Laugardagur, 14. júní 2008
Kanelsnúður eða kleina - meikar ekki diff
Ég er í kasti, algjöru krúttkasti.
Jenný Una var að gera fimleikaæfingar.
Amma, taktu mig í kanilbulla.
Amman: Ha? Ég fer ekki að baka snúða núna Jenný mín.
Jú gerðu svona kanilbulla amma.
Amman hringdi í mömmuna eftir túlkun, en hún þurfti að hugsa sig lengi um og svo fékk hún móðursýkislegt hláturskast. Mamma, þetta barn gengur frá mér. Hún vill að þú takir sig í KLEINU.
Það var allavega eitthvað úr bakaríinu.
Og: Í rúminu þar sem barn liggur þreytt og pirruð, enda komið langt fram yfir hefðbundin háttatíma. Amman er að segja söguna af Rauðhettu sem Jenný elskar þessa dagana. Nokkurs konar kannibalismi fyrir börn sagan af henni Rauðhettu. Og allt í einu:
Amma hættu að segja söguna. Ér pirruð. Á morgun fer ég bara heim og kem ekki attur.
Amman: Verður amma þá ekki bara að fá aðra stelpu til sín?
Jenný Una: Jú þú getur alleg fengið eina þriggja ára stelpu (jafnaldri sko mína), sem kann ekkert að ganga og tala og er bara í kerru.
Amman (að drepast úr hlátri inni í sér) Já ég vil alveg fá svoleiðis stelpu til að knúsa.
Barn: Nei þú máttaekki! Þú ert bara amma mín.
Amman í krúttkasti. Góða nótt Jenný mín.
Jenný Una(ákveðin): Þú ert amma mín og Lillemann og Olivers og Jökuls, en ekki stelpu!
Amman: Auðvita er ég amma ykkar allra og verð það alltaf.
Lítil rödd: Góða nótt.
Og núna sefur litli skæruliðinn svo fallega á koddanum sínum, svo saklaus að það er ekki laginu líkt.
Ég elska börn. Þau eru svo skemmtilegt fólk.
P.s. Á morgun set ég inn glóðheitar myndir frá Spáni af Maysunni og Oliver.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 11
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2987297
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
þvílíkt krútt þessi stelpa þín er í hláturskasti...takk jenny og Jenný una fyrir góða skemmtun...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.6.2008 kl. 22:41
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 22:49
Þvílík dásemd ! Hún er alveg stórkostleg, hún nafna þín og ömvmustelpa! Kanilbulla ! Flottar tengingar hjá henni. - allavega eitthvað sem vefur upp á sig, og byrjar á K.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:01
Fyrirgefðu Jenný þetta á að vera "ömmustelpa" hef ekki hugmynd um hvaðan þetta v kom. - né til hvers það er ætlað. - Það hlýtur einhver hér fyrir ofan að hafa misst það, og ekki fundið það aftur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:04
Mikið ertu heppin að eiga svona Jennýju Unu!
Var að senda þér póst - opna...
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:22
Hún er nú bara eitt stykki perla þessi stelpa. Hlakka til að heyra hvað hún segir þegar hún opnar augun í fyrramálið!
Ía Jóhannsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:54
Kanilbulla ömmu sinnar
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.6.2008 kl. 00:42
Krakkinn er óforskammað krútt og tekur bæði eftir ömmu sinni.
Jóna Á. Gísladóttir, 15.6.2008 kl. 01:31
Sammála Jónu !!
Annars eru krakkar yndislega opin og einlæg.... ég man að einhverju sinni fyrir löngu, þegar minn var ca. 4-5 ára, stóð ég fyrir framan spegilinn og sagði við strákinn: "ææ, Jói minn, hvað mamma þín er orðin gömul og ljót". Sá stutti hoppaði upp á klósettið, virti mig fyrir sér í langan tíma og felldi svo dóm: "Þú ert ekkert svo ljót, mamma."
Nei, ekkert SVO.... ég get lifað með því
Lilja G. Bolladóttir, 15.6.2008 kl. 01:58
Ég líka, elska börn. Þau eru frábær, kanilbulla !?!?!? Þetta er hrein snilld.
Linda litla, 15.6.2008 kl. 02:21
krúttulingur thessi stelpa sko. eigdu gódan sunnudag.
María Guðmundsdóttir, 15.6.2008 kl. 08:08
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 15.6.2008 kl. 10:06
Ég veit ekkert skemmtilegra en börn, þau eru svo yndislega saklaus og hreinskilin. Og hún Jenný þín er bara hreint stórkostleg, stelpa að mínu skapi
Huld S. Ringsted, 15.6.2008 kl. 10:41
Kanilbulla eða krúttbulla allavega algjör dulla
Svala Erlendsdóttir, 15.6.2008 kl. 11:43
Mjög skemmtilegt barn og svo mikil dúlla.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.6.2008 kl. 12:05
Hvað getur maður sagt? Yndislegt.
Einhver sagði; þar sem eru börn, þar eru eilíf jól.
Edda Agnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 12:09
Yndisleg þessi stelpa. Mikill karakter
M, 15.6.2008 kl. 12:28
Krúttapúttið!...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.6.2008 kl. 12:51
Algert mega krútt þessi stelpa sem þú átt þarna.
Þegar dóttir mín var á þessum aldri þá átti hún það til að ruglast á orðum og einhvern tímann talaði hún um að mamma og pabbi hefðu farið í pípulagningu, hið rétta er að við fórum í kistulagningu.
Snillingar þessir krakkar sko.
Sigrún Ósk Arnardóttir, 15.6.2008 kl. 12:52
Hún er yndisleg þessi litla dama. Kanilsnúðar eru náttúrulega málið í dag, það steikir enginn kleinur lengur
Sigrún Jónsdóttir, 15.6.2008 kl. 13:09
Yndisleg frásögn hahaha elsku litla Jenný Una. Maður hlær og hjartað tekur kipp í sömu andránni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 15:36
Takk öll fyrir falleg orð.
Í morgun vaknaði sú stutta og vildi fara fram og horfa á baddnaeddni og svo út á róló. Og auðvitað gerðum við það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.