Fimmtudagur, 29. maí 2008
Stelpukvöld - Einhvers afturendi - Arg
Þar sem ég hef farið lyklaborðshamförum hér í allan dag, í trylltum pirringsbloggum, sé ég mig knúna til að gefa aðeins í og enda kvöldið með bravör - og pirrast meira.
Ég er svo sein að kveikja, ég horfi ekki það mikið á sjónvarp að ég hafi mikla yfirsýn yfir dagskrána svona almennt, en halló, eruð þið að djóka í mér?
Stelpukvöld á Stöð 2!
Greys Anatomy, Miðillinn, Rómantískar bíómyndir. Allt af því að við erum konur. Allar með sama smekkinn. Ég er græn í framan.
Hvenær eru strákakvöldin, vilja þeir ekki líka fá útdeilingu á sérvöldu efni fyrir manneskjur með typpi?
Er það box? Pólitískar umræður? Fótbolti? Friggings íshokkí? Fjallaklifur? Halló aftur!
Konur eru eins, karlar eins. Einfalt og gott ef hugmyndafræði Stöðvar 2 væri ekki glórulaust kjaftæði.
Nú myndi ég segja upp áskriftinni ef ég hreinlega nennti að standa í því.
Reyndar ættum við að mynda þrýstihóp um málefnið við stelpurnar, heimta venjulega dagskrá sem er ekki kynhlutverkaklisjusteríótípumiðuð.
Er enginn að fá kast yfir þessu nema ég?
ARG
Annars góð. Hehe!
Gamanaðessu.
Á morgun mun ég pirringsjafna og verða eins ljúf og konurnar í dömubindaauglýsingunum. Lofa.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 00:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
"Á morgun mun ég pirringsjafna"
- óborganleg!
Góða nótt Jenný mín
Marta B Helgadóttir, 29.5.2008 kl. 00:18
Hlakka til að lesa pirringsjöfnun. Það hlýtur að verða ofurljúf og beinlínis væmin færsla eftir þessa gusu!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 29.5.2008 kl. 00:24
hvaða hvaða. Ég er kollfallin fyrir stelpudagskránni.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.5.2008 kl. 00:26
Róa sig aðeins dúlla greys eru bara góðir þættir og sofðu nú vel í nótt svo þú vaknir ópirruð á morgun bara hress og kát eins og þú ert.hehehe
Eyrún Gísladóttir, 29.5.2008 kl. 00:27
Vil hafa þig pirraða áfram Síðasta færsla var frábær
Sigrún Jónsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:30
Konudýr mitt gekk fetinu lengra, enda með sjálfstæða stórutá & sagði öllu 365 drazlinu upp, bara fyrir þessa ~kyngreinandi~ auglýzíngu & ég hágrét yfir því fyrir nokkrum færslum síðan.
Hún er líka mín uppáhalds 'femýnizdabelja' þó ekki sé verri vinstri græníngji, & framkvæmir hlutina, nennir því, stendur við meinínguna 24/7, frekar en að kúka yfir kúk í horni.
Enda elska ég hana undurheitt.
Steingrímur Helgason, 29.5.2008 kl. 00:36
Jebb...geri eins og þú, pirrast heil ósköp út í þessa fja...stelpu dagskrá en segi ekki upp áskrift.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:40
Hmm..hef aldrei haft þessa stöð og veit ekki um hvaða þætti þú ert að tala.. en hlakka til að lesa pirringsjöfnunina á morgun
Kolgrima, 29.5.2008 kl. 00:48
Pirringsjöfnun? Það hlýtur að vera lyfjatengt, ég get bara jafnað út pirringin með lyfjum eða vera í 35 stiga hita!
Edda Agnarsdóttir, 29.5.2008 kl. 01:12
Ahh, Gurrí hin spengilega sportkona með meiru á Skaga, hefur nú margoft tekið þetta fyrir, mér finnst þú nú svolítið sein að byrja fyrst nú að bölsótast!
En vel að merkja, hefur ekki tekið eftir þessu fyrr.
Magnús Geir Guðmundsson, 29.5.2008 kl. 01:36
Þú ert svo sannarlega ekki ein um að pirrast yfir þessu! Skjár 1 var einmitt að auglýsa heilt stelpusumar þar sem dagskráin virðist einkennast af einhverjum grínþáttum um feita karla og lífsleiðar eiginkonur þeirra og svo eru herlegheitin kórónuð með þáttaröð um vændiskonu í London! Ég er með brjóst og þá hlýt ég að vilja horfa á þátt sem að sýnir vændi sem skemmtilegt og gefandi starf!! Arrgggh!
Emelía (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 01:40
Hey hey, stelpur mínar, munið að næsti vinningsleikur hjá LU-kexi er handan við hornið. Þá getum við tekið gleði okkar!!
Lilja G. Bolladóttir, 29.5.2008 kl. 01:47
Ég er með lausnina á þessu vandamáli Jenný mín! Sleppa bara að kveikja á sjónvarpinu!!! Er ekki með áskrift að 365, ekki vegna þess að ég væri ekki til í það í sjálfu sér, en er svo "heppin" að búa í Hafnarfirði, þar sem íbúar áttu kapalkerfi til skamms tíma, og því engin loftnet í þessum bæ (allavega sárafá). En einhverjum snillingnum í bæjarstjórn datt í hug að selja Rafveitu Hafnarfjarðar (þjónustuaðila á kapalkerfið) til Hitaveitu Suðurnesja, og einhverra hluta vegna fylgdi kapalkerfið eins og það lagði sig með í kaupunum! Enn að velta fyrir mér hvernig þetta var hægt, og hvers vegna ekkert hefur heyrst um málið opinberlega. HS tók sig svo til og seldi kapalinn Símanum, sem innlimaði hann með pomp og pragt inn í breiðbandskerfið sitt. Þannig að til að geta séð 365 miðla þarf ég að versla við Símann, og það er bara LAAAAAAAAANGT fyrir neðan mína virðingu!
Svo lausnin, Jenný mín, er bara að slökkva á imbanum, og taka upp handavinnuna, og græja eitthvað gott á geislann!!!!
Knús á þig.
Berglind Nanna Ólínudóttir, 29.5.2008 kl. 03:22
P.S. Hlakka líka ógjó mikið til að lesa pirringsjöfnunina!
Berglind Nanna Ólínudóttir, 29.5.2008 kl. 03:23
þoli ekki svona "stelpustimplun"...við erum bara hreint ekkert allar eins og höfum ekkert allar gaman að sömu þáttunum í sjónvarpinu stórt FRUSSSSS bara...en já,bíð lika spennt eftir pirringsjöfnuninni...
María Guðmundsdóttir, 29.5.2008 kl. 07:46
Jamms, get orðið brjáluð á þessu. Hef alveg gaman af t.d. Grey´s Anatomy en það hefur sonurinn líka. Ég sit líka stjörf yfir spennuþáttum á borð við Shield, EM í fótbolta og HM í fótbolta, Formúlu og fannst hún svo sæt "stelpumyndin" The Note Book. Hef gaman af stjórnmálaþáttum og bókaþáttum og gamanmyndum og .... ja, skiptir ekki máli en ég þoli ekki þegar á að troða mér inn í staðalímyndapakka Stöðvar 2 og horfa bara á krúttlegheit á meðan "maðurinn minn" horfir á fótbolta, eða sem uppbót fyrir að hann fái boltann. Skilaboðin eru: Stelpur mínar, verðið þið bara þarna, sætu kjánaprikin ykkar, rómantíska deildin hentar ykkur. Ekki er gert ráð fyrir að konur hafi kannski ögn fjölbreyttari smekk en að sitja í sífellu yfir tilfinningaflækjum.
Ég veit ekki hvaða "bjánar" bjuggu til auglýsingaherferð úr þessu, bæði hjá Stöð 2 og SkjáEinum, og skil ekki af hverju strákar láta ekkert í sér heyra. Ekki hafa þeir allir áhuga á fótbolta, síður en svo. Varla vilja þeir að okkur stelpunum sé endalaust troðið inn í tilfinningapakka, eða hvað?
Ég bloggaði nýlega um þetta og gerði ráð fyrir að þeir sem stæðu fyrir þessu héldu að reynsluheimur kvenna væri svona eins og í Lu-auglýsingunni þar sem konukjánar hafa ekkert við tíma sinn að gera nema hanga yfir sjónvarpinu og gráta yfir að vinna ekkert í kexleik. Fínt kex, hræðileg auglýsing. Ég fékk málefnalegt komment um að ég ætti að hætta að vera svona beisk og öfundsjúk út í fallegu konurnar í auglýsingunni. Þá var mér nú soldið skemmt! Við eigum greinilega svolítið langt í land með að breyta hugarfari þeirra sem stjórna eins og t.d. dagskránni sjónvarpsstöðvanna, nema RÚV. Angi af þessu stelpukjaftæði eru miðvikudagskvöldin á Stöð 2, þá er dagskráin frekar kvenmiðuð: Greys Anatomy, Medium (spennuþáttur með kéddíngum í aðalhlutverki og "mjúkum" manni) og svo Oprah ...
Sorrí, ætlaði ekki að blogga á blogginu þínu, missti mig aðeins!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.5.2008 kl. 08:29
Ég er sammála þér... á stöð 2 er ákveðið að allar konur vilji spítalaþætti og rómantík....
Er ekki með stöð 2.... sleppi pirringnum.
Linda litla, 29.5.2008 kl. 08:32
Já, ég er sko ekkert hætt. Angi af Strákastöð er enn á þriðjudagskvöldum á Stöð 2 (þriðjudagskvöldið hétu Strákastöð). Nú er spennuþáttur, Kompás og 60 mínútur, svona efni sem höfðar væntanlega til karla ... um þjóðfélagsmálin og svona. Ég er ekki í krúttkasti yfir þessu. Knús í bæinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.5.2008 kl. 08:34
Bara ljúft að við kellur fáum sérefni fyrir okkur Og til að toppa það þá er skjár 1 líka svona elskulegur við okkur og byrjar sína stelpuvakt á föstudaginn
Unnur R. H., 29.5.2008 kl. 08:59
Tæp70 þúsund krónur á ári miðað við núverandi ástand,kostar að vera bara með st 2.Horfi sjaldan á sjónvarp.Svo mér er slétt sama um stelpukvöld,fótboltakvöld eða sjónvarpskvöld yfirleitt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:20
Góðan og glaðan pirringsjöfnunardag !
Stelpusumarsauglýsingarnar á Stöð 2 eru búnar að fara í taugarnar á mér frá upphafi....! Ég ætla að horfa á EM í fótbolta og fjöldamorðingjamyndir á meðan stelpusumarið gengur yfir !
Sunna Dóra Möller, 29.5.2008 kl. 09:37
Ég er nú meira að pirra mig á því af hverju það er ekkert sýnt af kvennalandsliðinu í fótbolta, bara karla. Ég horfi nú ekki mikið á fótbolta en finnst það helvíti slæmt að eftir allt þetta púl sem þær leggja á sig, að þær fá ekki vott af viðurkenningu í sjónvarpinu. Love u mamma
Sara Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:11
Þið drepið mig.
Magnús Geir: Auðvitað var ég búin að heyra um stelpustöðina en ég hafði ekki pælt í því eða kannað málið af því ég var ekkert að fylgjast með. En þegar ég svo settist fyrir framan sjónvarpið í kvöld og sá dagskrána ásamt heilsíðuauglýsingu í bleikum sétteringum í einhverju blaðinu, sá ég rautt.
Gurrí: Hahaha, skil þig vúman. Gey´s er ágætur. Ég súa þeim sem kallar þriðjudagskvöldin á Stöð 2 strákakvöld, það eru einu kvöldin sem ég sest örugglega fyrir framan sjónvarpið.
Sara: Sammála, strákaboltinn (líka þegar hann er uberlélegur), er sýndur. Love u 2.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 10:15
Sko - þetta er svona álíka og fullyrðingarnar og í Hellisbúanum um hvernig konur ERU og hvernig karlar eru. Miðað við það er ég meiri karl en kona og er því afbrigðileg kona...
Ég viðurkenni alveg að sumir þættir höfða yfirleitt meira til kvenna og sumir til karla, en það er hálf neyðó fyrir þá karla en það er bara ákveðin prósenta.. Hvað með karla sem hafa gaman af ,,konukvöldunum" upplifa þeir sig afbrigðilega karla ??... Æ bara svona að pæla.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.5.2008 kl. 10:27
Jóhanna: Við erum með svo ólíkan smekk mannfólkið, en þessar steríótýpur sem þeir eru að búa til þarna á sjónvarpsstöðinni eru frekar hallærislegar og töluvert afturhvarf til fortíðar.
Steingrímur: Konan þín er flott.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 10:49
Mikið rosalega getur þessi feminismi verið þunglyndisvaldandi. Að upplifa hann svona í gegnum ykkur er alveg einstaklega neikvætt og niðurbrjótandi fyrir mig.
Vá hvað ég er ánægður að eiga eðlilega konu sem er hress, glöð, jákvæð, framsýn, dugleg, frumkvöðull, uppfinningamaður, jafnlynd, með fullkomna stjórn á skapi sínu og skilningsrík út í gildi og þarfir annarra.
Fyrir mér er þetta hræðilegur heimur sem feministar lifa í. Heimur neikvæðni, undirferli og sorglegra atburða. Gríðarlega depressing upplifun.
Logi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:24
Dona, dona, Logi minn. Konur (lesist femínistar) geta auðvitað ekki haft þessa jákvæðu eiginleika sem þú nefnir í fari kvenna. Sniðug skilgreining.
Nú er bara að drífa sig í sveitina og ná upp hinu andlega jafnvægi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 12:16
Æ, góði Logi minn. Það má gagnrýna það sem rangt er og lifa í leiðinni góðu og innihaldsríku lífi. Mér finnst fótbolti skemmtilegur og vil ekki að sjónvarpsstöð reyni að stýra smekk mínum í annan hátt af því að ég er kona.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.5.2008 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.