Leita í fréttum mbl.is

Endurtakið stöntið frá í fyrra - takk

Nú jæja ég var að lesa á RÚV að þingflokkur Vinstri grænna hafi óskað eftir því að alsherjarnefnd Alþingis verði kölluð saman til að fjalla um mál Keníamannsins Paul Ramses.

Það var eins gott að eitthvað kom frá VG um málið, ég var farin að örvænta. 

Björn Bjarnason, ráðherranefnan með stálhjartað heldur áfram að blogga um hversu rétt og sjálfsagt þetta mál Paul Ramses sé, farið að lögum og reglum, jájá en ekki hvað og nú eru meira að segja heimildir um að Paul Ramses sé bara ekki í nokkurri hættu í heimalandinu. Hvað,  tertubiti fyrir Paul að verða sendur heim, tertubiti fyrir Björn að þvo hendur sínar af málinu.

Og Haukur mannvinur Útlendingastofnunarforstjóri óskar þess auðvitað að það væri hægt að bjóða manninum hæli, en svona eru reglurnar, því miður elskurnar mínar. 

Ef reglur eru heilagri en fólk, paragröf vega þyngra en mannlegir harmleikir þá breytið því og það strax.

En ég hef sagt það áður, þegar mannúðina skortir og samkenndin er ekki til staðar þá er tilvalið að veifa regluverkinu og væna fólk um tilfinningasemi og móðursýki ef ekki vill betur.

Við erum þá bara móðursjúkur hópur við sem viljum að mál Paul Ramses verði skoðað og hann kallaður heim á meðan.  En við viljum mikið meira en það, við erum bara að hita okkur upp hérna. Við viljum að fólk sem leitar hér hælis fái mannúðlega meðferð sem væri ágætis tilbreyting svona til að byrja með.

Hvernig væri að láta Paul Ramses verða annan í röðinni til að fá pólitískt hæli á Íslendi.?

Þessi eini tekur sig tæplega vel út á skýrslu.

En what the fuck.  Höldum fólki úti.

Nema auðvitað þeim sem tengast inn í íslenska forréttindastétt.

Allsherjarnefnd, vinsamlega endurtakið stöntið frá í fyrra.  Fyrsti stafurinn í þeirri umsókn, minni rmig að hafi verið Jónína Bjartmarz.

Komasho.


mbl.is Dublinarákvæðið mikið notað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Það var frábært hjá þér,  Jenný,  að taka þetta mál upp,  fyrst allra bloggara.  Ennþá frábærara að þú skulir fylgja því eftir. 

Jens Guð, 6.7.2008 kl. 01:18

2 identicon

Heil og sæl; Jenný Anna, og aðrir skrifarar !

Tek undir; með Jens Guð(i), fyllilega, um leið og ég þakka þér ötula baráttuna, gegn skrímslahætti Björns Bjarnasonar, og hans nóta.

Ég hugði; lengi vel, Björn hafa annan mann að geyma, en raun ber vitni, og segjast verður, eins og er, að hann er; því miður, einn allt of margra Sjálfstæðismanna, hverjir ímugust hafa á fólki, hafi það ekki ''réttar'' forsendur, fyrir tilvist sinni, sbr. Paul Ramses blessaðan, og hans litlu fjölskyldu, hver ekkert hefir, til saka unnið, nema ef vera skyldi áður unnin mannúðarstörf, í heimalandi þeirra. 

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 01:44

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skrýtið að málið skuli vera matreitt þannig að það sé hið eina rétta að fara eftir reglugerðum, annað sé bara á tilfinningalegum nótum, eins og það sé svo hræðilegt að finna fyrir samúð. Gat ekki lesið betur út úr bloggi BB. Er þá ekki kominn tími til að breyta reglum eitthvað? Eins og þetta er í dag komast erlend glæpagengi auðveldlega til landsins (nema Hells Angels) en ofsótt flóttafólk í lífshættu er sett út í kuldann. Við sem þjóð megum svo virkilega skammast okkar. Allir sem ég þekki eru brjálaðir yfir þessu. Held að ríkisstjórnin myndi vinna sér inn risastórt prik núna hjá þjóðinni ef hún beitti sér í þessu máli. Ekki veitir víst af.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.7.2008 kl. 01:52

4 identicon

Muniði eftir því þegar Björn Bjarnason sagði í viðtali í Kastljósi sjónvarpsins að hann viðurkenni aldrei mistök? Já, talandi um fullkomnun.

Valsól (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 07:42

5 Smámynd: Ragnheiður

Hafi þeir ekki manndóm til að leiðrétta þessi mistök (setningu lokið vegna yfirvofandi orðbragðs)

Annars er ég svo nákvæmlega sammála Gurrí.

Ragnheiður , 6.7.2008 kl. 09:03

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Það er bara alls ekki rétt að "svona séu reglurnar bara".  Ísland hefur HEIMILD til að fara eftir þessu Dyflinnarákvæði en ber engin SKYLDA til þess

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.7.2008 kl. 09:51

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur: Auðvitað er okkur frjálst að túlka og nota þennan samning EF við kærum okkur ekki um að taka við hælisleitendum.  En auðvitað er hann misnotaður út í hörgul af yfirvöldum sem eru með vægast sagt vafasama útlendingapólitík.  Skömmaðessu.

Takk öll fyrir góð innlegg.

Og svo verður mótmælt daglega við ráðuneytið fram til 10. júlí.  Reynum að mæta sem oftast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 11:21

8 identicon

Það er mín reynsla að öll yfirvöld sem koma að þessu máli t.d. lögregla, útlendingaeftirlit og stofnun, Rauði krossinn, Dómsmálaráðuneyti, Utanríkisráðuneyti og kannski gleymi ég einhverjum, hafi lög og reglur um allar sínar gerðir.

En ekki allar þessar reglur eru endilega lög, þetta eru starfsreglur og tilmæli og sumt eru auðvitað beinhörð lög sem refsivert er að brjóta.

Engu að síður er það líka mín reynsla í samskiptum við yfirvald hverskonar að þau geta yfirleitt gert það sem þau vilja, því fyrir einn lagabókstaf stendur annar og undantekning tengd við þessa eða hina reglugerðina og/eða lagakrókur sem hægt er að nýta sér þegar viljinn er fyrir hendi. 

Þess vegna er ég handviss um það að hafi verið vilji til að veita manninum hæli á Íslandi væri það ekkert vandamál, þá ekki væri nema af mannúðarástaæðum sem eru til mikið af lögum og reglum um.

Sé það hinsvegar ekki vilji yfirvalda að veita manninum hæli, þá eru til jafnmikið af lögum og reglum til að koma honum burt úr landinu.

Svo einfalt er það.

Karlotta Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987163

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband