svona á síðari helming lífsgöngunnar? Mig langar að hoppa upp um fjöll og firnindi, elta uppi lömb á fæti og elda þau á staðnum.
Ellen og konan hennar voru að gifta sig. Í einhverjum fjölmiðlinum stendur; látlaust, lesbískt brúðkaup.
Skamkvæmt þessu þá var brúðkaup frænku minnar sem ég sat um daginn, skemmtilegt, gagnkynhneigt brúðkaup. Halló.
En talandi um konur, lesbískar og öðruwise, hér er merkilegt lítið myndband um hvað ameríkanar eru komnir lengra en við í ákveðnum málum.
Skoðið, skynjið og lærið aularnir ykkar.
Guði sé lof fyrir YouTube
Talandi ruslafötur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Allt er nú hægt að fá fræga fólkið í, hefði viljað sjá þetta með fólki sem hefur aldrei sést á skjánum áður. Virkar pínu falskt.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 18:46
Ég er til í að diskútera kvennapólitík á málefnalegum nótum. Mér leiðast svona pillur frá fólki sem á að vita betur Ásdís.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 19:20
Ég er búin að velta þessum málum gífurlega fyrir mér og held að ég sé ofsalega jafnréttissinnuð.
Ég vil að allir hafi jafnan rétt til að lifa og vera hamingjusamir.
Ég vil að allir hafi rétt á að ákveða hvort þeir séu heimavinnandi eða útivinnandi, þó mitt persónulega álit sé að það sé litlum börnum fyrir bestu að hafa annað foreldrið heima fyrstu árin og svo þegar komið er heim úr skólum. Geri mér fulla grein fyrir að fæstir hafi tök á því, þar á meðal ekki við á mínu heimili, en mér þætti æskilegt að fólki yrði gert það kleift.
Mér finnst konur hafi fullan rétt á að halda áfram að vera konur og karlar að vera karlar og þau fái sömu laun fyrir sömu vinnu.
Mér finnst fólk líka eiga jafnan rétt á að hafa eigin skoðanir, og ég gef sjálfri mér fullan rétt á að skipta um skoðanir eins oft og mig listir.
Mér finnst fúlt þegar mínar skoðanir eru dissaðar, þó ég sé ekki að fara fram á að aðrir séu sammála mér.
Gæti haldið áfram að fylla hjá þér kommentakerfið mín kæra en þar sem ég er ofboðslega feimin að eðlisfari læt ég þetta bara nægja.
Vona að ég eigi eftir að upplifa "lessubrúðkaup" í framtíðinni
Knús á þig snotra kona.
Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 20:26
Heyrðu, ég er ekki alveg að fatta þetta. En er ótrúlega sammála Hullu Dan.
Þröstur Unnar, 19.8.2008 kl. 20:29
Hulla: Þetta sem þú skrifar hér er nákvæmlega jafnrétti (kvenfrelsi) í reynd. Að við njótum sömu tækifæra og réttinda öll sem eitt.
Dúa: Ég er sammála, mikið betra að dissa feminisma heldur en vera með svona röksemdafærslu. Eins og það skipti einhverju máli hver kemur honum á framfæri.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 20:31
Þröstur: Hulla er einfaldlega jafnréttissini. Ekkert flóknara en það. Femínismi er ekkert annað.
Við viðurkennum og gerum okkur grein fyrir að jafnrétti hefur ekki náðst, það er útgangspunkturinn sem veldur þessum svakalega pirringi á Íslandi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 20:32
Þetta virðast vera tvö hugtök, jafnréttissinni og feministi (kvenfrelsissinni).
Femin þýðir "kven" , dregið af orðinu "feminene", það er þýtt sem "kvenlegur" í tölvuorðabókókinni.
Er þá ekki feministi kvennréttindarsinni?
Hvar lendir þá jafnréttissinninn?
Eru kannski til margar útgáfur af feminista? v.2,0 v.3,0 o.s.frv.
Bíts mí.
Þröstur Unnar, 19.8.2008 kl. 20:51
Þröstur ég hef gefið þér skilgreininguna áður en við getum kallað þetta kvenréttindabaráttu mín vegna. Þeir sem kjósa að sjá að jafnrétti hefur ekki verið náð eru að mínu mati feministar.
Eða eins og skáldið sagði:
"Feminism" is the radical nosion that women are people".
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 20:54
Sko þetta hefur líka þvælst fyrir mér. Femínisti, rauðsokkur og jafnréttissinni...
Setti inn færslu sem ég reyni betur að útskýra mig... Með kannski misgóðum árangri.
Mér finnst nefnilega stundum skiljanlegt að karl fái hærri laun en kona og svo aftur öfugt...
Knús igen
Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 20:56
Er réttlætanlegt að þínu mati að kona og karl með sömu menntun, reynslu og starfstíma fái mishálaun fyrir sömu störf?
Ég held að enginn skrifi upp á það.
Við hljótum öll að vilja það fyrir börnin okkar að þau fái jöfn tækifæri til að fá það besta út úr lífinu og að kyn þeirra eigi ekki að verða þeim til hindrunar. Þá á ég við bæði kynin.
Við vitum að jafnrétti er ekki náð. Launamunur kynjanna er staðreynd, konur í ábyrgðarstöðum fjölgar hægt og illa.
Þannig á þetta ekki að vera.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 20:59
Nei ég meinti það ekki.
Sko... Bæði kynin í erfiðis vinnu, erfiðu verkin lenda á karlinum. T.d
Bæði kynin í "kvennlegra" starfi... Konan gerir allt það leiðinlega og karlinn er skemmtilegur á meðan.
Átti alls ekki við þegar um menntun er að ræða og fólk vinnur sömu vinnuna.
Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 21:08
Ég kýs að sjá ójafnréttið. En get ekki tekið þátt í bardaga annars kynsins undir nafni þess, gegn hinu. Kýs að kalla mig jafnréttissinna og vill berjast fyrir bæði, þó halli á kvenkynið enn þá.
Feminismi hefur að mínu mati fengið á sig leiðinlegan og fordómafullan stimpil.
Þröstur Unnar, 19.8.2008 kl. 21:22
Ég hef unnið með hinu kyninu ansi oft við allavega vinnur, alltaf á sömu launum.
Stundum, t.d við þökuleggingar þegar karlkynið vinnur áberandi meira en hún litla ég, þó ég leggi mig alla fram, þá hef ég fengið pínu móral vitandi að ég sé á sömu launum og hann. (í leiðinni voða þakklát)
Það sama hefur gerst þegar ég hef unnið við þrif og í uppvaski með ansi skemmtilegum strákum, sem hafa bara ekki gert helminginn af því sem ég hef gert, þá finnst mér fúlt að sá skemmtilegi sé með sömu laun og hún dugmikla ég.
Ég er alls ekki að segja að eigi að breyta þessu, bara að ég gæti vel skilið það í sumum tilfellum ef fólki væri borgað eftir afköstum.
Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 21:24
Auðvitað á ég að fá hærri laun en þú Dúa. Ég er miklu duglegri og ilma vel.
Þröstur Unnar, 19.8.2008 kl. 21:24
Bjútifúl myndband!
Edda Agnarsdóttir, 19.8.2008 kl. 21:41
Sniðug kynning á feminista, ég hef oft litið á það soldið neikvæðum augum en svei mér, ég held að ég fíli orðið betur eftir þessa kynningu.
Elísabet Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 22:27
Elísabet, því miður er upplifun fólks af orðinu og hugtakinu oft neikvæð vegna þess að það veit ekki um hvað málið snýst. Svo eru bullandi fordómar gagnvart kvenfrelsismálum á Íslandi.
Um að gera að kynna sér málið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 22:37
Ég heiti Sigrún og ég er feministi. Frábært myndband. Takk fyrir.
Sigrún Jónsdóttir, 19.8.2008 kl. 22:39
Gaman að lesa þessi komment, fer alsæl að sofa vitandi að Dúa fékk smá meiri útrás fyrir pirringin gagnvart mér, mér líður jafn vel og alltaf. GN. langar svo bara að bæta við að ég hef ALDREI unnið á lægri launum en karlmaður í sömu stöðu á sama stað. Það er mitt jafnrétti, berst fyrir laununum, get ekki barist fyrir allan heiminn nema í orði. Feminist verð ég aldrei frekar en Þröstur, en jafnréttissinni gæti hugsast, samt vil ég alls ekki það sama og karlmenn. Ég vil mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 00:19
Ásdís: Þú ert að misskilja alvarlega hugtakið sem um ræðir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 00:30
Hæ ég heiti Lilja og ég aðhyllist "feminisma" og er tilbúin að leggja allt að mörkum fyrir þá stefnu sem feministar berjast fyrir = feminisma
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:35
Elsku Jenný, ef ég er að misskilja þetta illa, þá þætti mér vænt um ef þú getur sent mér skýrt og skorinort hvernig þetta virkar. Ég var að lesa hjá Hullu áðan og fannst flott að þú kvittaðir fyrir það sátt, en fannst hún segja annað en þú, og ég er svo hrikalega sammála hennar skýringu, alveg eins og ég hugsa þetta, samt er ég ekki að reyna að misskilja neitt hjá þér eða öðrum,vil skilja og vera sátt. ÉG er svo sannarlega kona og hef alltaf kvatt konur áfram og vil að allir séu jafnir, en oft þegar verið er að ræða feminisman þá hætti ég bara alveg að fylgjast með, það fer alltaf allt út um tún og engi. Plís sendu mér skýringu sem ég skil. ER andvaka út af verkjum svo ég verð hér á næstu klukkut. hausinn vill ekki sofna.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 00:54
Málið er einfalt Ásdís. Við sem aðhyllumst femínisma gerum okkur grein fyrir að jafnrétti er ekki náð og við viljum leggja okkar að mörkum til að breyta því. T.d. með því að kalla á umræðu.
Ísland var að fá harða gagnrýni á dögunum frá Sþ vegna lélegrar stöðu okkar gagnvart réttindum kvenna. S.s. dómar á ofbeldismálum, launamun kynjanna og og að konur eru ekki að skila sér í stjórnurarstöður.
Á meðan konur hafa ekki áhrif þar sem völdin eru og ákvarðarnirnar eru teknar breytist harla lítið.
Femínismi kallar ekki eftir að konur verði JAFNARI en karlar og ekki eftir því að konur verði eins og karlar heldur að tækifærin séu þau sömu bæði í leik, námi og starfi.
Það ættum við öll að geta skrifað upp á held ég örugglega og það er í stórum dráttum femínismi sem svo margir eru hræddir við.
Kannski kemur óttinn vegna þess að það veldur alltaf titringi þegar hreyfa á við ríkjandi reglum, normi og valdi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 01:12
Takk fyrir þetta Jenný mín. Kannski er svona ríkjandi í mér skoðunin að maður verði að berjast fyrir sínu, í stað þess að það ætti að vera sjálfsagt hvað konu býðst uppá. ÉG hef alltaf barist fyrir sjálfa mig og geng því út frá þeirri hugsun að aðrar konur eigi að geta það líka, en við erum eins ólíkar og við erum margar, þannig að mér sýnist að ef ég næ að hugsa þetta út frá þeim punkti að þó svo mér hafi gengið vel, þá gengur mörgum öðrum illa og til þess að þær nái árangri verð ég að leggja mitt af mörkum og berjast með þeim. Heldurðu að ég sé að ná þessu.??
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 01:20
Átti alltaf eftir að kommenta á setninguna "látlaust lespískt brúðkaup" ótrúlega halló, er ekki brúðkaup bara brúðkaup, krefst þess að fá að segja frá gagnkynhneigðu brúðkaupi með sér fyrir sögn núna í sept. sem ég er að fara í.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 01:22
Jákórinn er að virka hér, fólk bara komið á hnén til að vera með. Hvenær skylduð þið konur fatta það að það er ykkur sjálfum að kenna ef þið hafið ekki jöfn laun og karlmenn. Þið viljið einfaldlega ekki vera í ábyrgðarstörfum af því þið nennið því ekki, þorið því ekki, of mikil ábyrgð og fl. Ég er kona í ábyrgðarstöðu og kom mér þangað sjálf. Af því að ég þori vil og get.
Jafnréttissinni (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 01:45
Mikið rétt, ég hélt að ég væri fordómalaus en alltaf er maður að reka sig á. Mér hefur alltaf fundist orðið feministi vera yfir öfgarauðsokkur. Alger misskilningur hjá mér greinilega. Ég er svakalega mikill jafnréttissinni og ég hef hætt í vinnu vegna þess að ég fékk lægri laun en samstarfsmaður minn. Ég er greinilega feministi.
Takk fyrir þetta
Elísabet Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 02:35
Veistu ég hreinlega nennti ekki að lesa öll kommentin eeeeeeen mikið djöh leiðist mér að fólk þurfi að setja merkimiða á allt og alla. Ég tel mig vera hugsandi manneskju með ríkulega réttlætiskennd og dassj af skynsemi, ég aðhyllist mannréttindi hvaða nafni sem þau nefnast og ég bara kýs að kalla það almenna skynsemi og virðingu við samferðamenn mína. Góðar stundir.
...désú (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 02:54
Ásdís: Þetta er flott viðhorf. Við erum í raun sammála og svo er endalaust hægt að tala um hlugtök og leiðir að markinu. Mín leið er femísk. Ekki spurning.
Elísabet: Velkomin í hópinn, ekki leiðinlegur félagsskapur það segi ég satt. Við stöndum saman.
Désú: Hugtakaheitið skiptir ekki máli, mér finnst þú flottur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.