Leita í fréttum mbl.is

Lygarar

netris070200021 

Stundum eru búllsjittið í auglýsingum svo gengdarlegt, fullt af lygi og stenst ekki skoðun, að ég trúi vart mínum eigin augum.

Meira að segja minn uppáhalds snyrtivöruframleiðandi tekur þátt í lyginni.  Þá er ég að tala um Estee Lauder.  Og fleiri og fleiri.

Um daginn keypti ég mér rakakrem.  Það heitir "anti-wrincle".Halló!  Veit ekki hvert barn að öldrun er eðlilegur hlutur sem ekkert krem kemur í veg fyrir hrukkur?

Og allir maskarnir, og hin kremin, ágæt fyrir sinn hatt en ég trúi því ekki að það sé leyfilegt að lofa kaupandanum hrukkuhvarfi, sléttri húð á háls, uppgufaðri appelsínuhúð og ég veit ekki hvað og hvað.

Og blettaeyðarnir.  Jesús minn.  Ég fell alltaf fyrir svona ódýrum lausnum eins og sprauta á blett, setja í þvott og fyrir galdur er fargins bletturinn horfinn að eilífu amen.  Gerist ekki. 

Og hvað varðar auglýsingarnar þar sem konurnar setja viðbjóðslega moldugar og feitar flíkur í vélina og út úr kemur klæðið spikk og span.   Þetta er ekkert annað en fölsun á raunveruleikanum, gott fólk.

Ég er eiginlega búin að ákveða að taka mig til og fara í mál við hársnyrtivöruframleiðendur hvar sem til þeirra næst.  Þeir pirra mig mest.

Glansandi hár, flösulaust hár, líflegra hár, þykkara hár og svo öll sjampóin sem eiga að vera svo vítamínbætandi að hárið á að vaxa eins og mother-fucker.  

Það hlýtur að vera auðvelt að súa sjampó- og næringarframleiðendum.  Sápa í mismunandi litum flöskum er ekki að gera kraftaverk.  Hún hreinsar hárið og það er persónulega það eina sem ég er að sækjast eftir.  Hvorki meira né minna.

Vinkona mín fékk flösu í fyrra.  Já ég veit það, hreint skelfilegt enda fór hún ekki út úr húsi, hætti að vinna og allt.  Eða nærri því, ýki smá.  En sjampóið sem hún notaði og er sérstakur flösumorðingi, samkvæmt framleiðenda, jók flösuna þannig að það voru heilu hrúgurnar sem komu á gólfið í hvert skipti sem hún hreyfði sig ögn.

Njet, ég nenni ekki að láta ljúga að mér lengur.  Ég fer í mál.  Dúa vinkona mín getur alveg dundað sér við að vera lögfræðingurinn minn, eða frumburðurinn, eða systir mín, eða systurdóttir mín.  Hm.. er það nema von að ég sé biluð.  Allt löðrandi í lögfræðingum í kringum mig.

Bímægestsúmítú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú getur allavega sett málið í dóm elskan!

Edda Agnarsdóttir, 3.6.2008 kl. 15:29

2 identicon

Ég nota þetta snyrtivörumerki.Og er með hrukku sem er eins og Miklagljúfur í USA,á milli augnana.Ég þarf ekki lögfræðing heldur Bótox .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Um að gera að stefna þessum andskotum sem ljúga að blásaklausu fólki kinnroðalaust. Þú virðist vera með lögfræðina í lange baner svo það eru hæg heimatökin.

Helga Magnúsdóttir, 3.6.2008 kl. 15:39

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góð hvíld frá ísbjarnarblúsnum! .. 

Þetta kremaogsnyrtivörusvindloglygidæmi minnir mig á brandarann um konuna sem sagðist vera með  eina hrukku og hún sæti á henni.  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.6.2008 kl. 15:43

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

persónulega finnst mér ad thad ættu ad vera "auglýsingaløg" um ad thad MEGI EKKI LJÚGA i auglýsingum...fæ stundum alveg ræpu yfir thessu helvitis kjaftædi sem bodid er uppá i auglýsingum og svo stenst ekki steinn yfir steini.. já bara SÚ THEM SKO!

eigdu gódan dag.

María Guðmundsdóttir, 3.6.2008 kl. 15:43

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

....í þessum efnum verð ég alveg trúlaus og trúi ekki orði sem birtist í svona auglýsingum. Sit bara og hugsa hvað fólk er mikið fífl að halda að við trúum því að hárið okkar muni glansa eins og eftir gott bón ef að við notum ákveðna sjampótegund! Við sjáum aldeilis í gegnum þetta !

Sunna Dóra Möller, 3.6.2008 kl. 16:26

7 Smámynd: Signý

Ég er nú ennþá svo blaut á bakvið eyrun og ég næstum því skammast mín fyrir að segja það, en það er als ekki langt síðan sem ég hélt að það væri bara til sjampó og svo hárnæring.

Það er als ekki langt síðan ég áttaði mig á því að það væri til sjampó fyrir alskonar hár... þurrt, feitt, flösu og meira að segja sjampó eftir litnum á hárinu á manni. Uppgötvaði þetta í miðjum stórvörumarkaði og mér fannst það svo mögnuð uppgötvun að ég leit út svona eins og ég hefði bara verið að uppgötva tilgang lífsins.

En ég held áfram að kaupa bara eitthvað... og er mjög sátt ef það er sjampó en ekki hárnæring.. ég vil frekar fara í mál við sjampóframleiðendur fyrir að hafa hárnæringarbrúsana nákvæmlega eins og sjampóbrúsana, það er ekki fyrir lesblinda að ætla sér að lesa hvort er hvað!... Það er nefnilega ekkert meira óþolandi en að komast að því að það sem maður er að klína í hausinn á sér freyðir ekki!

Signý, 3.6.2008 kl. 16:33

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vildi óska þess að ég ætti allar þær krónur sem ég er búin að spandera í you name it!  Og asskotakornið ,ég hef ekkert lært er enn að kaupa allt sem heitir eitthvað lifting! Og bíð svo spennt í viku en ekkert gerist, verð bara hrukkóttari og ergilegri.

  Er ekki bara best að snúa sér að Nivea, ja amma mín notaði það eingöngu og ég man ekkert eftir hrukkum í hennar andliti.  Slétt eins og ungabarn fram á grafarbakkann.  Ég meina það!!!! 

Ía Jóhannsdóttir, 3.6.2008 kl. 16:52

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef sem betur fer ekki eytt miklum fjármunum í andlitið á mér, mála mig sjaldan og aldrei trúað nógu vel á þessi undrakrem og svo hafa þau líka alltaf verið of dýr fyrir mína buddu.   ég verð örugglega bara fallegt gamalt hrukkudýr.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 17:05

10 Smámynd: Linda litla

Það er allt fullt af vörum sem iega að gera einvherja töfra. Og alveg ótrúlegt hvað fólk er að trúa þessari vitlaysu, er alveg sammála þe´r með þvottinn, í auglýsingum sér maður skælbrosandi konu setja flík (sem upphaflega var hvít) sem er búið að maka á tómatsósu, fitu, drullu og bara alls konar jukki ofan í vatn með einhverju töfraefni og 5 sekúndum seinna dregur konan flíkna upp og hún er hvítari en hvítt. Það er ótrúelgt hvað fólk lætur gabba sig, ég man ekki hvað þetta efni heitir en það er minnir mig bleikar umbúðirnar. Ég nota nú bara neutral þvottaefni.... ó mæ gooood hva ég er hallærsileg, hlýt að ganga í  blettóttum fötum.

Linda litla, 3.6.2008 kl. 17:56

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Liggur við að ég biðji Signýjar, verð alltaf skotin í konum með skynsama sýn og með "hreinar línur"!

En gellan þarna Ásdís bloggtoppur var nú að mæla mæla köld með einhverju súrefniskremi sem sléttaði á henni hitt og þetta eftir barnsburð! Og er hún ekki "Milljón dollara beibí" með bein í nefi!?

Annars mæli ég nú með heimsókn til góðs og viðurkennds fegrunarlæknis, ef þið allar annars gullfallegu stelpurnar hérna hafið á annað borð áhuga á að losna við hrukkur kringum augun, poka undir þeim, lyftingu eða einhverju slíku.

Margborgar sig frekar en öll krem og undirhúðarsprautugutl!

En Nivea er ásamt Atrix gott til síns brúks.

Magnús Geir Guðmundsson, 3.6.2008 kl. 23:08

12 Smámynd: Tiger

Óprúttin sölumennska er þetta eiginlega - en jú - þetta virkar - fyrir þá sem auglýsa, enda kaupum við alltaf allt sem er auglýst. Að sjálfsögðu erum við ætíð vitur eftirá - og kaupum ekki sama draslið aftur - er það nokkuð? Æi, veit ekki sko ...

Tiger, 3.6.2008 kl. 23:20

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gleymdi því áðan, en finnst að þennan fína brandara hafi ég heyrt hina miklu kjarnakonu Þuríði Sigurðardóttur, en hún hefur nú ekki kallað allt ömmu sína blessunin!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.6.2008 kl. 23:25

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

heyrt hana SEGJA, átti auðvitað að standa þarna!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.6.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987324

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband