Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Morgunfegurð
Ég vaknaði kl. 08,00, sem er yfirleitt ekki í frásögur færandi og varla núna heldur.
Hvað um það, ég dúllaði mér, drakk te og svona, reykti eina sígó og var í almennum huggulegheitum að tjilla ein með sjálfri mér. Ég er dásamlegur félagsskapur þannig að lífið var ljúft.
Riiiiiiiiiiiiiing á dyrabjöllu vakti mig upp úr gáfulegum hugleiðingum mínum.
Ég, óaðfinnanleg að venju, í svörtum flauelsslopp, opnaði dyr af miklum yndisþokka, sem aðeins mitt fullkomna ytra byrði hefur til að bera.
Það stóð maður í hurðinni og bauð góðan dag. Hann horfði á mig óræðum augum, ekki laus við undrun. Ég velti því ekki frekar fyrir mér, enda fegurð mín að morgni dags rómuð um allan hinn vestræna heim.
Ég: Hvað var málið?
Hann: Ég er að koma hérna frá sóandsó hf (eða ohf), geturðu sýnt mér hvar rafmagnstaflan er geymd?
Ég hélt það nú. Er þekkt fyrir liðlegheit alla leiðina til Finnlands. Ég sveif með honum niður í kjallara hvar hann sinnti sínu aflestrarstarfi fyrir OR, ég meina sóandsó, og allan tímann gjóaði hann á mig augunum, algjörlega yfirkominn af fegurð minni. Til að gera langa sögu stutta þá ýtti ég hamstola manninum út úr húsi og gekk inn til mín. Fór að bursta tennur eftir minn yndislega morgunmat og sjá:
Hárið á mér stóð í allar áttir. Toppurinn hékk eins og lífvana kóteletta yfir vinstri vangann á mér, bak við eyrun stóðu villtar krúsidúllur og í upp á höfðinu stóð reiðilegur hanakambur tilbúinn til árásar.
En hann horfði á mig maðurinn af einskærri aðdáun yfir fegurð minni.
Ég er að segja ykkur það.
Cry me a river!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986841
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég trúi þér... ég trúi þér ! Auðvitað horfði hann á þig gjörsamlega orðlaus af .... hrifingu
Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 09:58
....góðan daginn ..... ég hreinlega brosi hringinn eftir þennan lestur, þetta varð eitthvað svo myndrænt í hausnum á mér !
Sunna Dóra Möller, 22.4.2008 kl. 10:07
Góðan dag...þvílk heppni í einni konu að fá svona heimsókn í morgunsárið
Brynja skordal, 22.4.2008 kl. 10:13
Ég er ekki undrandi að maðurinn hafi verið hamstola
Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.4.2008 kl. 10:17
Það er alltaf svo dásamlegt hvað maður er íðilfagur í morgunsárið. Bíddu bara, hann kemur aftur í fyrramálið og þykist hafa gleymt einhverju.
Helga Magnúsdóttir, 22.4.2008 kl. 10:19
Góðan daginn
þessi saga kom mér til að brosa.
Þú manst bara næst þegar hringt er,að hlaupa inn á w.c..
Bara til öryggis
Anna Ragna Alexandersdóttir, 22.4.2008 kl. 10:23
Guuuuð hva þú hefur verið sexý í morgunsárið Jenný. Ég segi eins og Helga. hann kemur aftur í fyrramálið og þykist hafa gleymt einhverju.
Linda litla, 22.4.2008 kl. 10:24
Áttu líka náttslopp í svörtu you foxy lady ?
M, 22.4.2008 kl. 10:26
Þú getur svosem beðið..........
Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 10:36
Þú ert algjör snillingur!!!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 22.4.2008 kl. 10:55
Fyndin ertu Jenný
Kristín Katla Árnadóttir, 22.4.2008 kl. 11:01
Hæ hæ elsku mamma mín. Þú ert alltaf falleg og góð. Bestust. Þín dóttir Sara
Sara Einarsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 11:08
1.Mundu að þú ert einstök.
2.Mundu að þú ert mikilvægur einstaklingur.
3.Mundu að þér var gefið vit til að nota það.
4.Mundu að þú hefur eitthvað að gefa,sem enginn annar getur gefið.
5.Mundu að þú átt skilning og reynslu,sem aðrir hafa ekki.
6.Mundu að þú getur verið hreykin af mörgu eiginleikum þínum.
7.Mundu að þú getur ýmislegt.
8.Mundu að umbera þá sem eru þér ólíkir.
9.Mundu að einhverjum þykir vænt um þig.
10. Mundu að þú kannt eitthvað, sem þú getur kennt öðrum.
11.Taktu því með með opnum hug ,sem aðrir geta gefið þér.
Þessar lífsreglur samdi ung félafskona í Norska húsmæðrasambandinu.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 22.4.2008 kl. 11:25
Þú ert drottning, engin spurning.
Ibba Sig., 22.4.2008 kl. 11:38
Takk fyrir framlögin til lofsöngs um undirritaða. Ég á það svo innilega skilið. Dæs.
Sara mín, ég elska þig helling
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 12:02
drottning drauma allra sem banka uppá að lesa af mælunum
Svala Erlendsdóttir, 22.4.2008 kl. 17:03
Ohh.. ég dýrka vel til hafðar konur - jafnvel þó þær séu nýstignar úr fleti næturinnar. Oft á tíðum fannst mér amma mín í den skemmtilegust á morgnanna, enda var hún ævintýralega fyndin kona með fullan haus af rúllum, tannlaus og í algerlega stórskondinni múnderingu sem hún kallaði morgunfatnað. Knús á þig ljúfust.
Tiger, 22.4.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.