Leita í fréttum mbl.is

Dagur núllsins

Jæja þá er það komið á hreint.

Þess vinnuþjakaða ríkisstjórn hefur sagt sitt síðasta orð fyrir sumarfrí.

Afrakstur dagsins er  eitt stórr EKKERT.

Engin breyting á eftirlaunafrumvarpi, verður unnið að málinu í sumar.  Hva? Nægur tími.

Engar bætur til Breiðavíkurmanna, kannski í haust.  Auðvitað geta þeir beðið, þetta er búið að vera svoddan dans á rósum hjá mönnunum, ekkert liggur á.

Enginn andskotans afsökunarbeiðni dómsmálaráðuneytis fyrir persónunjósnirnar á íslenskum borgurum.  Svo má geta þess að fólk er að tjá sig hér um víðan völl yfir að Björn Bjarnason þurfi auðvitað ekki að biðjast afsökunar fyrir hönd föður síns.  Halló, Björn er ekki ríkið og pabbi hans ekki heldur, þeir eru handhafar valds og Birni væri réttast að hysja upp um sig í staðinn fyrir að brúka munn og viðhafa kaldastríðsáróður úr ræðupúlti Alþingis.  Þetta hefur ekkert með persónur þessara manna að gera.  En ég segi það satt, það kann ekki góðri lukku að stríða þegar embætti ganga í erfðir.

Sem sagt dagur núllsins.  Frestun og almennur dónaskapur er afrakstur dagsins í dag.

Ég er svo hamingjusöm með íslensk stjórnvöld. 

Því ég veit að þetta kemur allt saman, bara einhvern tímann seinna.

Djö sem ég er komin í öfluga stjórnarandstöðu.

Péess: Hvar er útlenda kjötið sem ég ætlaði að vera svo dugleg við að kaupa?  Hélt ég í alvörunni að innflutningur á kjöti yrði leyfður?  Nebb, I´ve been around too long.


mbl.is Farið yfir eftirlaunalög í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú rokkar addna kelling. Hvernig væri nú að þú færir að virkja sjálfa þig í stjórnmálunum? Það vantar manneskju eins og þig með sterkar og sjálfstæðar skoðanir (ég er ekki að segja að ég sé alltaf sammála þér) og sem þorir að opna túllann.

Jenny for president (ekki samt president því þeir eru svo áhrifalitlir)

Jóna Á. Gísladóttir, 28.5.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Tek undir með Jónuþú yrðir and.....góð(fyrirgefðu orðalagið elsku Jenný mín)eins og hún segir þú rokkar Jenný.

Knús knús á þig elsku Jenný mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Vil ekki Kínverskan hund......elska ísl. lambið, medium reare.

Þröstur Unnar, 28.5.2008 kl. 20:39

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já - held að ríkisstjórnin sé föst í hlutlausum gír!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.5.2008 kl. 20:46

5 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Jenný, ætíð góðir pistlar frá þér sem ég les daglega.  En á sunndaginn næsta i.e. sjómannadaginn ætlum við konur að mótmæla kvótakerfinu og mæta kl. 13.30 fyrir utan Stjórnarráðið og labba síðan niður á hafnarbakkann þar sem Sjómannadagsráð verður með dagskrá.  Mikið væri gaman að sjá þig.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 28.5.2008 kl. 20:51

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna mín: Ég á ekkert erindi í pólitík, ég er naut í flagi.  Það hentar mér betur

Takk krakkar.  Ásgerður mín, ég hef minna en ekkert vit á kvótamálum, þannig að ég fer vísast ekki að mótmæla einhverju sem ég kann engin skil á en takk samt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 21:12

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Voðalega lýsir "dagur núllsins" þessu öllu vel....ég hef einhvern veginn núll væntingar til þeirra sem ráða.....einhvern vegin eru loforð og allt þetta hætt að snerta mig og ég kippi mér lítið upp við þetta loforðahjal ráðamanna!

Mér líst vel á stjórnarandstöðubloggið þitt !

Sunna Dóra Möller, 28.5.2008 kl. 21:28

8 Smámynd: Birna M

Á kannski ekki við hér en þó. Nú er hér hópur fólks með tekjur í meðallagi. Það er rétt fyrir ofan húsaleigubótamörkin, það borgar leikskólann uppí topp og allt það, og mikinn skatt, allt er að hækka lán og afborganir og leiga. Fólk sem er með allt sitt heiðarlega skráð og er orðið með minna í ráðstöfunarfé en þeir sem lægstar hafa tekjurnar. Hvernig er þetta varið. Hvernig viðgengst það að þessu fólki er refsað svona hrottalega. Það á sér engan málsvara, því er bara sagt að skilja á pappírunum til að meika það. Bara smá innleg í umræðuna svona í lok þings. Hjá þessum hópi er ekkert núll, bara mínus.

Birna M, 29.5.2008 kl. 00:10

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sæl Jenný mín, alltaf hreyfir þú við kauninni í mér með skrifum þínum.

Hjálpin er ekki næst fyrir þá sem þurfa á henni að halda, hvort sem það eru sjúklingar eða óeigingjarna fólkið sem er í ummönnun af hugsjón. Nei ummönnun má bíða, setja hana á frest eða frost. Þetta O er það ómannúðlegasta í þessari ríkisstjórn, finnst mér. Núllin eru alltof mörg.

Jóhanna Sigurðar stendur alltaf uppúr og lætur verkin tala. En hún er ekki fjármálaráðherra. Hún er ekki ein í yfir sextíu manna sundurleitum flokki á Alþingi. En hún gefst ekki upp á að berjast fyrir fólkið. ...Annars, allt gott hjá mér mikið að gerast, kv.eva

Eva Benjamínsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:40

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Eva mín, gaman að heyra frá þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 01:09

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvað munar "Breiðavíkurkarlana" um það að bíða eitt sumar, þeir hafa haldið kjafti í rúm 40 ár   Þessi ríkisstjórn er andlaus og duglaus líka.  Það er skömm að þessu kjaftæði, öllu fögru er lofað og síðan er allt svikið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2008 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2986833

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband