Leita í fréttum mbl.is

"2 hot 2 handle"

 ist2_2425710_red_cord_telephone_off_the_hook

Það er hægt að fá ýmislegt á heilann.

Músík t.d. Ég fæ reglulega skelfileg ógeðislög á heilann, þannig að dögum saman hljómar viðkomandi hörmung í eyrum mínum.

Muniði eftir "Það er lítið hús, út við lygnan sjó"?  Jabb, heilir 4 dagar í febrúar, ég legg ekki meira á ykkur.  Jú annars, ég ætla að gera það.

Eða.."Þú villt fara þinn veg"?  Einmitt, það lagðist á mig í janúarþunglyndinu og gerði mig nærri því vitfirrta.

Svo er hægt að fá frasa á heilann.  Kannast einhver við það?Devil  Fyrir einhverjum árum kom ég ekki út úr mér heilli málsgrein öðru vísi en að í henni væri að finna "Það hálfa væri nóg".  Til að forðast endurtekningar (jeræt) þá skipti ég út  "nóg" og notaði yfirdrifið, hellingur og hamslaust.  Enn get ég ekki tekið mér þennan frasa í munn.  Þessum frasa sem gekk ljósum logum um hið íslenska málsvæði,  má kenna Þórarni Tyrfingssyni um, því hann kallaði bókina sína þessu nafni.

Og svo er hægt að verða ástfanginn af símsvara.  Það henti ungan Japana sem æstist allur við að hlusta á rödd í gjaldfrjálsu símanúmeri matvælafyrirtækis í Tókýó. Ekki spar á tímann sinn sá en hann eyddi  3.100 klukkustundum hangandi slefandi á tólinu.´

Ég hringi oft í þjónustusíma bankanna.  Þar er það Bjarni Vestmann sem talar.  Ég ætla rétt að vona að ég falli ekki fyrir röddinni í Bjarna, þó hún sé voða ábyrg og krúttleg.  Alveg: "fyrst koma 10 stafir" eða "þetta var því miður ekki rétt, vinsamlegast reynið aftur",  rosalega löðrandi í sexappíli, leiðandi mann áfram um frumskóga bankakerfisins.

Nebb, ég nota bara netbankann.  Bjarni er 2 hot 2 handle.

Eða er það Haukur Hólm?  Veit ekki, en maðurinn er TIGER!

Sól í heiði lalalalala.

Góðan daginn plebbarnir ykkar.

 


mbl.is Með símsvara á heilanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þekki þetta að fá frasa og lög á heilann þannig að ónæmi myndast og ekki er hægt að hugsa sér lögin eða frasana nokkurn tímann aftur! Síðustu dagar hafa farið svolítið í að segja "Já sæll" alveg í tíma og ótíma! Ég veit að Næturvaktin var fyrir jól og þessi frasi er pínulítið last síson en ég er bara svo sein að kveikja stundum á þeim hlutum sem eru inn !

Ásfangin af rödd i síma......lýsir það ekki einhverjum skorti eða vöntun í lífinu....senda Dr Phil á þennan Japana ASAP!

Góðan daginn til þín líka héðan úr "sólríkum" Árbænum !

Sunna Dóra Möller, 28.5.2008 kl. 09:19

2 identicon

Húsband hringir stundum í dótturnina okkar og raular einhvern aula söng í simann.Það klikar ekki að söngurinn legst á heilann í 2-4 daga. Daginn frú

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe góðan og blessaðan daginn Jenný mín.  Talandi um að fá lög á heilann þá var ég að verða vitlaus á sjálfri mér hér í síðustu viku.  Þar sem ég hékk í beðunum með rassinn upp í loft raulaði ég Ó þá náð að eiga Jesú!    Í marga daga!   Var að fara á tauginni við þetta rugl.   Njóttu dagsins vinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 28.5.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! Lastu um manninn sem naut ásta með folksvagenbjöllu? Hann kolféll fyrir henni til margra ára - enda gerði hún afskaplega litlar kröfur. Þurfti til að mynda ekkert að kúra

Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 10:25

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Að vísu er benzínverðið að verða soldið hátt - en það er ekki eins og hann þurfi eitthvað að vera að keyra hana........

ómægod...... fólk! 

Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 10:26

6 Smámynd: M

er með lagið: ég veiiiit þú kemur í ..... og syng þetta hástöfum heima og geri heimilisfólkið vitlaust   Bara við það að lesa þetta, þá veit ég að þú færð lagið á heilann í dag.

Eigðu góðan dag. 

M, 28.5.2008 kl. 10:27

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman að lesa. Hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.5.2008 kl. 10:30

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

  þú vilt ganga þinn veg........hahaha fæ þetta stundum á heilann og er alltaf jafn hissa,  þoli ekki lagið......heima hjá mér nota afkomendur frasan já fínt..já sæll...soldið þreytt ég veit...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.5.2008 kl. 11:21

9 Smámynd: Ólafur fannberg

kannast vel við þetta

Ólafur fannberg, 28.5.2008 kl. 11:41

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góðan daginn sömuleiðis.

Bjarndís Helena Mitchell, 28.5.2008 kl. 11:58

11 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hmm ætlaði ekki að losna við "Þúsund sinnum segðu já" um daginn. Damn ég held það sé komið aftur

Kristján Kristjánsson, 28.5.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2987311

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband