Sunnudagur, 8. júní 2008
Fyrirgefið á meðan ég æli
Ég held að Andrea Jónsdóttir, útvarpskona, sé á meðal þeirra sem vita hvað mest um tónlist. Konan er eins og gangandi alfræðirit um greinina.
Að því sögðu, fyrir utan hvað hún hefur þægilega rödd og er flott til orðs og æðis, þá ætla ég að vera ósammála henni í einu máli.
Andreu finnst að of margir íslenskir tónlistarmenn syngi á ensku.
Þetta viðhorf getur alveg gert mig arfapirraða og þá sérstaklega þegar það kemur frá Brúðgumanum (Bubba sko). Ef minnið er ekki að svíkja mig þá reyndi hann fyrir sér í útlöndum einhvern tímann og söng á ensku. Það gekk ekkert sérstaklega vel, án þess að það skipti máli.
Brúðguminn hefur í gegnum árin tönglast á þessu með að syngja á íslensku. Í bandinu hans Bubba voru krakkagreyin að snúa rokktextum yfir á íslensku til að geta sungið lögin í keppninni, því íslenskir textar voru skilyrði. Fyrirgefið á meðan ég æli.
"Stairway to heaven" á ekki að heita himnastigi, það er ekkert annað en fokkings klám.
Músík er músík, það er í raun aukaatriði á hvaða tungumáli hún er sungin ef tilfinning tónlistarinnar kemst til skila.
Björk sló í gegn á íslensku og hún viðheldur vinsældum sínum um veröldina án tillits til á hvaða tungumáli hún syngur. Björk er Björk. Töfrarnir eru þarna þegar hún hefur upp raust sína.
Ekki misskilja mig, ég hef svo sannarlega ekki ömun af íslenskum textum, síður en svo, en mér finnst það bara algjört aukaatriði.
Og Andra rokkar og rúlar og ég set ekki fyrir mig þetta lítilræði sem okkur ber í milli.
Ég rokka og rúla líka, þrátt fyrir að ég eigi fyrir löngu að vera farin að sofa í hausinn á mér.
En ég festist við að horfa á fyrirlestur með Þórarni Tyrfingssyni, sem ég keypti mér á disk um daginn. Mikið asskoti er hann fróðlegur fyrirlesturinn og Tótinn skemmtilegur.
Fyrirlesturinn var á íslensku. Nema hvað!
Úje.
Of margir syngja á ensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Tónlist | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Björk er Björk og hún er á Íslensku. - Rætur Bjarkar eru á Íslandi. Björk er Ísland, og því er alveg sama á hvaða tungumáli hún syngur, hún ER. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.6.2008 kl. 02:02
Guð hvað ég er sammála! Það er reyndar skuggalegt að ég ætlaði einmitt að blogga um þetta sama, ég hef reyndar bloggað um þetta áður þá í kringum þættina hans Bubba á sínum tíma...
Þetta er orðin ferlega þreytt klisja.. svona álíka þreytt og fólkið sem segir "ég er alæta á tónlist" en hlustar síðan bara á Britney Spears og Whitney Houston eða eitthvað álíka... pleh
Skil heldur ekki alveg hvernig tónlist getur orðið verri á ensku, Ég get einhvernvegin ekki séð að textar hljómsveita eins og t.d Á móti sól eða Írafárs, sem seldu heilu bílfarmana af plötum hérna fyrir nokkrum árum séu eitthvað sem hafa náð að lifa með þjóðinni... kann einhver eitthvað lag með Írafár?... Ég held ég taki reyndar coverlaga plötu með eurobandinu framyfir þá skelfingu anyday...
en kannski er ég bara að verja sjálfa mig
Signý, 8.6.2008 kl. 02:47
Halló stelpur !
Eruð þið ekki búnar að fatta þetta með brúðgumann ?
Hann skilur ekki ensku
Stefanía, 8.6.2008 kl. 03:22
svo hjartanlega sammála þér. skili innihald og tilfinningar textans sér betur á grænlensku, skal hann vera á grænlensku. einnig fátt sem vekur manni slíkan bjánahroll sem asnalegar snaranir á erlendum textum. ekki síst þegar um er að ræða klassíkera eins og stairway to heaven. það ætti að vera bannað með lögum að þýða þannig texta. er pláss í fötunni þinni fyrir æluna mína?
Brjánn Guðjónsson, 8.6.2008 kl. 03:27
Kallarðu þetta seint og ættir að vera farin að sofa á laugardagskvöldi? Var að horfa á bíó þangað til núna! Ein alhress aldrei þessu vant enda skólinn búinn!
Edda Agnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 03:30
Gubb, gubb, gubb, sumt er bara hallærislegt á ástkra ilhýra...
Stefanía, 8.6.2008 kl. 03:31
Jenný mín: Ælum bara saman í minn poka!!
Himmalingur, 8.6.2008 kl. 03:34
er thakkí thá ørugglega soldid stór poki Hilmar,má mann vera med? thvilik steypa. Mørg fallegustu løg eru á ítølsku eda whatnot og madur situr algerlega heilladur,skilur ekki rass i bala hvad sungid er en skilur samt einhvernveginn lagid já veit...soldid rugl en thad er stundum thannig.
Bubbi getur bara sungid sjálfur á Islensku og gerir thad liklegast alltaf af thvi hann er ekki svo sterkur i enskunni...og er hættur ad reyna ad meika thad erlendist. Hans markadur er Island svo thad er gott og blessad fyrir hann. Gildir ekki um alla sem vilja kannski reyna ad ná athygli erlendis..
María Guðmundsdóttir, 8.6.2008 kl. 07:23
Þetta hefur í raun lífið ,,káfað" upp á mig eða ég lítið hugsað út í þetta er kannski huggulegra að segja. .. EN af því ég var nú að flagga ,,Stand by your man" nýlega þá get ég sagt að þegar íslensk blómarós kom fram í einhverjum þætti í ,,den" og söng hástöfum ,,Stattu með strák" þá var mér strokið öfugt...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.6.2008 kl. 07:53
Af hverju er svona hræðilegt að synja á íslensku? Ég er reyndar alveg sammála að afkáraleg íslensk þýðing á enskum lögum m.a. er oftar en ekki kjánaleg. En ég hefði nú frekar lagt til að finna öflug íslensk rokklög í stað þess að snara alltaf gömlum erlendum slögurum yfir á íslensku.
Þættir á borð við Idol, X-Factor o.fl. hafa einnig sýnt okkur það svart á hvítu að það er ekki allra að syngja á ensku. Það voru margir í þessum þáttum sem gerðu stórfengleg lög að alveg hræðilegri pínu með framburði sínum á textanum.
Hjörtur Guðbjartsson, 8.6.2008 kl. 09:26
Mér finnst eðlilegra ef fólk semur lög á sínu móðurmáli fyrir sína landsmenn. Það fer í taugarnar á mér þegar fólk þýðir erlenda texta á vinsælum lögum og útsetur eins og upprunalegu útgáfuna bara með íslenskum texta og það hefur í för með sér að við fáum ekki lengur að heyra upprunalegu útgáfuna í útvarpinu, bara eftirlíkinguna. Dæmi: Kim Larsen, Pia Raug og Poul Dissing svo nokkrir séu nefndir.
Heidi Strand, 8.6.2008 kl. 10:03
Sammála og ósammála, allt í fína að syngja á íslensku, gott mál að syngja á ensku, það sem skiptir mestu máli er: Á hvaða máli er lagið samið? Iðulega hörmung að heyra þýðingar.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 10:04
Ég var búin að svara hverju einasta ykkar og svo missti ég athugasemdina mína út í cypertómið. Arg. Trúið mér, það hefur hver og einn hér nokkuð til síns máls. Það verður að duga, nenni ekki að slá allri rununni inn aftur.
Þar fór heimurinn á mis við mikla speki í athugasemdakerfinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 10:16
Þetta gerðist hjá mér fyrir 2-3 dögum, Jenný... MJÖG langt svar til allra í athugasemdakerfinu hvarf af því ég smellti óvart... eða eitthvað. Og ekki í fyrsta sinn!
Spurning um að biðja blog.is um að leyfa manni að vista uppkast af athugasemdum, a.m.k. á eigin síðu...
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.6.2008 kl. 10:28
HL: Af hverju getur maður ekki vistað? Reyndi það einmitt en ekkert gekk. ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 10:35
Veit ekki af hverju ekki er hægt að vista uppkast af athugasemdum eins og færslum. Sá möguleiki er bara ekki fyrir hendi og spurning hvort hægt sé að búa hann til.
Við sendum bara fyrirspurn til blog.is...
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.6.2008 kl. 10:39
Endilega!
Heidi Strand, 8.6.2008 kl. 11:16
Let´s do it.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 11:38
Jenný: Þú hefur betra vald á textanum og tungumálinu en margur annar á þessum vettvangi.
Þess vegna bendi ég þér á að við tönglumst ekki á neinu.
Við tönnlumst.
B. kv.
Árni Gunnarsson, 8.6.2008 kl. 11:47
Búin að senda fyrirspurn, sendi þér hana í tölvupósti (og Heidi líka). Vonandi kemur eitthvað út úr þessu ef þetta er hægt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.6.2008 kl. 12:04
Hressilegar umræður hér í gangi, var einmitt að pæla í þessari frétt í gær. Hvert lag á sitt tungumál og þýðingar geta verið hryllilegar. Eigðu ljúfastan dag
Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 12:19
Mér finnst fáránlegt að setja tónlist í þennan "íslenska fyrir Íslendinga" flokk. Tónlistin sjálf er alheimstungumál (svo ég grípi til klisju) og fólk á að semja texta við tónlist á því tungumáli sem það vill og fílar. Og ekki orð um það meir!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 12:22
Ég ætla bara að taka undir þetta,.....tónlist má bara alveg syngja á hvaða tungumáli sem er. Bubbi er góður í því í að syngja á íslensku, sömuleiðis Sálin, Nýdönsk og fleiri góðir. En ég er hræddur um að nýja tónlistarhúsið dugi ekki fyrir ælunni þeirri sem ég spúa yfir því þegar verið er að snúa textum yfir á íslensku.
Björgvin Halldórsson er reyndar ágætur í því að taka ítölsk lög og semja eða láta semja íslenska texta við þau. En það eru ekki þýðingar, það er bara nýr texti við lög sem eru í mörgum tilfellum ekki þekkt hérna heima sem ítölsk.
Steini Thorst, 8.6.2008 kl. 12:45
Við tönglumst víst á hinu og þessu. Haltu því bara áfram að tönglast á því sem þér dettur í hug Jenný . Úr því að Orðabók Menningarsjóðs leyfir manni að tönglast jafnt sem tönnlast þá hlýtur það að vera í lagi. Ég er alin upp við að segja "tönglast".
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 12:45
Guðmundur: Ég líka, alltaf sagt tönglast.
Árni: Takk fyrir falleg orð.
Þorsteinn og Anna: Sammála.
Ásdís: Sömuleiðis.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 13:01
Takk Lára Hanna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 13:01
Dúa: Auli
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 13:45
Góður punktur hjá þér Jenny.
Mér finnst stundum þegar er verið að þiða einhver lög af ensku yfir á íslensku hrein mistök,mér finnst einnig að tónlistarmenn eigi bara gera þetta eins og þeim hentar best íslenka eða enska skiptir ekki máli ég hlusta á flest allt.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 8.6.2008 kl. 13:48
Það var skemmtilegt að lesa viðtalið við Andreu í mogganum í dag.... eða var það í gær?.... ég las það allavega í gær. Mjög skemmtileg kona.
Er sammála þér, Zeppelin þýðir maður einfaldlega ekki á íslensku, það er bara þannig!
Lilja G. Bolladóttir, 8.6.2008 kl. 16:41
P.s. er líka búin að vera að lenda í þessu undanfarið, þ.e. að færslurnar mínar hverfi, bæði bloggfærslurnar og athugasemdirnar, bara ógeeeðððssllega pirrandi.
Lilja G. Bolladóttir, 8.6.2008 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.