Leita í fréttum mbl.is

Voru það sokkarnir - eða jakkinn?

 rbv0110077

Einhver spurði mig um daginn hvað ég hefði á móti Sound of Music bíómyndinni, en ég hafði gefið blankan skít í þá ræmu í bloggfærslu.

Ég þurfti alveg að hugsa mig um, búin að liggja undir feld í marga daga.  Hvað er að "Tónaflóði" hvað er að söngvamyndum svona yfirleitt??

Og loksins datt ég niður á svarið.  (Döh veit nákvæmlega hvers vegna, bara að byggja upp spennu).

Ef mig langar að hlusta á músík, þá skelli ég disk á spilarann eða fer á tónleika.

Ef ég fer í bíó og leikhús vil ég horfa á fólk gera og skera, ég vil alls ekki að það bresti út í söng við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður.  Hér eru auðvitað undantekningar, en ekki margar.

Ég og minn heittelskaði ætluðum að horfa á mynd með Johnny Depp um daginn (húsbandi finnst hann góður leikari mér líka plús fullt af öðru sem ekki verður rætt hér) og haldiði ekki að dúllurassinn, sjarmörinn og töffarinn hafi brostið í söng?  Aaaaalgjört törnoff.  Ég fyrirgef ekki manninum, alveg hár og hand.

Varðandi Sound of Music þá tilkynnist það að ég óð í Háskólabíó með systragerið mitt (þær dauðskömmuðust sín fyrir síðu kápuna, lennongleraugun og hnéháu stígvélin) og ástarviðfang mitt þá stundina var með í för. 

Og svo hófst myndin.  Skotmark gelgjuástar minnar söng með helvítis myndinni, hann grét og hann snökkti, hann hló og svo blikkaði hann mig í myrkrinu og sagði; er þetta ekki unaðsleg mynd?  Ef kynhvötin hefði verið farin að kræla á sér fyrir alvöru, hefði hún horfið og aldrei átt afturkvæmt.W00t

Ég labbaði út úr bíóinu 100% minna ástfangin en þegar ég kom inn, með krakkagrislingana, Gretu, Jónu, Guslu og Ingunni á eftir mér, blóðrauðar af skömm.

Ég sagði söngfuglinum upp fyrir utan bíóið.  Hann skildi ekki hvað hafði gerst, voru það sokkarnir?  Jakkinn?

Og síðan þá krullast ég upp yfir söngvamyndum.

Lái mér það hver sem vill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vil ekki særa þig enn meir en Johnny Depp hefur sungið áður í myndum sem Tim burton leikstýrir.  Yfirleitt samt sem teiknimyndakaracter. 

Það sem maður verður að vera meðvitaður um þegar maður fer á Tim Burton mynd er að hann er fyrst og fremst listamaður.  T.d. skemmtilegt hvernig hann merkir allar myndirnar sýnar með "logo-inu" sínu földu og búningar, leikmynd og já oft söngur er mjög ögrandi hjá honum.

Ég er reyndar sammála þér að hann eyðileggi svolítið fyrir sér með öllum þessum söngmyndum en held hann sé að reyna að fara öðruvísi og ögrandi leiðir. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.7.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

 ég elska og dái J. Depp hann er frábær talent, augnakonfekt og hefur svoddan krúsidúllu-strákslegan sjarma,

en    - mig langar ekki að sjá hann syngja

Marta B Helgadóttir, 28.7.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 28.7.2008 kl. 16:59

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 17:13

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Var þetta Sweeney Todd? Sá það í Íslensku óperunni og skemmti mér alveg stórvel. Veit samt ekki hvernig hann hefur komið út á tjaldi.

Helga Magnúsdóttir, 29.7.2008 kl. 10:40

6 identicon

Svo sammála, arfavitlaust þegar fólk syngur upp úr þurru. Fæ aulahroll þegar það gerist

rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 11:39

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

....ég sverð það ég dey einhvern daginn úr hlátri......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.7.2008 kl. 12:25

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér finnst það svo tryllingslega hallærislegt að bresta allt í einu í söng að ég elska svona hallærislegar stundir á tjaldinu og eins í söngleikjum. 

Þessvegna kom það mér svo á óvart þegar ég sá "Dansað í Myrkrinu" með Björk Guðmunds., að þá missti ég mig alveg,  og grét og grét, svo báðar dætur mínar urðu alveg miður sín þær vorkenndu mér svo.  - En þá skildi ég hvað þetta var heillandi form ef "hugur fylgir máli" þ.e.a.s. ef hlutirnir eru gerðir af hjartans list. -  Og tærri snilld.

Ég fór í fyrrakvöld að sjá "Mamma mia" með dóttur minni og ömmustelpu, og skemmti mér alveg konunglega. - Þar eru hlutirnir svo dásamlega vel gerðir, af frábærum "góðum og þroskuðum" leikurum í aðalhlutverkum, sem og aukahlutverkum. - og allur þessi kraftur og húmor sem þar réði ríkjum, heillaði mig alveg upp úr skónum. - Og ég hló eins og vitleysingur, um leið og ég naut þess í botn að hlusta á músikina.  - Því hvet ég alla til að fara og sjá þessa mynd. - Þó að það sé söngvamynd. - Það er nefnilega ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.7.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2987361

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband