Leita í fréttum mbl.is

Ég er ruddi..

..en ég byrja fallega.

Ég á margar vinkonur, á öllum aldri.  Sumar hef ég ekki hitt lengi, sumum heyri ég í nánast daglega og hver og ein þeirra hefur haft áhrif á líf mitt, til hins betra í flestum tilfellum, og engri þeirra hefði ég viljað missa af.  Ekki einu sinni þeim sem sem reyndust miður góðar.  Ég er nefnilega dedd á því að þegar vinskapur gengur ekki upp þá er tilgangi hans lokið.  Svo leggur maður sjálfur í púkkið og undirrituð hefur ábyggilega átt sín móment í verri áttina. 

Ég átti æskuvinkonu sem var samansaumaður nískupúki.  Algjör sveppur, en það var bara þessi eina sem sat á peningunum sínum.

Enda eins gott, níska er leiðinlegur löstur.  Hafi maður lesti þá er eins gott að hafa þá skemmtilega.  Eins og t.d. vergirni sem mikið hefur verið til umræðu í kommentakerfinu mínu í dag.  Já eða alkahólfíkn, en hún er afgreidd hjá mér.  Guð rændi mig kvótanum.  Takk fyrir það karlinn minn.  Gott að vera búin að ljúka einum lesti amk.

Allar hinar vinkonurnar hafa á einn eða annan hátt verið gjöfular manneskjur og þá er ég fyrst og fremst að tala um að þær voru ekki nískar á sjálfa sig.  Þess vegna eiga þær nískuna ekki sameiginlega með Kate/Lilly úr þáttunum Lost.

En alveg rosalega margar af vinkonum mínum (og þar með ég sjálf á einhverjum tímum) eiga annað sameiginlegt með Kate/Lilly.

Þær telja sig hafa búið með myglusveppum.

Helvíti algengt vandamál á meðal manna.

Það þyrfti að skrifa sjálfshjálparbók um málefnið.

"Hvernig eyða má manni (æi mismælti mig) myglu af heimili án þess að flytja þaðan útDevil"

Er í upphitun fyrir ruddamennsku og aðra ógjörninga.

Góð bara, en þið?

Later!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég gæti skrifað formálann í þá bók!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Á ekkert að svara mins??  bara dissuð.??

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásdís er búin að senda þér meil á belludæmið.  Kíkja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú ert of háfleyg núna fyrir mig - nema aðþú sért að tala um karlmenn?

Hu hu

Edda Agnarsdóttir, 15.5.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auðvitað er ég að tala um karlmenn.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 23:27

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko ætlaði að tengja þetta við frétt sem hafði fyrirsögnina "bjó með myglusveppi" svo gleymdi ég að tengja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 23:28

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

já hann er víða myglusveppurinn...humm ég er þó laus við hann..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.5.2008 kl. 23:44

8 identicon

Þú segir nokkuð !!

Lovejú

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 23:59

9 Smámynd: Tiger

Frekar myndi ég vilja búa með papriku eða jafnvel banana - en svepp - alveg sama í hvaða mynd sveppurinn er sko!

En, þú ert alger sveppur essga mín .. knús á þig!

Tiger, 16.5.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband