Leita í fréttum mbl.is

Leiðinlegasta lagið?

Ég er að mörgu leyti fegin að vera ekki að drukkna í peningum.  Hugsið ykkur allan tímann sem fer í að gæta hagsmunanna.

Yoko dúllan, er með fólk í fullu starfi við að fylgjast með að heimsbyggðin sé ekki að stela tón frá Lenna en ég er viss um að honum er slétt sama þar sem hann svífur í óendanleika alheimsins og er örugglega orðinn að rafmagni.

Einhver notaði Imagne í bíómynd án leyfis og kerlan fór í mál.

Ég skil ekki hvernig hún nennir þessu. 

Stendur ekki í ljóðinu: "Imagne there is no possesion it´s easy if you try"?

Það er greinilega ekki svo auðvelt að slaka á yfir öllum milljónunum.

En burtséð frá því, þá er ég búin að vera á fullu í allan dag.

Versla, og versla og svo versla og svo horfði ég á tvær bíómyndir í einni strikklotu.  Já ég veit það, skömm aðessu.

En þið eruð ekkert minna en frábær.

Og því spyr ég (af því nú er ég komin á skrið, hvaða lag er leiðinlegasta lag sem þið hafið heyrt.

(Bannað að nefna "Þú villt ganga þinn veg" og "Nína og Geiri".

Komasho.


mbl.is Yoko Ono tapar máli gegn kvikmyndaframleiðendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný!! vott is góing on?? Það er ég sem hef löggildingu á að vera þunglynd, manstu? Það var ég sem ég gekk í gegn um skjálftann? Eða ok ekki gekk.........

Allavega hvaða hvaða.... leiðinlegasta þetta og leiðinlegasta hitt...... hvað varð um skemmtilegasta ever?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Heyrðu... ég tek undir með Hrönn eins og svo oft áður upphátt og í hljóði. Kýs frekar að fjalla um skemmtilegasta ever!

Annars las ég mig í gegnum allan athugasemdafjöldann í síðustu færslu til þess að gá hve margar af þessum leiðindamyndum ég hefði þýtt og sá þrjár. Nefni ekki hverjar þær voru, en þar er ekki sú nýjasta hroðamynd sem ég þýddi og er nýbúið að sýna á minni stöð. Vonandi sá hana enginn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.6.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Signý

Það sem enginn sér - Daníel Ágúst í júróvisjón eitthvert árið... áttatíuogeitthvað... Það er leiðinlegasta lag sem komist hefur í útvarp ever! Ég verð bara sorgmædd á að hugsa um það...og þunglind þegar ég fatta það að ég kann hvern einasta tón í laginu...

Signý, 3.6.2008 kl. 01:26

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég fæ flogaköst og löngun til að hlaupa fyrir björg þegar ég heyri í kántrí kóngi íslands...Hallb....nei get ekki einu sinni skrifað nafnið...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.6.2008 kl. 01:44

5 identicon

Hún er að öllum líkindum ekki að lögsækja fyrir pening heldur því það er verið að nota lagið í mynd þar sem öfgafólk reynir að gera lítið úr vísindum og rökréttri hugsun.

Ætli hún muni ekki bara betur eftir öðrum hluta lagsins, "and no religion too". 

Þetta er allt frekar augljóst ef fólk hefði fyrir því að kíkja á um hvaða mynd er verið að ræða.

Það er samt auðvitað auðveldara að væla fyrst, athuga svo. 

sbs (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 01:49

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég tek sko undir með Hrafnhildi.... ætli "Komdu í Kántríbæ" nálgist það ekki mjög mikið að vera leiðinlegasta lag ever.... annars erfitt að nefna eitt þegar maður fer að hugsa.

Get líka verið jákvæð, því ég man eftir fulllt, fullt af skemmtilegum...

Lilja G. Bolladóttir, 3.6.2008 kl. 02:13

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei.....Hallbjörn er ekki leiðinlegur........

Hólmdís Hjartardóttir, 3.6.2008 kl. 02:57

8 identicon

Sæl Jenný,

Svona í gamni tek ég undir það hjá þér  að það var mikil fart á ykkur í dag,þú með fullt fangið hálf hlaupandi á eftir  húsbandinu um leið og þú talaðir  hratt við hann á ská aðeins upp á við til hans eins og á að vera  út úr Smáralindinni í dag en ég var á leið inn ,Já svolítið "SPAN".

Vonandi var þetta skemmtilegt "shopping".

Hafið þið það sem best.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 03:11

9 Smámynd: Hulla Dan

Imagne með Lennon er án efa besta lag (texti) allra tíma. Að mínu mati allavega.

Þú nefnir sjálf lagið með Einari Áttavilta sem leiðinlegasta og þar er ég obboðslega sammála þér.
Næst leiðinlegasta er Pálína með prikið... Get orðið óð þegar ég heyri það, auk þess sem ég er með það á heilanum í ca 3 vikur á eftir.

Góðan dag til þín.

Hulla Dan, 3.6.2008 kl. 06:03

10 identicon

ALLT með Celine Dion, fæ alltaf svona rosalega þunglyndistilfinningu þegar ég heyri hana. Byrja að bora í nefið, geispa og blístra til skiftis!

Egga-la (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 06:06

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Fæ alveg gubbu thegar Hallbjørn byrjar...sama hvada lag thad er  fæ svo gyllinædi ef ég kemst ekki burt medan hann hljómar thvilikur hryllingur bara

María Guðmundsdóttir, 3.6.2008 kl. 07:02

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn bara, man ekki eftir neinu leiðinlegu í dag

Jónína Dúadóttir, 3.6.2008 kl. 07:35

13 Smámynd: Linda litla

Ég held að það leiðinlegasta og pirraðasta lag sem ég hef heyrt sé kartöflulagið sem að Árni Johnsen syngur, ég hreinlega þoli það ekki. En "þú mátt ganga þinn veg...... osfrv" er MJÖg leiðinlegt en samt sem áður finnst mér það "fyndið" leiðinlegt, það er eiginlega meira hallærislegt.

Linda litla, 3.6.2008 kl. 08:22

14 Smámynd: Laufey B Waage

Merkilegt hvað maður fyllist miklum unaði í hvert sinn sem maður heyrir Lennon sjálfan syngja Imagne. Fæ mig bara ekki til að rifja upp leiðinlegt lag í augnablikinu (þú hefur ekki fundið Ég vil ganga minn veg á YouTube? )

Laufey B Waage, 3.6.2008 kl. 09:20

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko þið þarna Lára Hanna og Hrönnsla: Maður hlustar á skemmtilegu lögin og horfir á skemmtilegu myndirnar en maður TALAR um leiðinlegu myndirnir og lögin, af því það er svo skemmtilegt.  Aular

Þórarinn: Almáttugur, missti ég af einhverju.  Þekkjumst við? Gaman að hafa hitt þig svona ómeðvitað

Hallbjörn er svo halló að hann hefur gert sig að listformi.

Og svo höldum við áfram.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 09:22

16 identicon

Það er lag með Stefáni Hilmars sem ég man ekki hvað heitir. Hann syngur um lítinn dreng og það er svo yfirþyrmandi leiðinlegt að ég flýti mér að slökkva á því þegar það heyrist, - og ekki meir um það. Bestu kveðjur.

Kristjana Leifsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:35

17 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nefndu bara eitthvert laga Leonard Cohen og ég skal kvitta upp á leiðindi þess.

Brjánn Guðjónsson, 3.6.2008 kl. 09:52

18 Smámynd: Ransu

Þemalag Titanic með Celine Dion (man ekki hvað það heitir).

Ransu, 3.6.2008 kl. 10:28

19 Smámynd: Garún

Öll lög með Phil Collins.   Ég ÞOLI HANN EKKI

Garún, 3.6.2008 kl. 10:35

20 Smámynd: Ragnheiður

Kartöflulagið með Árna Johnsen

Ragnheiður , 3.6.2008 kl. 10:35

21 identicon

Ég skrifa þér, Sigurgeir, ég þoli ekki Nonna meir og því fer ég burt úr sveitinni... Sagan af Nínu, Nonna og Geira tíu árum síðar. Nei ó, það var skemmtilegasta Man einhver með hverjum það var? Upplyftingu kannski? Væri gaman að heyra það einhvern tímann í úbartinu, elska svona bullhúmor.

Leiðinlegasta? Allt með Todmobile samanlagt.

Bidda (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 10:36

22 identicon

Kartöflulagið hans Árna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 10:36

23 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Jón er kominn heim var og er algjör hryllingur og allt sem Árni Johnsen kemur nálægt.

Helga Magnúsdóttir, 3.6.2008 kl. 10:52

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kartöflulagið hans Árna er svo vont að það er orðið gott.

Bidda: Góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 10:53

25 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst ég svo oft heyra verulega vond lög....þau renna innum eitt og út um hitt...ég er búin að sitja hér fyrir framan tölvuna núna í góðar 10 mín og reyna að muna eftir leiðinlegasta lagi evver....það bara kemur ekkert upp í hugann ! Það hlýtur að vera svo leiðinlegt að ég neita að muna eftir því hvaða lag það er !

Sunna Dóra Möller, 3.6.2008 kl. 11:14

26 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hef aldrei skilið hrifninguna á laginu Traustur vinur. Þá er ég að tala um lagið, ekki textann. Allt með músíkmorðingjanum Celine Dion og stöllu hennar Maríu Carey ... já, og vini þeirra Kenny G ... slíka tónlist þoli ég illa. Allt kántrí nema Baggalúts þoli ég ekki. Af nógu að taka svo sem. Upptalningin er reyndar lengri ef þú spyrð um skemmtilegustu tónlistina. Knús í bæinn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.6.2008 kl. 14:50

27 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

sko undanskildi textann í Traustur vinur af því að ég hlusta aldrei á texta. Það er tónlistin sem blívur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.6.2008 kl. 14:51

28 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Trautur vinur leiðinlegt og væmið.

Dion og  Carey og Kenny G og fleiri hávaðafrömuðir; ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 15:29

29 identicon

Man ég ein eftir plágunni "BayCityRollers"?

Sléttgreiddir skoskir piltar sem splæstu þjóðernisköflóttu neðan á ermar og skálmar og emjuðu lög eins og "Mañana" og eftirfarandi

Þeir fóru með píkupoppið í nýjar áður óþekktar víddir!

ATH! Ekki fyrir börn eða viðkvæma!

Linda María (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:23

30 identicon

 http://www.youtube.com/watch?v=7O7zZDNBKks&feature=related

Linda María (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.