Leita í fréttum mbl.is

Hefur tíminn ekki flogið?

Það er í alvörunni komið sumar.  Það rann upp fyrir mér í dag.  Seint?  Nei, tímapunkturinn er niðurnegldur.

Fyrir 14 árum í dag rugluðum ég og húsband saman reytum okkar í annað sinn frá því að við hittumst fyrst.

Í fyrra skiptið þegar ég var rétt skriðinn yfir tvítugt.  Það flosnaði upp úr því, jájá, mér fannst maðurinn gjörsamlega að kafna úr aðdáun á eigin persónu.  Hm... ég mun hafa verið litlu skárri.

En 11. júní 1994 runnu þessar stórþjóðir (hm) saman í einn vöndul, sem hefur rúllað æ síðan við mikinn fögnuð okkar tveggja.  Svona oftast amk.

Það sumar í júlí fæddist hann Jökull Bjarki, fyrsta barnabarnið mitt.

Árið 1994 var hið þriðja í röðinni af byltingarárum Jennýjar Önnu.  Það gekk mikið á upp á gott og vont.

Asskoti sem tíminn hefur liðið.

Í morgunn yfir kornflexinu:

Ég: Til hamingju með afmælið.

HB (ráðvilltur og nervös, man aldrei dagsetningar): Ha, sömuleiðis. (Og hér sást greinilega að hann hafði ekki glóru um hvaða áfanga ég var að óska honum til hamingju með).

Ég (kvikindislega): Finnst þér ekki tíminn hafa flogið?  Er ekki eins og þetta hafi gerst í gær?

HB (algjörlega heiðarlegur í andlitinu sem samt dáldið skelkaður): Jenný mín, ég hef ekki hugmynd um hvert þú ert að fara.

Og ég gafst alla leiðina upp.  Sumum er ekki viðbjargandi.

En ég knúsaði hann extra stórt þegar hann fór í vinnuna.

Það er af því ég er svo góð og umburðarlynd.

En ekki hvað?

Úje.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

Voðaleg skepna ertu við manngarminn:) Til hamingju með áfangan umburðarlynda kona og gleymna húsband

Andrea, 11.6.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góð!    Einhver hefði lamið hann eða farið í fýlu!

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 19:55

3 Smámynd: Andrea

segir maður gleymna???

Andrea, 11.6.2008 kl. 19:55

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já og til hamingju með daginn... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: M

Ég hefði farið í löööngu fýluna

Til hamingju með daginn ykkar

M, 11.6.2008 kl. 19:59

6 Smámynd: Hulla Dan

Til hamingju með daginn ...

Hulla Dan, 11.6.2008 kl. 19:59

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 11.6.2008 kl. 20:00

8 Smámynd: Ragnheiður

HEYRÐU..Caps lock í boði Hilmars litla...sama afmælisdag og við Steinar ? Ji en smart hjá okkur hehe

Best að drífa sig héðan áður en barn skrifar heila athugasemd sjálft , 6 mánaða

Ragnheiður , 11.6.2008 kl. 20:00

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju með daginn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.6.2008 kl. 20:01

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga: Krútt.

Takk fyrir kveðjurnar. 

Lára Hanna: Lamdi hann á afmælinu mínu, giftingarafmælinu, edrúafmælinu og öllum hinum dögunum sem hann gleymdi.  Núna hef ég játað mig sigraða. 

Andrea:  Ég er svo djöfull fullkomin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 20:03

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta hefði nú verið flottur brúðkaupsdagur í dag! Eruð þið annars ekki ógift?

Þetta líka gasalega fína veður.

Til hamingju með þennan áfanga - þetta er víst mesta vinna í heimi!

Edda Agnarsdóttir, 11.6.2008 kl. 20:03

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til lukku með daginn ykkar og Knús knús og sólarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.6.2008 kl. 20:16

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til lukku með daginn!

Huld S. Ringsted, 11.6.2008 kl. 20:33

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju Jenný mín. Þetta er ekki öllum gefið.

Afsakið væmnina, en maður er svo anskoti meir hérna innan um Spánverjana og Spánverjurnar.

Þröstur Unnar, 11.6.2008 kl. 20:33

15 identicon

 til hamingju ljúfust.Jú tíminn líður.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 20:47

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með daginn.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 20:50

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með þennan áfanga Jenný mín.  Umburðarlyndið skríður aftan að manni með aldrinum.

Sigrún Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 20:57

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Taka Sælenttrítment á þetta! Ekki spurning.........

....ef ekki núna hvenær þá?

Til hamingju með daginn ljúfust

Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 21:05

19 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með árin 14.

Laufey B Waage, 11.6.2008 kl. 21:17

20 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju með daginn

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.6.2008 kl. 21:21

21 identicon

Æi - dúllurnar þessar - til hemingju!   Þið eruð bæði krútt, hann gleymið krútt, þú bara krútt  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:23

22 identicon

 hamingju

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:24

23 identicon

en - þið eruð líka krútt - eða var ég annars búin að segja það og stafa rétt???

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:25

24 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

til hamingju, og engin ástæða til að hegna manninum neitt, samkvæmt grein sem ég var að lesa er ósköp eðlilegt að konur muni svonalagað betur en karlar. Mismunandi virkni í heilastöðvum... :P

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.6.2008 kl. 22:10

25 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með daginn. Heima hjá mér er þessu öfugt farið. Maðurinn minn mætir með blóm og hvítvín og ég stari á hann í forundran og fer yfir alla daga í huganum á eldingarhraða. Man aldrei þessa daga. Hann man meira að segja daginn sem við kynntumst!

Helga Magnúsdóttir, 11.6.2008 kl. 22:16

26 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Snilld!

Til lukku Jenný. Heppin kona og hann heppinn að hafa þig

Einar Örn Einarsson, 11.6.2008 kl. 22:26

27 Smámynd: Kolgrima

Þetta er sætt - til hamingju með daginn og hvort annað (í annað sinn).

Kolgrima, 11.6.2008 kl. 22:32

28 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir allar kveðjurnar.  Húsband veit ekki að ég er búin að blogga um þetta og að allur bloggheimur veit nú allt um náin samskipti hjóna í Breiðholtinu.  Hehe.

Dúa: Það er sól og hiti nánast allsstaðar á kortinu.  Varstu að horfa á Föryjar TV?

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 22:49

29 Smámynd: Linda litla

14 ár...... úff ég verð nú eiginlega að segja að ég er stolt af þér.

14 ár með sama manninum  kann ekki á svona..... hugsaðu þér 50 ár með sama manninum.

Er kannski eitthvað að mér ?? Nei, þú hefur bara verið heppin með mann

Til hamingju með þetta... knús til ykkar

Linda litla, 11.6.2008 kl. 23:01

30 Smámynd: Sunna Dóra Möller

....til lukku...

Sunna Dóra Möller, 11.6.2008 kl. 23:36

31 Smámynd: Steingrímur Helgason

Er spurníngin Ástþór, Baldur Varasami eða Ólafur ?

Nei, Vilberginn í forsetann, án lýðræðislegra kosnínga.

Af hverju ?

Þú veist það, bloggþjóðin veit það, & mig grunar það smotterí.

Það nægir.

Verðandi fyrstafyrirfrú, til hamíngju með daginn í gær.

Steingrímur Helgason, 12.6.2008 kl. 00:29

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Stundum ertu of djúpur.  Hehe.

Takk öll fyrir fallegar kveðjur.

Best að ég sýni manninum hvað ég hef verið að aðhafast þegar hann kemur heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 00:33

33 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með hvort annað..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.6.2008 kl. 01:29

34 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til lukku með daginn. Ég tel alla daga og held helst upp á allt. Við eigum eins og hálfs árs saman-afmæli bráðum. Það verður flugeldasýning og 200 manns. Neiiii....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.6.2008 kl. 09:31

35 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Til hamingju með þennan áfanga í lífi ykkar beggja........BARA GAMAN

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 12.6.2008 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.