Laugardagur, 16. ágúst 2008
Hvað er það með Íslendinga og ofbeldi?
Ef það er eitthvað sem gerir mig reiða þá eru það réttlætingar á ofbeldi. Eins og flestir er ég sérstaklega viðkvæm fyrir ofbeldi á börnum.
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur gefið grænt ljós á rassskellingar sem uppeldisaðferð.
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu telur dóminn senda hörmuleg skilaboð til samfélagsins og sé niðurstaðan á skjön við mannréttindasamninga sem og samþykktir Evrópuráðsins.
Foreldrar þurfa að hafa ákveðið svigrúm, segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir sem nýverið skrifaði meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands. Bar ritgerðin heitið Líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Hildigunnur er sammála niðurstöðu héraðsdóms og segir íslensk lagaákvæði óskýr. Í Svíþjóð eru miklu afdráttarlausara lagaákvæði. Þar bara má ekki leggja hendur á börn, það má ekki refsa þeim líkamlega. útskýrir Hildigunnur."
Hvað er í gangi hérna? Ég hélt mig vera með það á hreinu að ofbeldi á börnum, þ.e. öll líkamleg valdbeiting væri algjörlega bönnuð á Íslandi.
Ég segi eins og Edda vinkona mín: Hvað er það með Íslendinga og ofbeldi?
Hvaða svigrúm þurfa foreldrar að hafa? Fólk sem beitir ofbeldi er ráðalaust og komið í þrot. Það notar því líkamlegt yfirburði til að fá vilja sínum framgengt. Þurfa íslenskir foreldrar slíkt svigrúm?
Ef svo er þá á það fólk ekki að hafa ábyrgð á börnum. Börn á ekki að meiða.
Það er eitthvað meira en lítið að íslenskri þjóðarsál sem stöðugt daðrar við ofbeldi og annan ófögnuð. Það er endalaus réttlæting á ofbeldi í þessu landi. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við líða ekki slíkt.
Lesið einnig frábæra færslu Ólínu Þorvarðardóttur um sama mál.
Sveiattann.
Er í lagi að refsa börnum líkamlega? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Rassskellingar hafa engin áhrif til batnaðar á óþekka krakka. Ég var óþekkur krakki bæði fyrir og eftir að ég var rassskellt. Enda lögðust þær niður sem betrunaraðferð eftir nokkur skipti. Mæli ekki með rasskellingum sem uppeldisaðferð- sammála að foreldrar eru komnir í þrot þegar þeir beyta þessari aðferð!
Birna Guðmundsdóttir, 16.8.2008 kl. 23:12
Hér er færsla um málið frá Bryndísi Hlöðversdóttur
http://bryndisisfold.blog.is/blog/bryndisisfold/entry/616877/
og hér er dómurinn.
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800126&Domur=6&type=1&Serial=1&Words=
Við lestur dómsins er greinlegt að ákærði hefur aðhyllst BDSM kynlíf og ekki laust við lestur dómanna og aðdragandann að málinu að mér finnist ákærði eiga mun meiri sök á því sem hann er ákærður fyrir, þótt dómurinn sé honum í hag.
Furðulegt hvernig dóms- og réttarkerfið virkar.
Edda Agnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 23:21
Dómurinn er hneyksli. Það er ekkert sem réttlætir ofbeldi gegn börnum. Dómarinn er greinilega á öðru máli og finnst honum þykir þetta í lagi er næsta víst að hann beiti sín börn ofbeldi.
Jens Guð, 17.8.2008 kl. 00:15
Ég á erfitt með að trúa því að ég sé að hlusta á skrif eftir fullorðið fólk. Ég mun aldrei réttlæta ofbeldi eða barsmíðar á ungum börnum eða krökkum en að flengja barnið eða krakkan ef hann er mjög óþekkur finnst mér bara í lagi, ég var flengdur þegar ég var að alast upp og er ég (þó ég segi sjálfur frá) bara þó nokkuð heill. Nei ég á engin börn í dag, en það kemur að því.
Þó svo að barnið sé flengt einu sinni eða tvisvar þó það væri í hvert skipti sem það er stjórnlaust og/eða gerir eitthvað af sér sem lætur það eiga von á flengingu. Svei mér þá næst verður það að tíu ára skæruliði sem kveikir í skólanum sínum eða gerir eitthvað brjálað kemur heim til sín verður flengdur og græðir á því vegna þess að hann kærir foreldrana og fær miska og skaðabætur og hvað eina, þjóðfélags smitun frá U.S.A er að verða allt of mikil.
Hugsið aðeins áður en þið látið svona vitleysu út úr ykkur.
nafnlaus (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 03:04
Hvernig geta rassskellingar ekki talist til ofbeldis? Eða að leggja hendur á einhvern? Er ekki öll þvingun ofbeldi? Hefði haldið það.
Það er algjörlega ljóst að maður leggur ekki hendur á börn (né neinn annan for that matter), og þó svo að rassskellingar hafi ekki haft einhver stórkostleg áhrif á þig nafnlaus (afhverju að koma undir nafnleysi hér þykir mig reyndar mjög áhugaverð pæling..en annað mál engu að síður), þá er það einfaldlega þannig að fólk er mjög misjafnt. Rassskellingar eru alveg jafn mikil misbeiting á valdi eins og ef maðurinn hefði slegið þesa tvo drengi utan undir trekk í trekk.
Munurinn er hinsvegar að ef hann hefði slegið þá utan undir þá hefði hann líklega verið dæmdur fyrir ofbeldi, en af því að hann rassskellir þá, með einhverju "samþyki" móður drengjana að þá á það bara að vera allt í lagi.
Hvar liggja mörkin þá?
Ef börn eru óþekk og fullorðin manneskja leggur hendur á það fyrir það, fyrir vikið, og notar það sér til málsbóta að barnið hafi verið óþekkt. Er ofbeldið þá bara allt í lagi?
Mér þykir það einkar ömurleg þróun er það er og svolítil afturför. Og reyndar um leið ákaflega sorglegt ef það er afstaða fólks.
Signý, 17.8.2008 kl. 04:37
Rassskelling eins og ég skil hana þó ég samþykki hana aldrei og þessar misþyrmingar sem þarna er líst, eiga sko bara alls ekkert sameiginlegt ! Þetta eru lítil börn, 4 og 6 ára andskotinn hafi það og það á enginn að fá að misþyrma þeim refsingarlaust, einfalt mál !
Jónína Dúadóttir, 17.8.2008 kl. 06:48
Er svo sammála þetta nær bara engri átt og ég skil ekki þennan dóm. Börn eru líka fólk og það er hægt að tala við þau þó erfið séu á stundum. Þarf bara mismunandi mikla þoðinmæði.
Góðan sunnudag Jenný mín.
Ía Jóhannsdóttir, 17.8.2008 kl. 08:13
Hver hvað upp þennan dóm? Var það sonur Davíðs?
Víðir Benediktsson, 17.8.2008 kl. 08:36
Dómarinn heitir Erlingur Sigtryggsson.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2008 kl. 08:48
Nafnlaus: Ég er ekki hissa að þú sért án nafns ef þú lítur á ofbeldi sem lausn í barnauppeldi.
Ég slæ ekki börn, hef ekki og mun ekki gera. Það er einfaldlega ekki inni í myndinni og þannig er um flesta foreldra, en því miður eru frávik frá þessu prinsippi og þú ert eitt af þeim.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2008 kl. 08:50
Ofbeldi veit kki um það en hvað á fólk að gera þegar börnin eru orðin stjórnlaus mér leiðist ekkert eins mikið og að horfa á mæður í bónus sem standa í strögli við blessuð börnin þr sem þær eru á innkaupoaæðinu að eyða peningum bónda síns sem stundar sjóinn stíft til að fæða þessa orma.Svo er komið heim og þá vilja börnin fá að komast í allt góssið en mamma hótar bara rasskellingu því hú sé búinn að fá nóg af andskotans látunum í þeim hef svo oft séð þetta dæmi gargandi brjáluð stjórnlaus börn og mamman farinn að garga líka því allt er stjórnlaust.
Fariði í skólana ekki hægt að ganga um vegna þess að maður er hlaupinn niður af óðum tjórnleysingjum óöguðum börnum sem enga virðingu bera fyrir neinu og þar fá þau bara að stjórna sínu sjálf og þurfa aldrey að taka ábyrgð því þau vita að það má ekki nota refsinguna sem þau skilja á þau
Þegar ég gekk í skóla var maður látin bíða í röð fyrir utan stofuna og hengja úlpuna sína á snagann fyrir utan og mátti ekki setjast fyrr en kennarinn sagði Góðan dag og geriði svo vél að fá ykkur sæti þá fyrst mátti setjast en þögnin var slik að heyra mátti saumnál detta.
Æi veit ekki hvort flengingar virki en alveg ljós að eitthvað þarf að fara að grípa í stjórnartaumana hjá börnum og unglingum sem vaða uppi með yfirgang mörg hver og frekju og finnst allt sjálfsagt en vandinn liggur í skólanum þar sem kennarinn er of upptekinn við að hugsa áfangann Verkafall 202 meðan mama og pabbi þurfa að þræla til að eiga fyrir Jeppanum Fína einbýlinu og öllu flottasta úr epal í innbúinu þannig að ég held að tími sé kominn til að flengja
Rassaskellir (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 09:45
Ofbeldi er uppgjöf, það á að vera, og er, vel hægt að halda aga þó maður hóti ekki né beiti rassskellingum eða öðru ofbeldi. Það sendir eingöngu þau skilaboð að ofbeldi sé eðlileg lausn á einhverjum vanda. Sem er bara rugl.
Rassaskellir, ég fer oft í skóla barnanna minna og ég kannast bara ekkert við að vera hlaupin niður af stjórnlausum börnum. Enda ríkir þokkalegur agi í Austurbæjarskóla - án þess þó að þar sé beitt rassskellingum eða fingrar lamdir með reglustikum eða eitthvað þaðan af verra. Auðvitað sitja börnin ekki bara prúð og stillt og þögul fyrir framan stofuna sína í gegn um allar frímínúturnar, en stjórnleysi, nei, langt frá því.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.8.2008 kl. 10:55
Það sem þarf líka að hafa í huga varðandi þetta mál er að maðurinn sem rasskellti drengina er ekki faðir þeirra eða fósturfaðir. Þetta var maður sem konan hitti í nokkra mánuði og drengirnir hittu einungis um helgar því faðir þeirra var með forræðið að mestu.
Þetta var því að miklu leiti ókunnugur maður sem var að þessu. Og við lestur dómsins fær maður það á tilfinninguna að maðurinn hafi ekki verið að rasskella þá vegna þess að þeir voru óþekkir heldur af allt annari ástæðu því hann virðist vera mikið fyrir BDSM í kynlífi sínu. Svo var hann að bera einhverja olíu á rassinn á þeim. Allt mjög krípí.
Og varðandi rasskellingarnar, þá er það bara þannig að þær eiga ekki að viðgangast. Það er alveg hægt a beita aga án þess að berja börn.
Guðrún (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 14:21
Haukur, Guðrún og Hildigunnur: Gæti ekki verið meira sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.