Þriðjudagur, 20. maí 2008
Takið á málinu strax!
Einu sinni lét ferðamálafrömuður einn hafa eftir sér í fjölmiðlum, þegar fjallað var um dýrar sólarlandaferðir, að það væri vel borgandi fyrir að vera Íslendingur. Punktur. Á þessum tíma kostaði það svona tvisvar sinnum meira að fara til sólarlanda með íslenskri ferðaskrifstofu en t.d. danskri.
Fyrir liðlega 10 árum fór ég í eina slíka með Spies og það var 40% ódýra, flott vél, yndislegt hótel og lágmark af samlöndum mínum á svæðinu. Ekki að ég hafi á móti Íslendingum, en ég nenni ekki að flytja þá með mér í hópum til útlanda.
Nú er komið í ljós að matvara á Íslandi er 64% hærri en að meðaltali í ESB-ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins.
Og hvað ætli verði gert við þessar upplýsingar?
Mun ríkisstjórnin hoppa hæð sína af skelfingu og alveg: Krakkar þetta gengur ekki, við getum ekki haft þetta svona. Tökum á málinu strax?
Eða: Æi það er svo dýrt að vera Íslendingur og vel borgandi fyrir þau dásamlegu forréttindi?
Einu sinni var hægt að gefa svona búllsjitt svör við háu verði á Íslandi en núna ætla ég að það dugi skammt. Eða hvað?
Ég er eiginlega komin á þá skoðun, þvert á skoðun minna heittelskuðu VG að við eigum að ganga í Evrópusambandið.
En þangað til.
Viljið þið gjöra svo vel að lækka matarverðið gott fólk. Við almenningur erum fæst með ráðherralaun, hm.. afsakið fjármálageiralaun.
Það er ekki borgandi fyrir þjóðerni. Ég borga bara fyrir þær nauðsynjar sem ég þarf og ég vil að það sé einhver sanngirni í prísunum.
ARG
Verð á mat 64% hærra en í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér Jenný, það verður að gera eitthvað og það strax. Ég þekki til fólks sem núna undir lok mánaðar á ekki einu sinni fyrir mjólkurfernu hvað þá öðrum lífsnauðsynjum. Öryrkjar og lífeyrisþegar ná ekki endum saman við það sem núna ríkir, skelfilegt bara.
Ég var staddur í Evrópu í fyrra og keypti mér 10 daga ferð til Kanaríeyja með hóteli og öllu fæði innifalið í verði - á 20 Þúsund krónur! Hvað skildi 10 daga ferð héðan frá Íslandi kosta með öllu innifalið í verði? Örugglega mun meira en 20.000kr.
Eigðu ljúfan dag mín kæra!
Tiger, 20.5.2008 kl. 16:50
Alþingi getur alveg lagt niður alla tolla, hefur ekkert með ESB að gera.
Johnny Bravo, 20.5.2008 kl. 17:07
Ég veit það Johnny Bravo, ég nefndi þetta í framhjálaupi með ESB, það hlýtur að skána eitthvað fyrirkomulegið hér er það ekki? Þ.e. ef við göngum inn.
Sammála Tiger.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 17:12
Ég næ bara ekki þessu verðlagi þarna heima. Hvað er eiginlega í gangi og hvað á þetta að ganga lengi. Matvæli 64% hærri en í ESB löndunum! Er þetta nú ekki til að fylla mælinn.
Svo annað mér finnst þessi Sænska pía ekkert spes, og lagið fynnst mér vera lagleysa. Svo er hún svo rosalega meðvituð um þessa pinnahælaháuskó sem hún varla getur gengið á að ég tali nú ekki um hárblásaradæmið.
En það er nú svo margt í dag sem ég skil ekki. Örugglega einhver meinloka í gangi e.t.v. lagast það með kvöldinu.
Ía Jóhannsdóttir, 20.5.2008 kl. 17:15
Var að koma frá Kaupmannahöfn í gær og var með 25% gengisfellingu í vasanum meðan á dvöl minni stóð. Að versla í matinn þar í landi er miklu ódýrara enn hér. Þetta erum við búin að vita í áratugi. En hvað gerum við, jú við kjósum alltaf sama liðið yfir okkur og því breytist ekkert.
Ísland er okurland, og valdhafar hafa okkur að fíflum. Aldrei mótmælum við og því er hægt að koma fram við okkur eins og við séum öll létt galin.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 20.5.2008 kl. 17:28
Furðulegt verðlag hér
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:38
Þetta er bilun, en hvað gerist? Það verður allt vitlaust af því að það er svo dýrt að dæla bensíni á tröllajeppana!
Mér er alveg sama hvort ESB er málið eða eitthvað annað- ég vill bara að það sé gert eitthvað!
Andrea, 20.5.2008 kl. 18:33
Það er ekki bara við stjórnvöld að sakast, kaupmenn upp til hópa notfæra sér ástandið núna og klína óþarfa hækkun á alla hluti það eru margir vöruflokkar sem hafa hækkað um hundrað krónur eða meira.....við sem neytendur getum sniðgengið lúxusvörur og beðið með annað en maður getur víst ekki hætt að kaupa mat.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.5.2008 kl. 19:16
Sæl Jenný. Það er ósvífið að mínu mati að gefa í skyn að verðlag á Íslandi geti verið 60% lægra en það er. Í fótnótu í skýrslu Samkeppniseftirlitsins er greint frá að á árinu 2006 var verðlag 15,3% hærra en í Danmökru. Að vísu var vsk á mat þá 14% hér á landi en 25% í Danmörku. Það væri engu að síður glæsilegur árangur að ná vsambærilegu verðlagi hér og þar. Verðlag í Finlandi lækkaði um 11% við ESB aðild. Höldum okkur við staðreyndir og berum okkur saman við lönd með sambærileg lífskjör. Fólk í Austur-Evrópu sem býr við lægra matvöruverð en við þar líka að eyða milli 20-30% af útgjöldum sínum til matvælakaupa, vill einhver skipta??
Erna Bjarnadóttir, 20.5.2008 kl. 20:07
Erna, ég er ekki að gefa neitt í skyn, ég er einfaldlega að krefjast þess að stjórnvöld geri eitthvað í verðlagsmálum hvað varðar nauðsynjar. Ég hef ekki uppi neina prósentutölu, bara smá sanngirni hérna.
Takk fyrir innlegg öll sömul.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 21:09
Verðlag á Íslandi hefur verið bilað frá því myntbreytingin fræga verð og verðmat fólks fauk út í veður og vind og það var svindlað á okkur hægri vinstri. Við erum sauðir sem látum reka okkur í flokkum að kaupa í matinn og fleira á okurprís.
Helga Magnúsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:11
frú Jenný. það þykir sýnt að ekki sé þörf á lækkun verðs á einu né neinu á Íslandi, þar eð Íslendingar eyði hvort eð er um 80% af árinu á Tenerife, Alicante eða á Florida. það eru vesalings útlendingarnir sem hingað koma sem blæða. gott mál til að lappa upp á viðskiptahallann.
Brjánn Guðjónsson, 20.5.2008 kl. 21:23
Bárður: Allir á Tenerif, og í ágúst eru ALLIR í berjamó
Helga: Satt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 21:28
þú meinar Jónatan?
Brjánn Guðjónsson, 20.5.2008 kl. 21:29
Brjánn: What???
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 21:33
Já, Bárður eða Jónatan. Er það ekki nærri lagi?
Brjánn Guðjónsson, 20.5.2008 kl. 21:35
eða skyldi ég hafa sagt Rögnvaldur?
Brjánn Guðjónsson, 20.5.2008 kl. 21:35
Arg: Hvaða meinloka er þetta í mér? Fyrirgefðu Brjánn, mér finnst nafnið þitt fallegt. Arg og sorrí, ég hendi mér í vegg í refsiskyni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 21:44
bið að heilsa veggnum
Brjánn Guðjónsson, 20.5.2008 kl. 23:03
Af vel ígrunduðu máli og langri meðgöngu, hef ég komist að því að það er ekki spurning um hvort að við göngum í ESB heldur hvenær. - Og ég vona að almáttugur góður Guð láti það verða fyrr en síðar svo við missum ekki fleirir líf, vegna niðurskurðarhnifs í heilbrigðismálum. Það mundi bjarga mögum mannslífum. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:03
Ég er ekki á ESB-aðild, það hefur ekki borgað sig fyrir önnur smáríki innan sambandsins. Verðlag í Danmörku var líka miklu lægra en hér, áður en Danir gengu í ESB. Málið eru allir þessir innflutningstollar, vörugjöld og skattar hjá okkur - það er verið að margskattleggja sömu krónuna okkar, og mér finnst það skítt og svíður það. Ég borga mun meira til stóra Bróður en ég á að þurfa að gera, og svo gera þeir ekkert af viti fyrir okkur í staðinn..... ætli þeir séu ekki að safna í feita eftirlaunasjóðinn sinn???
Lilja G. Bolladóttir, 21.5.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.