Föstudagur, 18. júlí 2008
Sendiboðinn skotinn - búmm pang
Flott rannsókn frá Dönum um að fólk sé orðið meðvitaðra um streitu. 37% Dana hafa einhvern tímann tilkynnt forföll úr vinnu vegna þess.
Og nú rannsökum við okkar einka stress hér og í kommentakerfinu. Mitt stress og svo ykkar.
Ég hef aldrei og mun aldrei tilkynna mig frá vinnu eða öðrum skuldbindingum vegna streitu. Ég er af gamla skólanum. Mér var kennt að allt sem ekki mældist á hitamæli vel yfir 37 á Celsíus væri þreyta og í versta falli aumingjaskapur. Þetta hefur fylgt mér út lífið upp á gott og vont.
Ég er hamingjusamlega ómeðvituð um ástandið þegar ég er stressuð. Kem alltaf af fjöllum þegar mér er bent á það og bregst illa við sendiboðanum og skýt hann á staðnum. Búmm pang. Ég átta mig fyrst þegar streitan hefur yfirgefið og þá fæ ég svona uppljómun, alveg, ókei ég var svona stressuð.
En ég veit að ég er undir álagi:
Þegar mjólkurfernan fer í kústaskápinn, fægiskóflan í ísskápinn og mistökin með mjólkina verða ljós einhverjum dögum síðar þegar lyktin er farin að minna á eitthvað sem hefur gefið upp öndina seint á síðustu öld.
Þegar ég man ekki kennitöluna mína þó líf mitt liggi við.
Þegar ég man ekki af hverju ég stend á ákveðnum stað í íbúðinni og verð að fara til baka á upphafsreit, muna það þá mögulega eða ekki.
Þegar ég man ekki nafnið á eiginmanninum og horfi á hann eins og ókunnugan mann og ég er að hugsa; hver er þetta aftur, asskoti kannast ég við hann (ok,ok,ok, næstum því).
Þegar ég tek upp símann til að hringja, man ekki hvert, legg á og man, lyfti og gleymi. Endurtekið svona 30 sinnum.
Ég er undir lífshættulegu álagi þegar ég gleymi að taka með mér sígaretturnar ef ég fer eitthvað.
Alvarlega en það getur ástand mitt ekki orðið, ég sver það. Hefur gerst einu sinni og ég reyndist vera í taugaáfalli.
Hvað ætli myndi gerast ef maður hringdi á skrifstofuna á mánudagsmorgni og segðist vera að drepast úr stressi og tilkynna forföll?
Ég veit hvað ég hefði hugsað fyrir nokkrum árum ef einhver hefði hringt í mig með svona afsökun fyrir fjarvistum. Ég hefði haldið að viðkomandi væri að grínast. Svo hefði ég sagt honum að haska sér í vinnuna og hætta þessu væli.
En ég er líka vond kona.
Cry me a river í boði hússins. Ljúft fyrir svefninn. Björk klikkar ekki.
Fólk meðvitaðra um streitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:56 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
He, he, góð að vanda. Stress er leiðinda uppákoma.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 00:03
Af hverju kannast ég við sum "undir álagi" einkennin - ég sem er ekki undir neinu álagi - eða þannig ????
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:07
Ég man ekki eftir að hafa áður heyrt Björk syngja Cry me a river (eitt af uppáhaldslögunum mínum). Takk fyrir kærlega.
Ég þarf nú ekki að vera undir álagi, til að fara inn í eitthvert herbergi - og muna ekki hvað ég vildi þangað. Það er alvanalegt - og daglegt brauð.
Laufey B Waage, 19.7.2008 kl. 00:13
& að auki reykir þú ennþá & ert líka verri vinstri græn femma.
Merkilegt hvað mér líka nú aumir syndarar sem þú, 'ezzgan'.
Steingrímur Helgason, 19.7.2008 kl. 00:28
Ég skil þetta ekki, ég kannast líka við öll þessi "álagseinkennin" ég hlýt að vera undir álagi. - Hvernig ætli ég sé þá, þegar ég er ekki undir álagi. -
Stundum þegar ég á erfitt með að sofna, grunar mig, að þá sé ég of stressuð, en það gleymist um leið og ég sofna.
En það mundi lítið þýða fyrir mig að nota það sem afsökun fyrir að geta ekki mætt í vinnu, að ég væri haldin "streitu". -
Ég mundi örugglega ekki þurfa að mæta framar í þá vinnu.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.7.2008 kl. 00:49
Ljúfan ... þetta heitir "hálfsheimer" ... sem sagt á góðri leið með að fá Alsheimer .. eins og ég!!! Gleymdu þessu með stress eða streitu!!!
Edda (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:52
Þetta útskýrir margt, ég er að fatta þetta núna að kannski er mar bara með streitueinkenni. Fann ostinn og smjörið inní búrskáp í gær, finn aldrei neitt og gleymi öllu sem skiptir máli. Hjúkkit, ég hélt að ég væri að tapa glórunni.
Knús
Elísabet Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 00:55
Sæl Jenný,les alltaf bloggið þitt. En getur verið að þú værir með AAADD eins og ég: Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp : Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum, en tók þá eftir að bréf höfðu borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í gegnum póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir að ruslafatan var orðin full og lagði því reikningana sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa reikninga, fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er. Fór inn í herbergi til þess að ná í veskið og bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim strax svo ég gleymdi því ekki. Ákvað að ná mér í kaffibolla fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég eftir því að blómið í borðstofunni var orðið heldur þurrt. Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið áður en lengra væri haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði að fylla hana með vatni þegar ég tók eftir því að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu. Ákvað að fara með hana á sinn stað í sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana örugglega um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að horfa á uppáhaldsþáttinn "Sex in the City". Á leið í sjónvarpsholið rakst ég á handklæði sem ég ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að leita að fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór með gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði örugglega að finna þau þegar ég færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina mína......ef ég finn hana. Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og mundi ekki lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að gera !!! Í lok dags hafði ég því hvorki þvegið bílinn né borgað reikningana, ekki vökvað blómin eða þvegið þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað e-mailunum og var auk þess búinn að týna fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og kaffið beið kalt á eldhúsborðinu.
Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér hjálpar við. Þessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða "Age Activated Attention Deficit Disorder", á íslensku "Aldurstengdur athyglisbrestur".
Kveðja, og takk fyrir skemmtilegt og frólegt blogg. Ebba
Ebba (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 01:31
Ha ha ég er svona flesta daga...guði sé lof fyrir gemsa, hef oft þurft að hringja í húsband til að spyrja af hverju ég sé stödd í þessari eða hinni búðinni í það og það skiptið....samt er hann nú hálfu verri en ég...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.7.2008 kl. 01:59
Ástarkveðjur og góða nóttina
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 02:25
Þegar hjartað á mér er farið að halda fyrir mér vöku eins og það gerði hér á lokadögum fyrir sumarfrí þá veit ég að ég er komin með streitueinkenni. Fór til læknis sem sagði mér að forðast streituvalda .. en vinnan er eini stórkostlegi streituvaldurinn minn og ég er bara eins og a.m.k. önnur hver manneskja - er gjörsamlega ómissandi í vinnunni!!!..Það yrðu eflaust flóð og jarðskjálftar ef ég mætti ekki og allt færi úr böndum. Þannig að ég mæti,,dead or alive" !!!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.7.2008 kl. 07:00
Úff.... ég er svo heppin að ég veit helst ekki hvað stress er, og svo er ég best undir álagi. En streita.... er það ekki þreyta ?? Eða er ég bara svona voðalega vitlaus ???
Ég alla vega er vinnufíkill og kann mér ekki hóf. Það er sama hve þreytt ég verð, ég get ekki hætt. Lendi svo í því að eftir alla yfirkeyrslu sem ég kem mér í , ligg ég ég alveg bakk, gjörsamlega búin í skrokknum. En ég er ekki í fastri vinnu svo að ég geri ekki mikið af því að lenda í þessu.
Gott að vera komin í bloggheiminn aftur, er búin að sakna þín ansi mikið Jenný mín.
Linda litla, 19.7.2008 kl. 10:51
Við erum örugglega tvíbbar,andlegir tvíbbar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 10:52
Ég er greinilega ekki ein í stressruglinu.
Takk krakkr þið eruð frábær.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2008 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.