Leita í fréttum mbl.is

Hættu að hjakka í sama farinu Jórunn!

Það er ekki leyndarmál að ég tel að ég eigi SÁÁ líf mitt að launa.  Og ég er ekki ein um þá upplifun.  Ég þekki fjöldann allan að fólki sem farið hefur í gegnum meðferð hjá samtökunum og lifir núna innihaldsríku og hamingjusömu lífi.

Það eru engar kraftaverkalækningar stundaðar á Vogi.  Þar er einfaldlega samankomin læknisfræðileg þekking á alkahólisma ásamt allri þeirri reynslu sem orðið hefur til á þeim árum sem SÁÁ hefur verið til.

Að því sögðu þá á ég ekki orð yfir að borgin skuli hafa gengið fram hjá SÁÁ um rekstur meðferðarheimilis fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, en tilboð SÁÁ var mun lægra en tilboð Heilsuverndarstöðvarinnar/Alhjúkrunar, sem mér vitanlega hefur enga sérhæfða þekkingu á meðferðarmálum.

Jórunn Frímannsdóttir segir:

"Mér finnst ótrúlegt þetta endalausa hjakk sem á ekki við nein rök að styðjast, búið er að fara yfir málið og niðustaða innri endurskoðunar er skýr,”

Mikið skelfing er ég komin með upp í kok af hrokafullum stjórnmálamönnum.  Það heitir hjakk að krefjast svara á undarlegri ákvörðun velferðarsviðsins.  Þá vitum við það.

Sumír hjakka hins vegar stöðugt í sama farinu hamingjusamir í vanþekkingunni.

Ég hef engan rökstuðning séð sem útskýrir hvers vegna tilboði SÁÁ var ekki tekið.

Ég hvet lesendur þessarar síðu að lesa þessa grein Ara Matthíassonar ásamt grein Jóhanns Haukssonar , "lítið og sætt kunningjaþjóðfélag".

 Hvernig stendur á þessari tregðu fólks til að nýta sér reynsluna og þekkinguna þegar áfengislækningar eru annars vegar?

Ég bókstaflega næ þessu ekki. 

En kannski get ég glaðst yfir því að trúarsamtök voru ekki þeir sem hrepptu hnossið, það er nefnilega ennþá inn í myndinni sú skoðun fólks að þar sé aumingja alkahólistunum ágætlega fyrirkomið. 

Haleandskotanslúja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jórunn á að leika sér í jó jó!

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er rétt sem Jói, vinur minn og kollegi segir í pistli sínum. Þetta er lítið og sætt kunningjaþjóðfélag. Í ljósi þess er hægt að skilja að SÁÁ var hafnað. Það eru engin rök til fyrir þessu. Tek undir hver einast orð sem þú segir í þessum pistli þínum Jenný. ...svo kunna ráðgjafar SÁÁ líka ágætlega að ná hroka úr fólki. Sendum þessa Jórunni til þeirra og fleiri úr borgarstjórnarflokki Íhaldsins og jafnvel Geir H. líka.

Haraldur Bjarnason, 17.6.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Andrea

Ég er yfir mig ánægð með að SÁÁ fékk ekki þennan rekstur. Efast ekki eitt augnablik um að það er urmull af fólki sem þakkar SÁÁ líf sitt.
EN þessi rekstur er komin í tóma vitleysu Jenný. Og hvernig topparnir hjá SÁÁ tala um önnur meðferðarúrræði (Götusmiðjuna og Krýsuvík t.d) er ömurlegt! Kíktu á spjallið á SÁÁ og sjáðu ósvífnina.

Svo er ég yfir mig hneyksluð yfir þvi að SÁÁ fékk litlar 400 milljónir til að setja á fót "unglingadeild" sem saman stendur af örfáum herbergjum og svo sitja unglingarnir með hinum fullorðnu í matsal og setustofum. Hef heyrt um eina 14 ára og aðra 16 sem komu óléttar út eftir menn sem voru yfir fertugt. Kjaftasögur? Held ekki.

Andrea, 17.6.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Heyr heyr....... allveg fullkomlega sammála þér......

Fanney Björg Karlsdóttir, 17.6.2008 kl. 22:53

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Andrea: Eigum við ekki að sammælast um að fara ekki út í diskusjónir um þessi mál.  Ég held að það komi afskaplega lítið út úr því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég þekki Jórunni af einu góðu. reyndar bara í grunnskóla þar sem hvorki alkóhíolismi né annað var í umræðunni. ég tel þó, af því er ég þekki, að Jórunni gangi gott eitt til. hún er góð sál.

hinsvegar tel ég þekkingarleysi hrjá hana sem og aðra borgarfulltrúa. vita ekki um hvað málið snýst.

skrifaði umm þetta mál.

http://brjann.blog.is/blog/fjas/entry/566244/

Brjánn Guðjónsson, 17.6.2008 kl. 23:56

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Þessi pistill var flottur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 00:01

8 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Jenný þarna er ég sammála þér einu aðilarnir á Íslandi sem stunda fagmannlega meðferð er SÁÁ. Þetta er hneyksli og yrði ég ekki mjög hissa ef við heyrðum ekki af einhverju klúðri úr þessari átt.Þessi mál eru ekki til að leika sér að það eru mannslíf í húfi.

Gunnar Gunnarsson, 18.6.2008 kl. 00:30

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný ég þarf orðabók til að skilja þessa færsu, en það er auðvitað ekkert að marka mig útlendinginn út í hafsauga.  Langaði bara að senda smá knús á þig inn í nóttina elsku vinkona

Ía Jóhannsdóttir, 18.6.2008 kl. 00:32

10 identicon

Örugglega skynsamlega athugað hjá þér, Jenný, amk svona í heildina. En ósköp er ég ósáttur við síðasta "orðið" í greininni þinni. Og þrátt fyrir viðbjóðslegan sjúkleika Guðmundar í Byrginu er vert að minna á að margir alkóhólistar HAFA fengið amk sína fyrstu hjálp hjá kristilegum söfnuðum. Ekki ber að lasta það. -- Annars er ég farinn að halda að amk hér í bloggheimum sé farið að ríkja glórulaust trúar- og jafnvel kristnihatur! Vona að það gefi ekki sanna mynd af viðhorfum samfélagsins.

Annars: Hlýjar kveðjur og takk fyrir (langoftast) skemmtilegt blogg!

Óli.

Ólafur Hermannsson (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 00:36

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

kvedja i daginn thinn.

María Guðmundsdóttir, 18.6.2008 kl. 04:42

12 Smámynd: Hulla Dan

Hef ekkert vit á þessu, svo ég tjá mig bara sem minnst...

Langaði bara að óska þér góðs dags.

Hulla Dan, 18.6.2008 kl. 05:03

13 Smámynd: Tína

Kramkveðjur í daginn krútta og megir þú fá hrúgu af björtum og hlýjum straumum í allan dag. Takk fyrir kvittið hjá mér.

Tína, 18.6.2008 kl. 07:01

14 identicon

Verð bara að skjóta því að, að þetta heitir ekki alkAhólismi, heldur alkÓhólismi

Þorgerður (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 07:14

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hef ekkert fylgst með umræðunni, bíð bara góðan dag

Jónína Dúadóttir, 18.6.2008 kl. 07:27

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Velkomin til baka.  Ég var að hugsa til þín.  Saknaði þín.

Jónína: Góðan dag sjálf.

Þorgerður:  Takk fyrir að prófarkalesa bloggið mitt.  Ég skrifa alkahólismi og mun halda því áfram án þess að blygðast mín.

Tína: Njóttu dagsins sjálf og þú líka Hulla.

Óli: Takk fyrir innlitið.  ´

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 09:05

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Haleandskotanslúja hehehehe elsku Jenný, takk fyrir fullt af hlátrasköllum, að vísu flest þeirra neðanjarðar, þögul þ.e.a.s. og brosum gegnum tíðina.  Þó þú sért að ræða háalvarleg mál.

Það er líka gott að geta hlegið inn í sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2008 kl. 09:32

18 identicon

Ég er hæstánægð með þessa góðu tilbreitingu.SÁÁ er búin og er að vinna gott starf að mörgu leyti.En stöðnunin er algjör.Lítið sem ekkert breist á þeim 22 árum sem ég er búin að vera edrú ,en neyrslan breist mikið.Svo reka þeir spilakassa og meðferða við spilafíkn.Afhverju ekki ar reka bar og apótek.Enginn munur.Gott að fá nýja fleti og önnur vinnubrögð í þessa meðferðarflóru.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 09:59

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Birna: Vertu nú alveg róleg þegar þú segir að stöðnun sé aljgör.

Ég hef fylgst lengi með starfinu, bæði sem neytandi og sem áhugamaður og breytingin er ótrúleg.  Enda er alltaf að bætast við kunnáttuna á fíkni- og alkasjúkdómum. 

Það er ábyrgðarhluti að halda svona fram.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 10:08

20 identicon

Mér finnst útgangspunkturinn hverfa í þessum umræðum.  Sem alki í bata í nokkur ár, ofbýður mér jú að gengið sé svona framhjá SÁÁ.  Var þar sjálf í meðferð og náði því sem verið var að segja mér, takk til þín "whoever you are". 

En það sem ég tek eftir í þessari umræðu eru vinnubrögð stjórnmálamanna  og vanþekking sem mér finnast meira en lítið óhugnanleg.  Er það hugsanlega svona sem stjórnmálamenn vinna að mörgum málum fyrir "hagsmuni almennings"?  Hver á vini hvar og á hverju er hægt að græða?  Vanþekking á sjúkdómnum, óvirðing við SÁÁ, ekki af því að SÁÁ á að fá allt, heldur af því að þeir sem teknir voru framyfir vita ekki neitt!!!!!! Það er deginum ljósara.  Ef eitthvað batterí hefði fengið þetta í staðinn sem væri með svipaða reynslu af sjúkdómnum og meðferð hans og SÁÁ,  þá væri þetta gott og gilt.  En það er ekki þannig og það er verið að spila með líf fjölda fólks hér!!  Maður á ekki að skrifa pistil í uppnámi, en ég segi samt eins og Jenný, mikið er ég komin með upp í kok af hrokafullum stjórnmálamönnum.  Mér er bókstaflega óglatt.....

Ein sem ofbýður viðbjóður 

Berglind (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 10:30

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Berglind: Takk fyrir málefnalegt innlegg.  En ég vissi fyrirfram hvernig komment myndu verða hluti af athugsemdunum.  Umærða um alkahólisma er ekki komin lengra.

Takk fyrir innlitið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband