Fimmtudagur, 29. maí 2008
Litla húsið í fjallinu
Alltaf þegar ég keyri fram hjá Ingólfsfjalli verður mér starsýnt á litla sumarhúsið sem stendur innan um alla grjóthnullungana. Það eru sennilega fleiri en ég sem hafa hugsað með sér að þetta sé bilaður staður fyrir sumarhús. Við veginn, við fjallsræturnar á milli grjóthnullunga í fjallinu. En þetta er rosalega krúttlegt hús og sænsk vinkona mín heimtaði að stoppa einu sinni þegar við keyrðum þarna um, til að festa fyrirbærið á filmu.
Bústaðurinn slapp í dag. Er það ekki klikkað?
Og er það ekki enn klikkaðra að ég skuli hafa verið við það að leggja af stað í Þrastarlund til að fá mér kaffi, þegar sá stóri reið yfir? Það er ekki eins og ég sé flengjandi mér austur fyrir fjall, svona almennt og yfirleitt.
En ég fór ekki fet.
Það er auðvitað þvílíkt lán og lukka að enginn skyldi slasast alvarlega í þessum skjálfta sem reið yfir. Hreinlega ótrúlegt.
Vildi ég búa fyrir austan fjall?
Nebb, ég held ég láti það meira að segja eiga sig að kíkja í heimsókn á næstunni.
Svo sendi ég baráttukveðjur til þessa fólks á suðurlandi sem enn og aftur hefur lent í bálillri móður náttúru.
Guði sé lof fyrir að líkurnar á stórum eftirskjálfta hafa minnkað töluvert.
Þessi dagur verður í minnum hafður.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Samgöngur, Vefurinn, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 2987182
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Við töluðum einmitt um þetta hús í vinnunni í dag. ég held að hvert einasta mannsbarn sem þarna hefur einhvern tíma keyrt um, hefur furðað sig á fyrirbærinu.
Já það er sko mildi að ekki fór verr, þó að margir séu í sárum út af heimilunum sínum.
Knús á þig kona. Afhverju átti að æða austur í dag?
Jóna Á. Gísladóttir, 29.5.2008 kl. 23:03
Hugarfluga, 29.5.2008 kl. 23:12
Ég bjó í Hveragerði í 2 ár fór þaðan fyrir 14 árum síðan...var lengi vel að spá í að búa á Selfossi, þarna er mjög fallegt og gott að vera...og Guði sé lof að það slasaðist enginn alvarlega í dag...ég var þarna þegar síðasti stóri skjálfti var....17 júní og það var vægast sagt óþægilegt.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.5.2008 kl. 23:13
Knús á þig, ég læt ekki þetta stoppa mig ef ég ætla austur
Ragnheiður , 29.5.2008 kl. 23:14
Ég las á blogginu hennar Hrönnslu að hún hafi farið í kaffi í Þrastarlund og þegar veðrið var svona ljómandi í dag fékk ég þessa brilljant hugmynd að plata húsband með mér í smá bíltúr. Ég var að klára að kæfa mótmælastunu frá honum með ofbeldi þegar sá stóri kom
Já, stelpur, langar ekki mikið þarna núna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 23:16
Ahhhrrrg Ekki meir.... Og ég sé að Jóna sem bauð mér í english breakfast og hætti svo við er kominn í já hjörðina eina ferðina enn.
Loopman, 29.5.2008 kl. 23:17
Loopman: Pirringur þinn er dásamleg skemmtun, eða réttara sagt þinn pirringur er krúttlegur. Ég fæ alveg gleðitilfinningu yfir að geta um ókomin ár bloggað þig til ólífis.
Og hvaða fuckings jákór? Eru ekki allir í krúttkasti yfir litla sæta húþinu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 23:20
Mig minnir að ævintýrið myndfezda af Óskari um 'Gilitrutt' tengist þessu húsnæði á einn eða annann hátt.
Ég játa að hafa keypt hús í 'Hördígördí' sjálfur, & látið auðveldlega fara, enda ekki síðasti hjarðdýrsgripurinn eiginlega.
Steingrímur Helgason, 29.5.2008 kl. 23:51
Sigrún Jónsdóttir, 29.5.2008 kl. 23:58
Ég fór aðeins að hugsa um þetta í dag hvað hefði gerst ef þessi skjálfti hefði orðið einhversstaðr annars staðar í heiminum t.d í Asíu eða S-Ameríku. Það hefði allt saman straujast niður á sekúndubroti, þarna sannast það hvað við erum heppin og líka hversu traust húsin okkar eru! Þótt öðru máli gegni um innanstokks muni :(
Snooze, 30.5.2008 kl. 00:00
Ég átti heima á Hellu þegar skjálftinn var 2000, þá urðu sem betur fer engin slys. Þar sem að það var 17 júní voru allir úti á hátíðarhöldum. Ég finn til með þessu fólki fyrir austan, veit hvernig skelfingin er. Fólk gjörsamlega panicast rosalegt. Sem betur fer þá komu dóttir mín og ömmustrákur til mín í morgun, annars eru þau á bæ rétt fyrir ytan Selfoss.
Linda litla, 30.5.2008 kl. 00:32
ohh mér finnst húsið svo sætt Hefur oft langað að stoppa og kíkja, held að það sé svaka góður andi þarna, veit ekki afhverju . hehe
HAKMO, 30.5.2008 kl. 01:01
Sagan segir að það séu verndarálög á þessu húsi. - Vegna þess að fyrrverandi ábúandi hafi hjálpað huldukonu í barnsnauð - og hún þakkað svona vel fyrir með því að vernda þennan stað. - Svona heyrði ég söguna þegar ég var lítil. - Og mér finnst þetta góð saga - Ég efast þó um að ég mundi þora að gista akkúrat þarna.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 01:30
Ég skoða alltaf litlu bæina sem eru þarna í nágrenni litla sumarbústaðsins. Fólkið sem á hann er búið setja fallega litla bóndabæi við marga steinana í nágrenninu. Oft hef ég líka undrast hvernig fólkið þorir að vera þarna, milli stóru bjarganna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.5.2008 kl. 01:55
Það hafa spunnist margar sögur um þetta hús Jenný. Ein er sú að maður einn hafi byggt húsið fyrir tengdamóður sína sem hann átti í einhverjum erjum við.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.5.2008 kl. 01:57
Ég elska þetta hús!!! Mér verður alltaf starsýnt á það þegar ég keyri fram hjá og ég nánast heyri álfahláturinn í steinunum í krin.... þótt ég sé ekki einu sinni álfatrúar. Þetta hús virðist bara sem klippt út úr einhverri álfasögu.
Og þegar við sátum yfir fréttunum í kvöld, rataðist syni mínum rétt á munn þegar hann sagði: "Mamma, það er bara eins og þetta hús sé heilagt að einhverju leyti, eins og einhver verndarhjúpur sé í kringum það...."
Og svei mér, ef ég er ekki sammála honum. Ég myndi alveg þora að gista þarna, því meira kósý stað get ég ekki í fljótu bragði séð fyrir mér....
Lilja G. Bolladóttir, 30.5.2008 kl. 04:01
Já margar sögur hafa spunnist um þetta hús ein er sú að maðurinn sem hefði átt það hefði unnið á Litla Hrauni og byggt það vegna þess að hann kunni svo vel við sig í Hrauninu.
Annars hlýtur að vera álfabyggð þarna og þeir vernda sína vini, það vitum við.
Kveðja inn í góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 30.5.2008 kl. 07:11
Ferlega krípí staðsetning á þessu húsi.Annars hélt ég að sá ljóti væri kominn að sækja vin sinn hann Gvend og frú í látunum . (Byrgishjónin)
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 09:16
Ég held að ég hafi alltaf orð á staðsetningu þessa húss þegar ég keiri þarna um en mér finnst þetta samt flott staðsetning...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 30.5.2008 kl. 09:25
Góðan dag....! Merkilegast finnst mér að þetta litla hús hafi sloppið....alveg stórmerkilegt...!
Sunna Dóra Möller, 30.5.2008 kl. 09:30
Hef einmitt oft horft á þetta hús þarna í grjótinu. Kannski er svo mikið af grjóti í kringum það að hættan er ekkert svo mikil...eða kannski ekki. Ég vildi allavega ekki eiga þennan sumarbústað.
Steinn Hafliðason, 30.5.2008 kl. 09:55
já það er málið
Bjarni (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 22:48
Það er gaman að lesa allar vangavelturnar um bústaðinn minn undir Ingólfsfjalli. Ég er búin að eiga þennan bústað í 16 ár, og það er alltaf jafn gott að vera þar. Það vill nú svo til að ég var í bústaðnum þegar að ósköpin dundu yfir, hávaðin og lætin voru ólýsanleg og jörðin hennti manni bókstaflega til og frá. Það var skrítin tilfining að heyra björgin riðjast niður fjallshlíðarnar, og vita ekki hvort að maður kæmist heill á húfi niður á veg. Maður er svo vanmáttugur gagnvart náttúruni. Frænka mín var með mér, og ætluðum við frænkurnar að eiga rólegan og góðan dag saman í góða veðrinu og kyrðini, en raunin varð önnur. Álfarnir hugsa um sína á meðan að við tökum tillit til þeirra, allavega mínir álfar. Ég á eftir að vera í bústaðnum mínum áfram, þó að það eigi kanski eftir að vera smá beigur í mér um sinn. Það er hvergi betra að vera þetta er alger paradís. Er þó ekki viss um að frænka mín komi með mér þangað aftur, allavega ekki í bráð. Kveðja: Kolla
Kolla (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.