Leita í fréttum mbl.is

Í spennitreyju á víðavangi

Hér á átakasvæðinu Breiðholti er allt með kyrrum kjörum, kl. 08,26 að staðartíma.  Hér hefur ekkert verið skemmt, allir gluggar eru óbrotnir og að þessu sinni liggja engin fórnarlömb átaka við útidyrnar mínar.

Þegar Breiðholtið var byggt, var það kallað Gólanhæðir, eftir einu af átakasvæðunum í Ísrael. Nú eru flestir búnir að gleyma því, en ekki ég, og þrátt fyrir búsetu mína hér í Seljahverfi, þá er ég með bullandi fordóma út í viðkomandi svæði.  Enda er ég borinn og barnfæddur Vesturbæingur og áður en ég hafnaði hér, fór ég helst ekki yfir Rauðará.  En enginn veit sína ævina og allur sá ballett.

Ég hef fengið það í andlitið, oftar en ég hef tölu á, að manni er vísast að vera spar á yfirlýsingarnar sem fela í sér fullyrðingar eins og alltaf og aldrei.  Ég var lengi vel mikill yfirlýsingsérfræðingur og fullyrti gjarnan að:

Ég ætlaði aldrei að hætta að reykja.

Ég myndi aldrei búa í Breiðholtinu.

Ég ætlaði aldrei að blogga (hafði reyndar aldrei lesið blogg).

Ég ætlaði alltaf að búa í Vesturbænum.

Og ég ætlaði aldrei að verða alkóhólisti og því síður sykursjúk.

Ég ætlaði líka alltaf að kjósa Alþýðubandalagið (nokkrir tæknilegir örðuleikar á því gott fólkWhistling).

Og ég ætlaði alltaf að búa í GautaborgW00t

En svo "varðaði" það öðruvísi.  Hlutirnir æxluðust þannig að ég bý í nokkuð örguggum hluta Gólanhæða, en mér er satt best að segja, hætt að standa á sama.

Ég myndi eyða ævinni íklædd spennutreyju ef ég yrði tekin með ofbeldi og látin inn í bíl og það yrði spænt með mig áleiðis til Keflavíkur (ég meina Keflavíkur!!) eða í Þvaglegginn.

Þá myndi standa í Mogganum: Kona íklædd spennitreyju fannst á víðavangi.

Ég ætla aldrei að láta það gerast.

Ég er farin að líta í kringum mig.

Minn elskaði vesturbær; hír æ kommmm!

Úje og amen á eftir efninu.

 


mbl.is Þrír rændu manni í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er sko líka bullandi meðvirk með þér núna og skammast mín ekkert fyrir það !  Hvurslags eiginlega helvítis framferði er þetta...... las fréttina sko...

Jónína Dúadóttir, 28.3.2008 kl. 08:58

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þér yrði nú skilað fljótlega ef þú yrðir flutt hingað - gæzkan

Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 09:03

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönnsla: Myndir þú skutla mér heim?

Ætli spennitreyjur séu framleiddar úr hör, í mismunandi litaúrvali?

Takk stelpur, en meðvirknin er að ganga frá ykkur, drífið ykkur á Al-anon fund ´sskurnar.  Híoghó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 09:05

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Andskotinn og allir hans árar. Alveg finnst mér óþolandi þessir wannabe gangsterar sem leika hér lausum hala. Andskotinn aftur.

Annars er pistillinn frekar fyndinn hehe. Þetta með tæknilegu örðugleikana...

Jóna Á. Gísladóttir, 28.3.2008 kl. 09:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna mín:  Það er hvergi vært og hér í Gólan ríkir pjúra umsátursástand.  Í síðustu viku voru raðrán í sjoppum hverfisins og nú þetta.  Omægodddddddddd

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 09:13

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Velkomin vestureftir - til lengri eða skemmri dvalar! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.3.2008 kl. 09:41

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Knús á þig og takk fyrir bráðfyndna færslu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.3.2008 kl. 09:53

8 Smámynd: Laufey B Waage

Velkomin í vesturbæinn. Hann er og verður bestibærinn. Ég hika ekki við að halda 101-rembingnum mínum til streitu. Síðan ég flutti til Reykjavíkur "82, hef ég bara búið í 101,105 og 107, þar af vestan tjarnar og norðan Hringbrautar síðustu 18 árin. Og vestan Rauðarár skal ég búa þar til ég er orðin allra kellinga elst.

Laufey B Waage, 28.3.2008 kl. 09:55

9 identicon

Svo eru meinlausir útigangs menn og konur mis geðsjúk á vappi í vestur og miðbæ.Oftast meinlaus .Reyndar er hellingur af tómum húsum á þessu svæði svo þú ættir að fá hús strax.Að vísu ekki ný og ekki vatnsheld eða vindheld Ég er ein af fyrstu "villingunum"í neðra og efra og sjáðu bara hvað hefur ræst úr kellu.Svo búa Villi viðutan og Árni jóns í Gólan ekki leiðinlegt fyrir þig hehehehehe.Iss komdu bara í úthverfið Grafarvog.Tek vel á móti þér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:13

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

....flottir skór við treyjuna? ;)

Heiða B. Heiðars, 28.3.2008 kl. 10:32

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Er þetta ekki bara reglulega spennandi líf? Maður veit aldrei hvað gerist næst í úthverfum höfuðborgarinnar. Ég bý í nágrenni Hamraborgarinnar og þar búa að mér er sagt mögnuðustu eiturlyfjasalar landsins og þar var framið morð ekki fyrir svo löngu.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.3.2008 kl. 10:34

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góð færsla hjá þér Jenný mín ég var líka uppalinn í vesturbænum og flutti svo í seljahverfið og síðar í Hafnafjörð og svo aftur í Grafarvog. Eigðu góðan dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.3.2008 kl. 10:45

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eitt sinn gat ég sko ekki hugsað mér að búa í þeim útnára, Breiðholtinu. ég endaði þó í Bökkunum fyrir 13 árum síðan og hef búið þar með hléum í 11 ár af þessum 13. ég bý þar í dag og einu lætin sem ég verð var við er ef einhver hljóðkútsfatlaður ekur um hverfið.

Brjánn Guðjónsson, 28.3.2008 kl. 11:03

14 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hún Kata elskar Breiðholtið  Þetta óþekka lið mætti nú samt fara að finna sér annan vígvöll  Hér í bökkunum er þó allt með kyrrum kjörum í bili  Skemmtileg færsla hjá þér Jenný mín eins og alltaf  Ég óska þér góðrar helgar  

Katrín Ósk Adamsdóttir, 28.3.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband