Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Snúðar og kókómjólk - eðaggibara?
Við systurnar eigum langa og skrautlega ökusögu.
Hver á sinn máta.
Ég keyri ekki vegna dekksins sem losnaði undan bílnum í fyrsta skipti sem ég fór í bíltúr með börnin mín. Ég fæ enn þakkarkort frá umferðadeild lögreglunnar á hverju ári vegna þeirrar ákvörðunar minnar að keyra ekki bíl framar í þessu lífi.
Sumar systur af sex keyra eins og brjálæðingar. Blóta og sverja yfir fíflunum í umferðinni. Eru sum sé eðlilegir íslenskir ökumenn.
Gusla systir mín sneiddi baksýnisspeglana af Fíatbílnum mínum fyrir margt löngu þegar hún var minn einkabílstjóri á sumri ástarinnar. Við krúsuðum líka góða stund í sama bíl á götum borgarinnar í ýmiskonar snatti og við sáum ekki rassgat út úr augum vegna þoku. Þokan reyndist vera gufa vegna slitinnar reimar í bíl, Gusla var mjög hissa. Viftureim what? Var það ekki veðrið? Ég hló mig máttlausa, Fíatinn hafði ekki húmor fyrir þessari vankunnáttu og pabbi ekki heldur.
Ingunn systir mín skrapp í bakaríið 198tíuogeitthvað á risastórum kagga sem þau hjón höfðu fjárfest í. Hún steig á bensínið þessi elska í staðinn fyrir bremsur þegar hún keyrði upp að húsinu sem var einn stór glerveggur. Inn um gluggann fór hún og rann snyrtilega upp að afgreiðsluborðinu.
Alvöru kona reynir að halda andlitinu í öllum aðstæðum. Hún missir ekki kúlið. Þarna sat systir mín með stálbita á húddinu, glerlufsur í hárinu, brauð og kökur í framsætinu og bílinn sinn nánast óskaddaðan, og hún brosti breitt.
Bakarinn varð árásargjarn og gargaði og veinaði yfir nýja veggnum og innréttingunni. Systir mín sá bara eitt í stöðunni, hún gat ekki bakkað út og keyrt á brott vegna byggingarefnis af ýmsu tagi sem fylgdi innkomunni. Hún gerði það eina rétta í stöðunni. Hún bað brosandi um tvo snúða og kókómjólk
Hún rankaði reyndar við sér með hendur bakarans um hálsinn á sér í krampakenndri tilraun til að binda endi á líf hennar eða allt að því. En það skiptir ekki máli, hún hélt kúlinu.
Systurnar Önnu og Baldursdætur eru umferðarlögreglunni stöðug hvatning til að gera betur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menntun og skóli, Samgöngur | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2987153
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Konur eins og þið, gera lífið skemmtilegt. Alla vega svona í eftiráfrásögnum.
Laufey B Waage, 22.7.2008 kl. 09:14
Hehehhe deginum reddað!!!!!!!!! Er farin að gera eitthvað af viti.
Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 09:15
.. það er gott að þekkja sín takmörk! ..
Ég hef lent í glimrandi ævintýrum, braut stýrið á Citroen Diane bílnum mínum (en hélt áfram að keyra gat bara ekki beygt), varð bremsulaus á Ford Fairlaine og stöðvaði á girðingunni heima hjá mér og var í logandi VW en fékk slökkviliðið til að slökkva í aftursætinu og hélt áfram.. en er kominn á svona ömmuhondu núna, eins og dóttir mín orðar það og bara vonandi nokkuð seif.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 09:38
hahahaha dásamlegar sögur
Dísa Dóra, 22.7.2008 kl. 09:43
Frábærar systur, þið eigið náttl. bara að hafa einkabílstjóra. Hún hefur laglega haldið kúlinu. Þetta með snúðana minnir mig á ungan strák frá Húsavík sem var illa holgóma sem barn, auðvitað voru hrekkjalómar sem sendu hann í bakaríið að kaupa þrjá snúða, því það var erfitt fyrir hann að segja þrjá. Hann reddaði sér flott og bað þrisvar sinnum um einn snúð, einn snúð og einn snúð. Málinu reddað. Farðu vel með þig í dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 10:33
Thíhí...svona konur gefa lífinu lit...!!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 22.7.2008 kl. 10:34
Það er eins gott að halda kúlinu hahahaha. Snilld.
Takk fyrir frábært blogg.
Elísabet Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 11:47
Ég er farin út að keyra.
Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 12:07
Þú ert snilld Jenný Anna
Sigrún Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 12:25
OMG!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Geri adrir betur..hahahahahaha....unbeliveble bara !!
María Guðmundsdóttir, 22.7.2008 kl. 12:57
hahahahhaha, þú ert bara frábær! Skyndilega verður amstur dagsins leikandi létt, takk fyrir þetta
Kolgrima, 22.7.2008 kl. 13:38
Ég ætla að fá eihn snú eihn snú eihn snú. Sagan sem Ásdís segir er ný fyrir mér. Hef margoft farið með snúða-textann en vissi aldrei um upphaf hans. hehe
En snúður og kókómjólk... var einu sinni uppáhaldið mitt. En frásögnin er drepfyndin (deili samt í með 100 )Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2008 kl. 21:27
Jóna Alltaf að deila með 100 ef ekki 1000 þegar ég segi frá. Því skyldi skemma góða sögu með sannleikanum. Hehe.
Þið eruð frábær. Mér finnst gaman að geta hlegið með fólki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.