Laugardagur, 19. júlí 2008
Blankur Bubbi?
Stundum er ég ógeðslega fyrirsjáanleg. Það er svo dæmigerð Jenný Anna að láta Bubba pirra sig.
Ég var búin að lofa mér að hætta að blogga um Bubba þegar hann fer í taugarnar á mér, það er svo vont fyrir þrýstinginn, en get ég staðið við það? Nei, að þessu sinni verð ég að gera eins og allir hinir og pirra mig á prenti.
En ég ætla að byrja á jákvæða hlutanum. Bubbinn er ágætur í viðtalinu. Ekki óbærilega montinn (en montinn samt), ekki mjög yfirlýsingaglaður og bara svona í skárri kantinum. Svo er hann hamingjusamur og það gleður mig alltaf þegar fólki líður vel.
Og þá er það frá eins og skáldið sagði.
Bubbi hefur talað gegn öllum andskotanum. Hvölum, fátækt, græðgi og með serbnesku blómi.
Og nú telur hann sig þess umkominn að segja Björk og Sigur Rós fyrir hvaða málefni þau eigi að halda tónleika. Hann segir orðrétt:
"Sá sem býr á Íslandi í íslenskum raunveruleika á að gera sér grein fyrir því að það eru alvarlegri hlutir að gerast en álversframkvæmdir."
Ásbjörn, "wake up and smell the fucking coffie". Álversframkvæmdir og virkjanir, umhverfisspjöll og allur sá pakki er varanlegt vandamál fyrir komandi kynslóðir ef stjórnmála- og peningamenn fá vilja sínum framgengt.
Bubbi hefði verið maður að meiri hefði hann sleppt þessu skítkasti í garð Bjarkar og Sigur Rósar.
En ég skil vel að fátæktin sé Bubbanum áhyggjuefni. Í viðtalinu kemur fram að hann tapaði stórfé í hlutabréfaviðskiptum. Í ljósi þess skil ég röflið í honum.
Fátæktin er eilíft baráttuefni. Stjóriðjumartröðin er mál dagsins í dag. Ef við reynum ekki að koma í veg fyrir stórslysin þá sitjum við uppi með álver út um allt, eiturspúandi náttúruspilla sem jafnvel verða ekki aftur tekin.
Ég hef áhyggjur að því.
En ég hef ekki tapað krónu í hlutabréfaviðskiptum. Einfaldlega vegna þess að ég kaupi ekki hlutabréf. Amma mín talaði úr mér græðgina í frumbernsku.
Så det så.
Kem að vörmu
Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Mannvitsbrekkan Bubbi með 0.1 prómilla halla. Hvers vegna stökkva allir upp til handa og fóta við allt sem veltur úr hans sjálfmiðaða munni eins og Saraþústra sjálfur hafi mælt?
Skítt með náttúruspjöll.´Að gera okkur háð áli sem helstu tekjulind þjóðarinnar þýðir að efnahagur og afkoma hér stýrist algerlega af stríðsrekstri bandamanna og neyðir okkur í framtíðinni til að styðja allt slíkt brölt. Hvað finnst fólki um það prospekt?
Wake up and smell the blood, segi ég.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2008 kl. 12:10
LF: Rétt það átti að koma fram. Ég er ekki hlutabréfakona. Ekki happdrættiskona heldur. Takk fyrir Lassi minn.
Jón Steinar: Rétt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2008 kl. 13:06
Jenný ég las viðtalið við Bubba sem mér innst inni undrvænt um frá því að ég vann með honum á roðflettivélinni í Vestmannaeyjum 1974en hefur alltaf þótt egóið hans vera að þvælast all rækilega fyrir honum. Svo bar við í þessu viðtali að ég nánast fann ekki fyrir þessu bólgna egói og er klárt að strákur er að ná inn að kjarnanum eða ég vil trúa því. Mér fannst hann segja skoðun sína en ekki vera að hrauna yfir Björk og Sigurrósu, engan vegin skítkast. Björk hefur skýrt frá því að hún sé ekkert á móti að við nýtjum okkur orkuauðinn en ekki til brúks í mengandi orkuver á við álverksmiðjur. Mín skoðun er að Íslendingar noti orku- og vantsauðin okkar landsmönnum til auðs og atvinnusköpunar. EKKI HANDA FÁUM ÚTVÖLDUM AUÐMÖNNUM, SEM SPILLTIR STJÓRNMÁLAMENN ÚTDEILA. sólskynskveðjur frá Þuríði í miðbænum
Þurí (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 13:11
Þú átt bara alls ekkert að hemja þig í skoðunum, gætir fengið viðvarandi háþrýsting og það væri ekki gott. Bubbi þolir alveg skoðanir þínar og hann lærir líka af þeim held ég, ef hann les þetta. Eftir að hafa lesið bloggin hjá Birnu Dís og séð þar að það er hópur fólks í bænum í þörf fyrir brækur og sokka, þá segi ég nú bara lítum okkur nær. Reddum okkar ógæfu fólki, gefum því séns á skárra lífi.
Góða helgi kæra kona sá hvorki né las viðtalið sem um er rætt.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 13:22
Ásdís: Er hægt að líta sér nær en í næsta sveitarfélag þar sem t.d. eru hafnar álversframkvæmdir?
Þurí: Ég hef ekkert á móti honum Bubba, finnst konuplatan hans frábær en það er offramboð á manninum og skoðunum hans. En það er rétt hann var óvenjulega lágstemmdur og penn í viðtalinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2008 kl. 14:03
Bubbi er krútt - en ekki hafin yfir gagnrýni!
Edda Agnarsdóttir, 19.7.2008 kl. 14:06
Bubbi er svo leiðinlegur og ofmetin, sérstaklega þegar það kemur að tónlistinni hans. En núna er ég sko ánægður með karlinn !!!!
Það er svo gaman að lesa skoðanir fólks sem hefur ekki neitt vit á því sem það er að segja, þessvegna finnst mér gaman að bubba og þessvegna les ég bloggið þitt Jenný ;)
Bjöggi (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:57
Jenný mín: Lestu endilega bloggfærslu mína frá 14.6.2008!" Er Bubba Mortens sama um náttúru Íslands eða þorir hann ekki að styggja peningamenn"!!! Kveðja, knús og allur pakkinn!
Himmalingur, 19.7.2008 kl. 19:15
æi má hann ekki hafa þessa skoðun. hann var ekki að segja að "þau hefðu átt" heldur að "honum findist að að þau hefðu átt" það er stór mundur þar á. Merkilegt hvað bubbmundur má ekki segja sína skoðun eins og hver annar ánþess að hann sé fordæmdur fyrir það eða það valdi fjaðrafoki......! Ég hlusta mikið á tónlistina hanns og hef gaman af honum. en ég er alls ekki alltaf sammála honum og sumt finnst mér bölvað bull en annað gott og gilt en það er líka bara mín skoðun. maður á að virða skoðanir annara en ekki fordæma fólk fyrir þær.
Bjarki Hall (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 20:44
Það er alveg rosalega auðvelt að vera sötrandi kaffi í miðborg Reykjavíkur og röfla yfir álverum og orkuverum. Hvað með fólkið sem býr á þessum stöðum og treystir á að fá þessi fyrirtæki til að geta haft vinnu?
Skítt með fólkið kannski?
Ef það á að koma í veg fyrir þessar framkvæmdir þá verður eitthvað að koma í staðin, eitthvað raunhæft. VG og aðrir líkir vilja kannski bara leggja landsbyggðina niður, flytja alla á höfuðborgarsvæðið.
Hin Hliðin, 21.7.2008 kl. 13:19
"En ég hef ekki tapað krónu í hlutabréfaviðskiptum. Amma mín talaði úr mér græðgina í frumbernsku"
Kannski hefur þú ekki tapað beint, en mér finnst afar líklegt að þú hafir einhverntímann - og vonandi enn - borgað í lífeyrissjóð. Þá á þetta ekki við lengur.
Ein stærsta ástæðan fyrir því hvernig FL sukkið viðgekkst var einmitt sú að hluthafar, almenningur, veit ekkert hvað er að gerast eftir að iðgjaldið hefur farið burt af launaseðlinum.
Þrándur (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:27
Þrándur: Jú, hef borgað í lífeyrissjóði ofkors, alla mína tíð og nýt nú um stundir góðs af vegna veikinda.
Þannig að ég er í bransanum?
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.