Leita í fréttum mbl.is

..á Jamaica man

Mig hefur oft dreymt um að lenda í framandi landi, þegar ég flýg á mína venjulegu og hversdaglegu staði, eins og t.d. Köben.  Að fara til Kaupmannahafnar er eins og að skreppa inn í Fossvog í kaffi til mömmu og pabba, tekur aðeins lengri tíma bara.

En ég elska þá borg.

Ég er líka fullkomlega og algjörlega ástfangin af minni elskuðu Svíþjóð, aðallega þó þegar ég á ekki heima þar.  Var ekki alveg eins hrifin þegar ég bjó þar, sem von er.  Það er bara kjaftæði að grasið sé ekki grænna hinum megin við lækinn, það segja þeir sem eru í hlekkjum heima hjá sér. 

Merkilegt, mig langar alltaf þangað sem ég er ekki og þó er það ekki svo merkilegt, manni getur ekki langað þangað sem maður er staddur.  Þorrí, þillí mí.

En að efninu.  Það væri ekki leiðinlegt að vera með góðan pening og slatta af plasti og lenda á Bahamas eða í einhverju framandi landi sem er ekki með eitraðar köngulær.  Jafnvel þó maður hafi í sakleysi sínu verið á leiðinni til Þórshafnar í gönguferð eða eitthvað alveg æsingarlaust.

Nú virðist þetta vera að ganga.  Svíi frá Värmland var ásamt konu sinni á leið á ráðstefnu í Reykjavík en dummisen bókaði þau til Rijeka í Króatíu.  Maðurinn keypti miðana á netinu og hélt að þetta væri skammstöfun á Borg Óttans.  Rijeka - Reykjavík, ég get skilið manninn.  Jeræt.

Og svo voru það velsku hjónin sem voru á leiðinni til Kanarí lentu í Tyrklandi.  Kíktu ekki á brottfararspjöldin í lúkunum á sér.

Ég held að þetta sé hipp og kúl ferðamáti framtíðar.  Þú bókar A og lendir B.

Þú kaupir miða til Englands og lendir á Jamaica man. 

Kúl sjitt.

Úje


mbl.is Ætluðu til Reykjavíkur - lentu í Rijeka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Segðu svona á að gera þetta spennandi óvissuferðir veit aldrei hvar maður lendir ennn Jamaica man pant fara þangað næst

Brynja skordal, 22.7.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Beturvitringur

Brynja var á undan! ég ætlaði einmitt að spyrja hvort þetta flokkaðist ekki örugglega undir óvissuferðir   Eins gott að eiga ekki bókað framhaldsflug, nema þá það sé líka "óvissu"- eitthvað.

Beturvitringur, 22.7.2008 kl. 00:47

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góða nóttina elsku Jenný mín og megi allar góðar vættir yfir þér vaka og vernda elskan mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.7.2008 kl. 01:05

4 Smámynd: Tiger

 Ég verð að segja að ég mun aldrei skilja fólk sem lendir í svona eins og þetta fólk sem þú nefnir þarna í færslunni þinni Jenný.

Kannski er það vegna þess að ég er samviskan uppmáluð þegar ég er að ferðast - eða kannski er það árátta eða smámunasemi í mér - að fylgjast með hverju smáatriði frá a til ö. Ég dobble tékka á passanum, líka á kortum og lausafé ef ég er með slíkt. Ég reyni að sjá á tölvuna hjá þeim sem innrita mig í flug - og bið um ákveðin sæti í vélinni - spyr um lengd ferðarinnar - þó ég viti það mæta vel fyrir og svo að lokum skoða ég flugmiða og brottfaraspjöld stafanna á milli.

Ef ég rekst einhvers staðar á eitthvað sem er í mínum augum á einhvern minnsta hátt vafasamt eða ekki alveg ljóst - þá hætti ég ekki fyrr en ég er búinn að snúa við himni og jörðu til að útskýra smáatriðin fyrir mér.

 En, eins og ég segi - skil ekki fólk sem lendir í því að "villast" eins og gerist hjá þessu ágæta fólki þarna. Ég gruna að ég myndi sennilega frekar vinna milljarð í lottó en að villast ... held ég.

Hafðu ljúfa og góða nótt Jenný mín og dásamlegan dag á morgun.

Tiger, 22.7.2008 kl. 01:51

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvaða hvaða! hmmm, var ég ekki á leiðinni á allt annað blogg?  en lenti hér

Brjánn Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 01:53

6 Smámynd: Kolgrima

Já þegar þú segir það, ég væri alveg til í að kaupa miða til Ísafjarðar og lenda í Bangkok  (en alls ekki öfugt).

Kolgrima, 22.7.2008 kl. 01:53

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hmm, nei ég vildi ekki fara í svona "óvissuferð", ég vil vita hvert ég er að fara og hvað ég þarf að hafa með mér osfrv. Mér fyndist alls ekki gaman að standa allt í einu í Bangkok, uppágræjuð til að fara í skíðafrí t.d.

En varðandi hitt sem þú talar um í byrjun..... erum við ekki flest alltaf að óska okkur að vera að gera eitthvað annað en það sem við erum akkúrat að gera, eða þannig? Gleymum að lifa í núinu og njóta þess.....

Lilja G. Bolladóttir, 22.7.2008 kl. 01:59

8 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Elsku Jenný

 Segðu svo ekki að það sé ekki gaman að fara í óvissuferð. Jafnvel þó það sé bara í  fossvoginn!

knús - það er alltaf gaman að lesa færslurnar þínar

Anna 

Anna Karlsdóttir, 22.7.2008 kl. 02:02

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nebbs! Þoli ekki óvissuferðir!! Svo væri ég svo hrædd um að úr mér yrði gert villibráðarkvöld - verandi villtur ferðamaður.......

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 02:13

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er sko ekki sjens í helv... að ég mundi nokkurntímann villast svona, alltof varkár til þessOg óvissuferðir hafa aldrei heillað mig nokkurn skapaðan hlut.....

Njóttu dagsins

Jónína Dúadóttir, 22.7.2008 kl. 06:33

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan og blessaðan... æ ekki Jamaica búin að vera þar og langar ekkert aftur. 

 Annars er ég svona double tékkari á öllu þegar ég fer í ferðalög eins og sumir sem skrifa hér að ofan.  Þoli jafnvel ekki þessar nýju tækni þar sem farmiðinn er hvítt A-4 blað úr prentaranum heima hjá mér.

Njóttu dagsins vinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 07:46

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 ekki vitlaus ferdamáti...hahaha...og lidid tharf thá ekki ad rífast um áfangastad eda whatnot..bara bókar...so kemur thad bara i ljós heillin 

María Guðmundsdóttir, 22.7.2008 kl. 08:04

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Heyri alltaf í Villa Vill þegar minnst er Jamaica ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2987151

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband