Miðvikudagur, 21. maí 2008
Það má þekkja þá sem drekka
Þegar ég sá auglýsinguna frá Vínbúðinni "Láttu ekki vín breyta þér í svín", fannst mér hún brilljant. Hugmyndin sko. Mér hefur nefnilega fundist sumir sem ég hef kynnst á lífsleiðinni verða að hálfgerðum svínum undir áhrifum.
Einu sinni drakk ég sjaldan og vel, svo drakk ég oft og illa. Og það kom að því að það var ekkert annað í stöðunni en að setja tappann í flöskuna.
End of story (einn dag í einu).
En svo komu eftirþankarnir.
"Það má þekkja þá sem drekka, af þeim félögum sem þeir þekkja og þá stóð svínið upp og labbaði heim á leið" söng Ríó um árið. Svín drekka ekki, þau krúttast bara í stíunum sínum og verða svo fallegir hamborgarhryggir, purusteikur og kótelettur. Það er þeirra móttó í lífinu. Bara nokkuð falleg framtíðarsýn hjá þessum elskum. Ergó: Blásaklaus af fyllerísdrykkju.
Ástand sumra brennivínsberserkja er ekki saklausum svínum bjóðandi.
Svo er hæpinn málflutningur hjá Vínbúðinni að hvetja fólk til að drekka eins og menn. Sölutrix? Jabb, ég held það. Margir menn (þar með taldar konur) drekka svo illa að það er ekki til eftirbreytni.
Það ákveður engin manneskja að drekka illa. Það hugsar enginn: Í kvöld ætla ég að verða fullur eins og slordóni, æla og pissa á mig, lemja og berja, týna vísakortinu, og vakna í Helsinki. Held ekki. Annað hvort getur fólk drukkið eða ekki.
Þess vegna er til lítils hjá Vínbúð okkar allra að hvetja fólk til kurteisilegrar inntöku á áfengi. Þeir sem geta drukkið eins og fólk, gera það væntanlega áfram og vonandi flytjast þeir aldrei yfir í óeirðadeildina í bransanum og þeir sem geta ekki drukkið eins og menn halda því væntanlega áfram þar til yfir lýkur. Vonandi enda þeir í meðferð.
Af þessum sökum snarminnkaði aðdáun mín á svínslegri auglýsingu Vínbúðarinnar.
Skál í boðinu.
Ég í kóki þið hin í einhverju öðru að eigin vali.
Úje.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Snúra, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:51 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 2987324
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er í vatni! Góðan daginn!! Annars væri ég alveg til í að vakna í Helsinki.....
Falleg borg. En það er nú önnur saga....
Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 08:12
Hef ekki séð þessa sölubrellu þeirra, enda ekki komið inn í áfengisverslun mikið lengi..... Ég skála bara í Pepsi Max. Læt það duga fyrir mig, það er alveg nóg og sterkt.
Linda litla, 21.5.2008 kl. 08:13
Coka Cola light fyrir mig takkSkál !
Jónína Dúadóttir, 21.5.2008 kl. 08:18
góðan og alsgáðan daginn.....segi eins og Hrönn væri til í að vakna í Helsinki...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.5.2008 kl. 08:18
Hef góða tilfinningu fyrir rauðvíni með svínasteikinni.
Fín auglýsing.
Kveðja úr óeirðadeildinni.
Þröstur Unnar, 21.5.2008 kl. 08:58
Æi, já mér fannst nú að saklausum svínum vegið fyrst þegar ég sá þessa auglýsingu. Svín virðast svo oft notuð í neikvæmðum tilgangi, sbr. kvikmyndina ,,Animal Farm" ..
Varðandi auglýsinguna þá er hugmyndin eflaust komin úr því ,,að hegða sér eins og svín" .. sé að vera ósiðaður en ,,að hegða sér eins og maður" sé að vera siðaður eða þannig.
Man eftir heimspekiáfanga hjá Gunnari Dal í Menntaskóla fyrir aðeins þrjátíu árum . þá talaði hann um að menning væri það sem mennirnir hefðu tileinkað sér framyfir dýrin. Sumt mættu mennirnir (including women) tileinka sér frá dýrunum eflaust.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.5.2008 kl. 10:22
Kaffi hérna megin, finnst það sko langbest!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2008 kl. 11:25
Sölutrixin eru alskonar. En mér finnst einmitt vera að vega að svínum í þessari auglýsingu, mér finnst þau nefnilega ekkert ljót og ekkert við þau sem mynnir á áfengisdrykkju
En kannski þeir góðu menn sem sömdu þessa auglýsingu sjái sjálfa sig sem svín, aldrei að vita
Unnur R. H., 21.5.2008 kl. 11:41
Skál í kaffi! Er ekki bara betra að sleppa því að drekka
Huld S. Ringsted, 21.5.2008 kl. 12:47
Hva, er engin ykkar að skála í guðaveigum? Mikið andskoti á ég streight vinkonur.
Eins og Dúa, það er ekki hægt að fá hana til að drekka eins og svín, hún þarf að drífa sig í að þrífa glösin. Muhahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 13:00
Þrölli: Þú ert líka vinkona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 13:00
Hmmm, er ástæðan fyrir allri edrúmennskunni hér að ofan ekki í a.m.k. einhverjum tilvikum sú, að kommentin voru skrifuð frá kl. 8.12 til kl. 13?
Ég neiti áfengis. Hana, þá er ég búin að segja það. Oftast nær forðast ég að vera eins og svín. Drekk t.d. aldrei milli kl. 8.12 og 13.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.5.2008 kl. 14:03
Nei, hættu nú alveg!! Ég sem sagt NEYTI áfengis og neita því ekki.
Úff.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.5.2008 kl. 14:05
Hahaha ... þessi svínvirkaði á mig. En, gat verið að svínið væri grænt! Tilviljun? Nobb, don´t think so ...
Ótrúlegt að ráðast á saklaus svínin með svona hætti - það ætti að kæra vínbúðirnar fyrir það að misnota hið góða nafn purusteikarinnar - alveg sammála því að svínin eiga þetta ekki skilið, enda eins og þú segir "blásaklaus af drykkjunni".
Tiger, 21.5.2008 kl. 15:03
Þið drepið mig.. Ekki flóknara en það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 15:06
Neinei, ert ekki dauð enn sem betur fer, enda ég mættur á svæðið!
Ég er auðvitað í kafffibandalaginu, stofnaði það meira að segja með Gurrí fyrir löngu og Huld sambæingur minn er auðvitað velkomin í klúbbinn, sem og aðrir.
SEm já nokkuð svo kunnugur áfengisvandamálum og það lengi ævinnar, get ég vottað, að oftar en ekki þekkist "stúturinn" innan um fjöldan og það jafnvel þótt hann hafi söðlað um og hafi verið edrú í mörg ár!
Alkohólismin skilur nefnilega ærið oft eftir sig djúp spor ef svo má segja, sem kannski ekki allur almenningur tekur eftir, en þeir sem til þekkja, sjá greinilega í öllu fari og framkomu viðkomandi.
Ég er nú líka almennt tortryggin þegar fyrirtæki eða aðrir, eiga í orði kveðnu "að láta gott af sér leiða" með því að eyða fjármagni gegn eigin hagsmunum, eins og það hljómaði í þessu tilfelli. Ekki mjög trúverðugt frekar en t.d. ALCOA greiði kosnað við VAtnajökulsþjóðgarð!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 16:43
var einmitt að sjá téða auglýsingu og ætlaði í framhaldinu einmitt að kommenta við þennan pistil vegna þess.
'Láttu ekki vín breyta þér í svín' hljómar alls ekki illa. Hitt, að bæta svo við 'Drekktu eins og maður' er skot yfir markið, eða réttara sagt, sjálfsmark.
það er nefnilega eins og þú í raun ert að segja, að þeir sem geta drukkið eins og menn, gera það. hinir, sem drekka eins og svín er fólk sem í raun á ekki að drekka, yfir höfuð.
mér finnst þessi seinni setning auglýsingarinnar, 'Drekktu eins og maður', lýsa annaðhvort fordómum eða algjöru þekkingarleysi á því sem heitir alkóhólismi.
Brjánn Guðjónsson, 22.5.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.