Fimmtudagur, 29. maí 2008
Gjörningaveður
Gjörningar eða "happenings" er skemmtilegt listform. Ég hef aldrei séð þann gjörning sem ekki hefur hreyft við mér á einhvern hátt. List í augnabliksins hugnast mér vel.
Og nú ætla atvinnubílstjórar að vera með gjörning niðri við Alþingishús. Reyndar er gjörningurinn fyrirfram leikstýrður og allt það, en gjörningur er það samt.
Það er húmor í þessu og skýr skilaboð líka til ráðamanna. Jóhanna fær rósir, hinir líkkistur. Ég hefði nú persónulega haft öskuker vegna ummáls líkkistnanna, en ég stend ekki fyrir þessu.
Jóhanna á allar rósir heimsins skilið, þó ekki væri fyrir annað en hversu sönn hún er og samkvæm sjálfri sér.
En..
það er galli á gjöf Njarðar, hvað mig varðar, þegar bílstjórarnir eru annars vegar.
Ég stóð með þeim alveg þangað til þeir fóru að kalla fram í á Alþingi og heimta forgang fram yfir fólk í neyð úti í heimi.
Akraneshugmyndafræði Frjálslynda flokksins er engum til framdráttar og þeim og öllum sem hana stunda til vansa. Ég er að pirringsjafna hérna svo ég held mig á lýsingaorðamottunni.
Auðvitað mæti ég ekki í jarðaförina, en ég óska þeim góðs töffurunum á trukkunum.
En þeir settu niður sína næstsíðustu kartöflu í mínum garði með því að heimta forgang yfir fólk í sárri neyð.
Lélegur stíll.
Fyrst og fremst táknræn athöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
bara smá leiðretting. Gjörningur (Performance) sem listform er leikstýrður fyrirfram ákveðinn viðburður sem á að baki sömu hönnunarvinnu og önnur listaverk. Hann er unnin eftir handriti listamannsins og fylgir því á meðan framkvæmdur er. Uppákomur (Happenings) er annað, eða spontant viðbragð við umhverfinu hverju sinni þótt unnin sé út frá einhverri grunhugmynd þá er ekki lagt af stað með handrit heldur spunnið á´staðnum. Það orkar tvímælis að heimfæra gjörð vörubílstjóra í listform. Það sem þeir eru að gera eru táknræn mótmæli og góð sem slík.
thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:54
Ég er alveg sammála þeim með að Jóhanna hefur ein unnið fyrir fólkið í landinu, ég hins vegar kemst ekki með þeim í dag.
Ragnheiður , 29.5.2008 kl. 10:54
Þóra: Þetta veit ég, hefði getað sagt þetta betur. Takk fyrir.
Ragnheiður: Fólk treystir ennþá Jóhönnu, það er rétt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 11:12
Uppákomur er orðið Þóra, takk aftur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 11:12
Ég bara skil ekki af hverju mótmæli bílstjóra beinast ekki gegn olíufélögunum?? Þeir misstu líka stuðning margra með því að vera fylgjandi Akranes hugmyndafræðinni...þar á meðal minn...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.5.2008 kl. 11:17
Krumma: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 11:20
Sammála ykkur hér að ofan og Jóhanna hefur staðið sig vel, enda afar einlæg og heil kona, verst er að hún skuli ekki ráða meiru.
Jenný mín fyrirgefðu langlokuna á síðunni þinni í gær, er bara ein af þeim sem á erfitt með að þegja stundum, eða eiginlega alltaf þegar einhver segir mig meina annað en ég segi.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2008 kl. 11:41
Það er ekkert að því hafa skoðanir á innflytjendamálum og því síður að hafa þær skoðanir að valdhafar eigi taki til heima hjá sér þegar þörf þykir á. Það má ekki útmála alla sem tala í þá áttina sem rasista.
Ég vil benda öllum á að það er enginn skortur á sorgarsögum í íslensku samfélagi. Ég les um þær reglulega og því miður orðið vitni að þeim líka, eins og flestir væntanlega. En ef fólk vill setja einhverja mælistiku á mannlega þjáningu þá er án efa hægt leita út fyrir landsteinana til að finna ýmsar hörmungar sem við Íslendingar þurfum sjaldan eða aldrei að upplifa.
Kjarni málsins er að yfirgefa ekki góðan og réttlátan málstað þó að málflutningur af einhverju tagi skarist við einhvern annan betri og réttlátari (að einhverra mati) þó svo að málin tengist ekki á nokkurn hátt. Þetta er alltof ríkt í íslenskri þjóðarsál og mér finnst það ömurlegt, því það brýtur niður samstöðu almennings.
Margir eru orðnir eldklárir í að ala á slíkri sundrungu ég er orðnn þreyttur á að alltof margir falli í þessa gryfju. STYÐJUM BÍLSTJÓRANA OG LÁTUM EKKI ENDALAUST SLÁ RYKI Í AUGUN OKKUR.
Bergur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:53
Ég tók sérstaklega eftir þessu með rósirnar til Jóhönnu, hún á þær vel skilið þar sem hún virðist vera eina manneskjan í þessu ráðaliði sem lætur sig hlutina varða.
Huld S. Ringsted, 29.5.2008 kl. 12:29
Ég set stórt spurningamerki við þessi mótmæli. Ekki vegna þess að menn mótmæla, miklu frekar líkkistuumgjörðin. Ein líkkista kostar hátt í bensínkostnað eins fjölskyldubíls. Hverju er þá verið að mótmæla? Hvaða kosningaloforð er verið að "jarða"? Er verið að mótmæla komu flóttamanna til Akraness? Eftirlaunaósómanum? Formenn flokkana sitja eftir og klára dæmið. Álögur á eldsneyti? Eru það ekki olíufélögin sem ákveða álögur...nei, alls ekki í samráði. "Að sögn Sturlu er hópurinn ekki bara að berjast fyrir réttindum atvinnubílstjóra heldur berjist hann fyrir alla þjóðina." Nei, takk Sturla. Mér sýnist fátt sameina skoðanir okkar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:01
Gleymdi: http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/554058/#comment1430521
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.