Leita í fréttum mbl.is

Plís gefðu mér utanundir

Ég er dásamleg mannvera sem svíf um meðal manna og gef þeim tilgang með lífi sínu.  Fólk verður aldrei samt eftir að hafa dvalið í unaðslegri nærveru minni.

Kostir mínir eru ótal margir, hvar á ég að byrja?  Ég tek þá helstu:

Fegurð að innan sem utan.  Fjölhæfni, örlæti, hnyttni, manngæska, listræna, dugnaður, ofurminni, góð heyrn og unaðslegir olnbogar.Halo

Minn helsti kostur, sem mér hættir til að gleyma að minnast á, en er sem betur fer sýnilegur í skrifum mínum en hann er auðvitað hógværðin, sem er beinlínis að drepa mig.Pinch

Allir elska mig og dá.

Þess vegna skil ég Renee ógeðslega vel þegar hún segist elska að láta fólk vera dónalegt við sig af því þá líður henni eins og venjulegu fólki.

Ég og Renee erum í sömu sporum hérna.  Við erum betri en annað fólk, aðeins fullkomnari og verðum þess vegna aldrei fyrir leiðinlegum flugfreyjum.  Oh, óþolandi. 

Ég er svo óheppin að hafa ekki lent á leiðinlegum flugfreyjum fyrir utan eina hjá útlendu flugfélagi og auðvitað þekkti hún mig ekki og var því eins og bölvaður fauti við mig.

Æi það er svo erfitt að vera betri en allir aðrir.  Mig langar til að fá á kjaftinn við kjötborðið ef karlinn þar er í vondu skapi (eins og allir hinir), ég vil láta manninn í sjoppunni hella úr kókflösku yfir hausinn á mér af því Liverpool hefur tapað í fótbolta og svo vil ég láta kerrumanninn í Bónus vaða með vagninn í lappirnar á mér þegar hann er orðinn þreyttur á slóðunum sem skilja kerrurnar eftir út um allt.

Það er lífið.  Þannig lifir venjulegt fólk.

Ekki gyðja eins og ég.

Dem, dem, dem! 


mbl.is Eins og venjulegt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

hehe... jé ræt

Svala Erlendsdóttir, 27.4.2008 kl. 09:41

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erfitt að burðast með þetta í gegnum lífið..... samúð 

Jónína Dúadóttir, 27.4.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  uss thetta hlýtur ad vera mjøg erfitt...

María Guðmundsdóttir, 27.4.2008 kl. 10:55

4 identicon

hahahahahahahaha.vissi þetta

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 11:43

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hahahahah ég held að þú og Renee séuð bara frænkur! Er hún ekki annars norsk?

Edda Agnarsdóttir, 27.4.2008 kl. 12:18

6 identicon

Er ekki erfit að vera svona fullkomin veit að ég myndi ekki höndla það enda svo langt frá þvi.hahahaha

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 12:33

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég öfunda þig ekki, þú átt alla mína samúð

Huld S. Ringsted, 27.4.2008 kl. 12:56

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur mínar, sumir eru betur af guði gerðir, þannig er bara lífið.

Við Renee þurfum að kljást við það á hverjum degi að vera fullkomnar.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 13:59

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 27.4.2008 kl. 15:05

10 Smámynd: Tiger

Hahaha .. flott færsla. Stundum þurfum við einmitt að láta slappa okkur örlítið á vangann til að vekja okkur til raunveruleikans. Ég er reyndar ætíð með báða fætur á jörðinni - en það þarf lítið til að maður missi takið. Knús á þig Jenný mín.

Tiger, 27.4.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband