Mánudagur, 18. ágúst 2008
Þegar ég dó
Ég hef á ákveðnum tímabilum lífs míns verið sjúklega upptekin af jarðarför. Minni eigin sko.
Þegar ég var á gelgjunni og þurfti að ná dramatísku hámarki til að geta grátið úr mér augun af samúð með sjálfri mér, þá setti ég í huganum upp mína eigin jarðarför og hún var sorgleg.
Og ég sendi þeim sem höfðu verið vondir við mig kaldar kveðjur og ég setti þá framarlega í kirkjuna þar sem þeir sátu vitstola af sorg, þeir höfðu sent mig í dauðann.
Og hvernig dó ég svo? Jú ég dó oftast úr kulda, vosbúð, hungri (gat ekki borðað vegna harms) eða þá að ég hafði gengið um fjörur til að róa storminn í huga mér og gáði ekki að mér og hné niður örmagna - og lést.
Svo kom sá sem hafði sent mig yfir móðuna miklu, með skítlegri framkomu við mig engilinn, og greip mig í fangið, lokaði augum mínum og gargaði í himininn; Drottinn hvað hef ég gert?
Þið sem eruð orðin stóreyg af undrun yfir því hversu biluð ég er (var, hætt að setja upp jarðarfarir) getið róað ykkur með því að ég hef það frá flestum vinkonum mínum að þær dunduðu sér reglulega við að jarða sig í huganum á gelgjunni. Við erum svona stelpurnar.
Svo kom jarðarförin. Kirkjan var kjaftfull, hlaðin blómum, allir grétu með þungum ekka.
"Bara að ég hefði verið betri við þessa manneskju sem VAR of góð fyrir þennan heim" hugsuðu þeir snöktandi, lífi þeirra eins og þeir þekktu það var lokið. Aldrei myndu þeir brosa aftur, ljósið í heiminum var slokknað til frambúðar.
Þegar hér var komið sögu grét ég með þungum ekkasogum af sorg yfir því hversu örlög mannsins geta verið grimmileg, hvernig eitt augnablik getur ráðið úrslitum um líf og dauða.
Ég sagði það, ég VAR biluð.
En það vantaði alltaf upp á eitt í þessum draumum. Ég gat ekki verið viðstödd jarðarförina, maður fokkar ekki upp náttúrulögmálunum þó í huganum sé.
En þessi Breti sem sá auglýsingu um sitt eigið andlát var nálægt því að verða vitni að eigin jarðaför.
Farin að biðja húsband um að knúsa mig, ég er óhuggandi af harmi.
Guð minn góður hvað yrði um heiminn ef ég myndi hrökkva upp af. Þið getið þetta ekki án mín.
Hún Jenný Anna var svo góð kona, henni féll aldrei verk úr hendi. Veggir heimilis hennar eru þaktir klukkustrengjum eftir hana og hún hugsar ALDREI um sjálfa sig, bara um aðra. Hún gekk um þrautpínd af alvarlegum sjúkdómum en hún lá ALDREI í rúminu. Guð veri með henni.
Nú er mér orðið óglatt. Ég afþakka minningargreinar.
Úje.
Fregnir af andláti stórlega ýktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Búkolla: Ég er að ræða um huglæga jarðarför kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2008 kl. 16:01
Ehehehh er að reyna rifja upp svona stund - sko með sjálfa mig!
Edda Agnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 16:04
Ég lifi í þeim ótta, að morgun einn vakni ég dauður, án þess að gera mér grein fyrir því! Jenný mín: Við erum ÖLL BILUÐ! SUMIR MEIRA, AÐRIR MINNA!
Himmalingur, 18.8.2008 kl. 16:09
AAhahaha þær eru ekki ófáar jarðafarirnar sem ég hef haldið yfir sjálfri mér og þær voru nákvæmlega svona.....en sem betur fer náði ég að losa mig úr sjálfsvorkunnarkápunni og er hætt að plana mína eigin jarðafarir....djöf...sem maður getur verið bilaður..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.8.2008 kl. 16:16
Kannast við málið, gekk raunar skrefinu lengra og var farin að skoða áletrun á legsteininn minn. Ég vildi nefnilega líka eiga síðasta orðið.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 18.8.2008 kl. 16:20
Ég sá aldrei jarðaförina sjálfa fyrir mér í eigin dauða heldur hvernig yrði minningagreinin í Mogganum. Hvaða hallærislegu mynd skyldu foreldrar mínir setja í blaðið. Og textinn : hún lýsti upp herbergið þegar hún gekk inn eða aldrei talaði hún illa um aðra Svo myndu allir snökta yfir greininni og sjá eftir að hafa ekki eytt meiri tíma í mig. Bilaðar ? Nei.
M, 18.8.2008 kl. 16:24
Þegar ég dó, og hef ég oftar enn ekki dáið, hlakkaði mér mest til þess að hrekkja þá sem í hinu raunverulega lífi voru mér til ama! Nú ef ég dó á undan minni elsku, ætlaði ég sko að sjá til þess að enginn maður (eða kona ) fengi hennar notið, ganga aftur og gera allt vitlaust!( Já ég veit: Er að drepast úr sjálfselsku) Annars vona ég að ég fari á undan, því heimurinn yrði ekki samur án hennar!
Himmalingur, 18.8.2008 kl. 16:32
Gera þetta ekki allar stelpur á einhverjum tímapunkti á gelgjunni? Ég gerði þetta allavega reglulega. Ég gerðist meira að segja svo kræf að ég skrifaði niður nákvæmar lýsingar á öllum smáatriðum á minni eigin jarðaför.
Ég hafði reyndar meiri áhyggjur af því að það myndi engin mæta í mína jarðaför, mér fannst það svo agalega sorglegt og svo skammaðist ég mín alveg niður í tær þegar ég sá fyrir mér prestinn tala um mína dásamlegu persónu fyrir jafn tómri kirkju og í almennri sunnudagsmessu!
þá ákvað ég yfirleitt alltaf að ég hreinlega bara gæti ekkert dáið, yrði að kynnast fleirum fyrst...
Biluð?
Ég held nú það!
Signý, 18.8.2008 kl. 17:01
Almáttugur.
Átti svona hugarjarðarfarir, troðið út úr dyrum, og það var ekki hægt að flytja neitt lag, vegna þess að flytjendurnir buguðust af harmi við fyrsta tón, og prestarnir (takið eftir FLEIRTALA) áttu bágt með að staglast á lestrum og líkræðunni, sem var lofgjörðaróður kryddaður með harmi og eftirsjá. Á meðan á útförinni stóð, (henni var útvarpað) féll niður öll atvinna og samgöngur lágu niðri. Hvers vegna sáum við ekki snilli Einars Arnar fyrr en of seint? var á forsíðu Morgunblaðsins, undir mynd af mér í sorgarramma.
Er þetta bilun???? Svarið er JÁ, en eftir að ég varð edru hurfu þessar eigin útfarir..............sem betur fer.
Hmm síðast þegar ég gáði þá var ég ennþá strákur en ekki stelpa
Einar Örn Einarsson, 18.8.2008 kl. 17:10
Hmm... kannski ertu bara stelpulegur strákur
Signý, 18.8.2008 kl. 17:49
Hehe kannski bara
Einar Örn Einarsson, 18.8.2008 kl. 17:50
Hahhahahah, dásamlegt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.8.2008 kl. 19:21
Við erum öll dramadrottningar inn við beinið
Jónína Dúadóttir, 18.8.2008 kl. 20:04
Ætli allir jafnt stelpur sem strákar, hafi ekki einhverntíma á sínum unglingsárum, sviðsett, svona atburði í huga sér.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.8.2008 kl. 20:33
Góð Ég held að þeir séu fáir sem ekki hafa einhvern tímann hannað sína eigin jarðarför í huganum.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:49
Almáttugur, ég sem hélt að enginn væri svona bilaður nema ég
Ég hlýt að hafa byrjað snemma á gelgjunni því að ég samdi erfðaskrá þegar ég var 9-10 ára þar sem hver einasti hlutur í minni eigu var tíundaður, þetta varð að vera allt á hreinu Seinna komu svo minningargreinarnar í Mogganum þar sem ég tárfelldi af harmi við að sjá hvað fólk skrifaði um mig. En þá var ég orðin pínulítið eldri
Margrét Birna Auðunsdóttir, 18.8.2008 kl. 20:50
Vá þvílíkur léttir að komast að því að ég er ekki klikkuð. Ég fer í svona ham stundum, en verst þykir mér þegar ég byrja að jarða alla í kringum mig, það er hryllileg tilfinning og drama á háu stigi. Að vísu var ég með plan þegar ég var svona 12 eða 13 ára. Ég ætlaði að giftast gömlum ríkum manni sem myndi deyja og arfleiða mig að öllu
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:59
Ég er einn af þessum fáu, hef aldrei spáð í mína jarðarför, en veit nú t.d. um einn mann sem spáir og það djúpt í hana, ætlar til dæmis að halda líkræðuna sjálfur!
En vegna þess að ég er hagmæltur hrekkjalómur og þú gefur mér svona dauðafæri á þér Jenný Darling, þá kemur hér smá "útúrsnúningur" á vísu eftir annan frægari og merkari slíkan en ég telst, Hákon Aðalsteinsson. ER þetta semsagt eftirmælavísa sem hann orti um sjálfan sig, sem ég hræri aðeins í og heimfæri upp á þig!
Þekkt var hún Jenný, það er já rétt
og þegar hún dó, varð það uppsláttarfrétt.
Þó grétu menn eigi, en glottu við tönn
og gróf'ana mitt í dagsins önn!
Magnús Geir Guðmundsson, 18.8.2008 kl. 21:04
Hahaha ég var einmitt hugsa um mína jarðaför í kvöld jamm. Svona er Ísland í dag
Kristín Katla Árnadóttir, 18.8.2008 kl. 21:49
Alveg er ég handviss um að VAKNA "steindauð" einhvern morguninn.
Sigríður Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 21:50
Maður ætti kannski að fara að huga að þessu, þótt ekki væri nema til að létta aðstandendum lífið þegar þar að kemur...
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.8.2008 kl. 22:10
Krúttið þitt
Bergljót Hreinsdóttir, 18.8.2008 kl. 22:24
Ég er greinilega ekki ein í vitleysunni. Takk fyrir að deila þessu villingarnir ykkar.
Magnús Geir: Takk fyrir þessa brilljant vísu, hún verður kveðin við bálförina mína.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2008 kl. 22:45
Hver hefur ekki skipulagt sína eigin jarðarför? Annars finnst mér Matthildur góð með áletrunina.... alltaf gott að eiga síðasta orðið!
Hrönn Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 23:04
Já þetta var gjörsamlega brilljant hjá Matthildi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2008 kl. 23:48
Ég hugsa ekkert um dauðann. Hann kemur þegar hann kemur. Komdu sæll þá er þú villt...eins og segir í blóminu eina.
Ég hef engar ráðstafanir gert né hef ég hugmyndir um sálma og umgjörð. Mér gæti ekki verið meira sama, því ég mun ekkert vita í minn dauða haus, þegar að því kemur.´
Eitt vil ég þó setja á steininn, en það er R.I.P.
Ridiculously Important Person.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.8.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.