Leita í fréttum mbl.is

Bæklaður og lyklalaus bakari

p

Ég er að missa glóruna, ég sver það.  Hér húki ég á fimmta degi eða eitthvað, án þess að komast út úr húsi, með bronkitiz í annað skiptið á stuttum tíma.  Ekki segja, þú ert ansi oft lasin.  Ég veit það og ég veit út af hverju.  Ég á að hætta að reykja og hananú.  Verst að það er of langt þangað til, eða þ. 12. maí (á afmælinu hans Olivers).  Það er ekki hægt að fokka endalaust með dagsetningar og þess vegna neyðist ég til að hanga á rettunni þangað til.Whistling

Það misheppnast allt hjá mér í dag.

Ég er búin að týna þvottahúslyklunum.

Ég ákvað að baka kanilsnúða og þá vildi ekki betur til en svo að ég gleymdi að vekja gerið.  Ég er vön að garga; vaknaðu ger, vaknaðu, (Hrönnsla mannstu?) en nú gleymdi ég því og kanilsnúðarnir kolféllu.  Hlýtur að vera vegna gers í dvala.

Ég rak mig illilega í borðstofuborðið, hornfjandann á því, nánara tiltekið og nú haltra ég um allt.

Hvað segist um lyklalausan og bæklaðan áhugamannabakara?  Paþettikkkk! 

Já húslyklarnir eru á þvottahúskippunni.

En það má einu gilda, ég fer andskotann ekki neitt.

En á morgun kemur fínn dagur.  Hún Jenný Una kemur til gistingar og þá gleymi ég sorgum mínum.

Farin að reykja.  Vonandi læsi ég ekki svaladyrunum á eftir mér.  Til vonar og vara tek ég símann með mér.  Það hlýtur að vera fólk að handan að gera líf mitt að skemmtilegri upplifun.

Þetta var svona dagur.

Júllíjæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný ertu að púa út á svölum!  Ég fer bara út ef krakkarnir koma í heimsókn, þá hunskast ég út á verönd. Lofta út þess á milli reglulega.    Djöfuls ófrjálssemi er þetta í þessum heimi.   annars kemur betri dagur með sólarupprásinni. 

Ía Jóhannsdóttir, 27.3.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú ég man - og finnst þetta ennþá jafn fyndið Farðu bara snemma að sofa og segðu - í anda Scarlett O´Hara: "Á morgun kemur nýr dagur............."

Lovjú dramadrottning

Hrönn Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 22:59

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Wællerettaíðérdramakwíní ...

Steingrímur Helgason, 27.3.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 27.3.2008 kl. 23:20

6 identicon

Nei heyrðu mig nú: Hvaðerðettameðig???? Farðu varlega mín kæra

Knús frá minns

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:23

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hvers lags dagur er þetta, manneskja? Hefurðu gert eitthvað af þér og þetta er karma?

Helga Magnúsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:26

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 27.3.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jú þetta er svona einn af þessum dögum þar sem maður á að brosa og segja: þetta er það besta sem fyrir mig hefur komið... þroskar æðruleysið jú nó...

fæ sjálf útbrot þegar ég heyri þessa setningu...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:32

10 Smámynd: Jens Guð

  Mikið assgoti sem er gaman að fylgjast með ritstíl þínum,  kæra vinkona.  Eins og ég er áhugasamur um að velta fyrir mér ritstílum þá ertu nálægt því að toppa upphafssetningu með því að skrifa:  "Ég er að missa glóruna...".  Snilld!

Jens Guð, 27.3.2008 kl. 23:48

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er glóran alveg farin dúllan mín? Láttu þér nú batna. Ég er líka að fá andstyggð á mínum ''mini-reykingum''. Bíð eftir 12.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.3.2008 kl. 23:59

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 28.3.2008 kl. 00:07

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Já, leggðu þig  bara er nokkur að koma í flötu snúðana fyrr en á morgun? Þá verðurðu búin að klessa úr annari blöndu og lífið einsog gerið, önnur upplyfting.

Eva Benjamínsdóttir, 28.3.2008 kl. 00:22

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2008 kl. 00:41

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mundi teljast nokkuð eðlilegur dagur í mínum heimahúsum. En hættu nú að fara á svalirnar að svæla og þá mun bronkitizið hverfa.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.3.2008 kl. 01:27

16 Smámynd: Tiger

Sjaldan fellur ein misgjörð langt frá þeirri næstu dúllan mín. En hvernig í fjárrrrannum er hægt að láta kanelsnúða falla - þetta verð ég að reyna. Ég er hrifinn af þér fyrir það að skrölta á svalirnar til að reykja, það sýnir styrk því hver og einn getur misst sig við reykingar á eigin heimili eins og þeim þykir best án þess að nokkur geti amast við því. Styrkurinn er stafur þinn.. notaðu stafinn til að berja þá sem eru að reyna að siða þig og breyta þér. Knús á þig ljúfan.

Tiger, 28.3.2008 kl. 01:46

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagurinn í dag getur bara orðið betri en gærdagurinn... eða minnsta kosti öðruvísi.... Gangi þér allt í haginn þennan daginn

Jónína Dúadóttir, 28.3.2008 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.