Leita í fréttum mbl.is

Ok, ég er komin út úr skápnum.

Ég er komin í vandræði, sko Júróvisjón vandræði.

Þar sem ég hef verið svo hipp og kúl í þessum málum, svarið af mér áhuga og svona, hef ég bloggað um þetta eins og fífl og hélt ég kæmist upp með það.

Síminn hringdi áðan.

Frumburður: Mamma, ég er í kasti.

Mamman: Ha, hvað er svona fyndið?

Fr: Þú, það bloggar enginn á Mogganum eins mikið og þú um Júróvisjón.  Komdu út úr skápnum kona, ég man ekki eftir að þú hafir misst af einu einasta Júrókvöldi, frá blautu barnsbeini.

M: Hvaða vitleysa.  Ég hef engan smekk fyrir Júrómúsik.

Fr: Hver hefur það?  En þú horfir.  Ég er þó að minnsta kosti þekktur Júróvisjónplebbi og ekki lokuð inni í skáp.

M (hæðnislega): Ég hélt að þú hefðir svo þróaðan músíksmekk og hlustaðir löngum stundum á klassík.

Fr: Rétt, en hvað get ég sagt, ég ólst upp í Svíþjóð!W00t

Ergó: Samkvæmt frumburði er ég Júrófan í afneitun.  Ég játa á mig ósköpin.

Haldið þið að ég sé ekki að verða tilbúin með matinn. 

Er sko upptekin klukkan síben.

La´de swinge!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

uss ekki segja neinum en ég er búin að gera matinn, bara eftir að kveikja á ofninum usss...

Það er svo gaman að vera nappaður frammi fyrir alþjóð, nærri á brókinni. Ég var einu sinni nöppuð á brókinni frammi fyrir tengdasyninum en það er efni í heilt blogg

Ragnheiður , 24.5.2008 kl. 17:37

2 Smámynd: Tiger

Sko, það er bara skelfilega gaman af Júróvision - og reyndar af flest öllu - þar sem Íslendingar taka þátt. Ég held að þetta sé bara meðfætt þjóðarstolt eða þjóðarremba í okkur. Öll höldum við með okkar fólki þó sum okkar myndu ekki láta grípa sig glóðvolga í rúminu með áhuganum, stoltinu og rembunni.

Mér finnst það bara virkilega hipp & kúl að fylgjast með okkar ljúfu og yndislegu keppendum stíga á sviðið og swinga - þau eru þegar búin að vinna með því að komast úr forkeppninni - restin er bara bónus eins og Friðrik segir.

Eigðu ljúft kvöld mín kæra og njóttu þess að sitja í lazyboy í kvöld - í stað þess að horfa út um skráargatið á skápnum! Knús í botn ..

Tiger, 24.5.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ahhahahah, góð dóslan. Held reyndar að ég sé allt of róleg í tíðinni, ekki farin út í búð til að kaupa í matinn ... farin, bæ! Góða skemmtun í kvöld.

Áfram Ísland!!!


Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 17:44

4 Smámynd: Garún

Til hamingju með áfangann!   Ég er stolt af þér systir! 

Garún, 24.5.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Brynja skordal

Komst upp um mína Er stolt af þér alltaf gott að koma út úr skápnum óþarfi að hanga þar Allt að verða klárt hér það verður hlaðborð af gúmmelaði sem verður úðað í sig meðan herlegheitin verða  je minn er orðin spenntari heldur en börnin að opna jólapakkana jeiiii bara tæpur klukkutími áframm ísland

Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 17:52

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með að vera komin út úr skápnum og góða skemmtun í kvöld

Huld S. Ringsted, 24.5.2008 kl. 18:30

7 identicon

Jenný - Nú er veislan alveg að byrja. Drífa sig nú í svart og bleikt, komaso!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 18:41

8 Smámynd: Signý

Ég vissi það!... ég vissi það!!!

Júróvisjónkjéllíng!

Signý, 24.5.2008 kl. 18:45

9 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Mér fannst þetta Eurovision lag okkar hundleiðinlegt og ömurlegt í alla staði þegar það vann undankeppnina hér heima en þegar þau voru á sviðinu á fimmtudagskvöldið fannst mér það æði og fékk svona vá tilfinningu einhverja hehe.

Vona bara að við verðum fyrir ofan sænsku dömuna sem stal af okkur sigrinum 1999. 

Björg K. Sigurðardóttir, 24.5.2008 kl. 18:57

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Eggin mín reyna líka stundum að kenna hænunni, alla vega annað eggið ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.5.2008 kl. 19:42

11 identicon

Ég dey.

 Þú ert snillingur. Reyndu að segja fólki frá júrófrensíinu sem þú fórst í yfir Gleðibankanum. Horfðir á vídeóið 18 þúsund sinnum á VHS.

Svo fóst þú með mig til Svíþjóðar og gerðir mig að júróplebba.  Mjög út úr karakter. 

Kveðjur,

Carola 

Frumburður (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 19:45

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  plebbin thinn!!!!!!!!!!

María Guðmundsdóttir, 24.5.2008 kl. 21:02

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frumburður: Helga mín, vertu ekki að ljúga upp á móður þína. hehemm.  Annars var þetta asskoti skemmtilegt.  En hvað eigum við að gera núna.  Þú ætlaðir að hringja í mig ef Svíþjóð myndi vinna og ég í þig ef Ísland myndi vinna og svo vann Rússland.  Eigum við að bíða með að talast við fram á næstu Júrókeppni?

Þið eruð yndisleg.

Hallgerður: Þú misstir af litlu.  En við vorum í 15. eða 16. held ég.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2008 kl. 22:25

14 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

gaman að þessu

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.5.2008 kl. 22:49

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fjórtán góða! Til hamingju Ísland! Þetta er vel af sér vikið, við höfum ekki verið inni langa lengi!

En nú verðum við að hætta þessu eða binmdast samtökum við v-Evrópu og suður að hluta og ráða ráðum okkar!

Edda Agnarsdóttir, 24.5.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband