Sunnudagur, 17. ágúst 2008
..dansað á línunni?
Ég hef orðið svo fræg að fara á Kántríhátíðina á Skagaströnd sem nú heitir Kántrídagar. Hvaða dagaæði hefur gripið um sig um allt land? Enginn frumleiki til í jöfnunni?
En hvað um það, rétt fyrir aldamótin fór ég með hljómsveit húsbandsins sem hafði ráðið sig til að spila þarna vegna þess að díllinn var góður. Þeir spiluðu blús og rokk strákarnir en engu að síður voru þeir beðnir um að koma. Og við héldum á svæðið.
Við sváfum í Félagsheimilinu. Það verður ekki á gestrisni Íslendinga logið. Mig minnir að þetta hafi verið dýnufyrirkomulag í fyrrverandi sturtuklefa. Okkur leið ágætlega samt, enda ýmsu vön.
Á föstudagskvöldinu var bandið á einhverjum pöbb (Kántríbær?) og þar var hið undarlegasta samansafn af fólki aðallega mönnum sem langaði í slag. Merkilegur fjandi og fyrirgefið Skagaströnd, þetta voru tvímælalaust utanbæjarmenn.
Gömul vinkona var á staðnum að kenna dans (línudans nema hvað) og hún hélt mér selskap. Ég man ekkert sérstaklega eftir þessari hátíð að öðru leyti en því að þarna var enginn, ekki kjaftur sem var ekki sérfræðingur í línudansi.
Og það var stöðugt verið að gera tilraunir til að draga mig út á gólf. Fyrirgefið en ég mun aldrei dansa línudans og það sagði ég þessum dansandi, kábojklæddu konum.
Þær alveg: En maðurinn þinn spilar kántrí og þú kannt ekki að dansa línudans????
Ég: Hann spilar ekkert kántrí og þó hann gerði það þá myndi ég aldrei fara út í þá fótamennt.
Þær litu á mig undrandi og sögðu í línudanskór; hann spilar víst kántrí. Okokok.
En ástæðan fyrir færslunni er einfaldlega sú að þarna þurfti ég að horfast í augu við fordóma mína og heimóttaskap. Mér finnst kántrí svo plebbalegt og það er tengt við svona frekar undarlegt fólk í Ameríku. Ég skammaðist mín fyrir að einhver gæti mögulega haldið að ég væri áhugamaður um tónlistina, lífernið, móralinn og dansinn. Ég gæti ýtt mér í vegg af pirringi út í heimsku mína.
Þess vegna sat ég þarna og með nefið upp í loft, með ískaldan fyrirlitningarsvip á andlitinu og taldi mínúturnar þar til ég kæmist í sturtuklefann.
Ég var lúðinn, ekki spurning, því ég held svei mér þá að ég hafi verið eina kvikindið á staðnum sem EKKI skemmti mér.
Allir hinir voru í geðveiku fjöri og það sást langar leiðir.
Fruss hvað ég sé eftir þessu, ég hefði átt að henda mér í dansinn og hafa gaman af. Það var held ég enginn sem þekkti mig þarna.
En síðan hef ég ekki komið nálægt Skagaströnd.
Húsband talar enn um hvað þetta hafi verið undarleg en skemmtileg lífsreynsla.
Og þá grjótheld ég kja...
Já ég er ekki í lagi en ég hef þroskast smá síðan þá.
Hér er svo lagið sem húsbandið lagði á sig að læra til að geta skemmt á kántríhátíðinni (ásamt fleirum auðvitað).
Góð stemning á Kántrýdögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 2987328
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það hefði nú verið í lagi að tjútta pínu, addna kjelling. En er alveg "sammála" með ----------dansinn. Fæ margrómaðan kjánahroll og flý fram á gang þegar ég sé þetta fyrirbrygði.
Kántrý er flott stundum, ef réttir aðilar fremja það.
Þröstur Unnar, 17.8.2008 kl. 15:28
plebbismi
Brjánn Guðjónsson, 17.8.2008 kl. 16:54
Kántrý er er ein besta líkamsrækt sem til er - bannað að hlusta á textana í lögunum- um hundinn sem dó og konuna sem fór frá búi og börnum ásamt fyllibyttunni á barnum! Var full fordóma og plebbisma - fór svo til U.S.A og sá hve allir skemmtu sér konunglega í línudansi - lagði fordómana á hilluna um tíma og stundadi línudans- mér fannst ég upplifa ánægju og ef það er plebbalegt og merki um heimsku að vera svona kátur í kántrýinu - er bara gott að vera heimskur - endilega prófið línuna og dæmið svo
Birna Guðmundsdóttir, 17.8.2008 kl. 17:19
haha, það er óxla gaman að dansa línudans, eini mínusinn er þessi hroðalega músík :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.8.2008 kl. 20:00
Sennilega er hærra hlutfall af plebbaskap að finna í kántrýi en nokkrum öðrum músíkstíl. Ef vel er leitað má samt finna ágætt kántrý með Neil Young, Wilco og fleirum.
Þar fyrir utan er hægt að hafa húmor fyrir plebbakántrýinu. Ekki síst textunum. Hérlendis skoraði Johnny King hátt með snilldar kvæðinu um Lukku-Láka og innsiglaði hið fræga rímorð "á" í íslenskt kántrý. Hallbjörn toppaði það síðan með setningunni "hér á landi á".
Jens Guð, 17.8.2008 kl. 20:24
hildigunnur ÞÓ! Þetta er besta mjúsikk í heimi!!!!
lelli (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 20:33
Ég hef einu sinni dansað línudans! Það endaði með því að ég hneig í gólfið yfir hallærisskap allra hinna! Þetta geri ég vonandi ekki aftur
En fyndið var það......
Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2008 kl. 20:36
Ég hef ekkert á móti línudans en getur verið að sporin séu of flókin fyrir suma hehehhe.... nei bara spyr, Þau eru nefnilega ekkert auðveld að læra svona á einu kántrýballi. Annars eru kántrý lög misjöfn eins og þau eru mörg, sum alveg hundleiðinleg. Stand by your man girl.
Ía Jóhannsdóttir, 17.8.2008 kl. 20:47
Dúa –ertu enn á skömmustu aldrinum!! Skil ekkert í að ég hafi ekki verið lokuð inni – nöppuð á leiðinni út í búð –máluð í týgrisgallanum ,dansandi línudans með tryllt kánrý í eyrunum .Kannski ég skelli kúreka hattinum á hausinn næst svo enginn sjái að þetta er ég!!
Birna Guðmundsdóttir, 18.8.2008 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.