Leita í fréttum mbl.is

Prótótýpan af valdhroka..

..er Árni Mathiesen, fjármálaráðherra.

Ég hef aldrei náð þessum manni, finnst hann ekki eiga erindi í pólitík.  Maðurinn er einfaldlega alveg ferlega ósímpatískur.  Og ekki orð um það meir.

Valdhroki er landlæg veiki í íslenskri pólitík.  Sá sem slær allt út þessa dagana í téðum sjúkdómi, er samt dúllurassinn hann Árni.

Nú vogar hann sér að draga hlutleysi umboðsmanns Alþingis í efa, af því að honum hentar ekki hvernig umboðsmaður setur fram spurningar sínar varðandi veitingu embættis héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóms Austurlands.

Ég þekki ekki marga, né hef ég lesið margar víðtækar varnarræður til stuðnings þessari embættisveitingu nema auðvitað frá þeim sem fyrirsjáanlegt var að myndu verja hana.

Fólk vill einfaldlega fá svör.  Þetta mál lyktar illa en ég tek fram að ég hef enga skoðun á manninum sem var ráðinn, enda snýst þetta ekki um hans persónu heldur um embættisveitinguna sem slíka.

Andskoti sem mér finnst að fjármálaráðherrann ætti að snúa sér að öðru.

Og á meðan hann gerir það, má hann taka kúrs í lýðræðislegum vinnubrögðum og kannski temja sér virðingu fyrir umbjóðendum sínum.

We the m-f people.

Ójá.


mbl.is Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mikið sammála.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.3.2008 kl. 12:33

2 identicon

Mjög ósammála.

G Gunnarsson. (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:52

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

G.Gunnarsson: Sem betur fer erum við ekki öll á sama máli. Það væri þokkalegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 12:55

4 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Sammála þér

Svanhildur Karlsdóttir, 27.3.2008 kl. 12:58

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Algjörlega sammála! Hugsaði einmitt þegar ég las þessa frétt: Þvílíkur hrokagikkur

Huld S. Ringsted, 27.3.2008 kl. 12:59

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ótrúlegt og óskiljanlegt! Hvað er að?

Edda Agnarsdóttir, 27.3.2008 kl. 13:02

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Æ, vorkenni honum bara. Svei mér þá.. ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.3.2008 kl. 13:03

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hvað gerist þegar fólk ver megninu af námsárum sínum með hausinn á kafi í afturenda húsdýra?

Markús frá Djúpalæk, 27.3.2008 kl. 13:09

9 identicon

Setja í gang undirskriftasöfnun og krefjast afsagnar þessa hrokagikks, er það ekki orðið löngu tímabært???

kv

Vaki (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:18

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég mundi nú ekki vilja sjá hann sem dýralækni heldur......

Get ekki ímyndað mér að hann stæði sig betur þar! Spurning hvert á að láta hann?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 13:27

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gerir hann ekki bara minnst af sér þarna? Fjallar um fjármál án þess að hafa endilega vit á þeim.....

Hrönn Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 13:28

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er svo rosalega sammála þér að það hálfa væri nóg! Mér hefur alltaf fundist maðurinn hálfgerður kjáni, enda á hann ekki heima í ráðherraembætti eða neinni annarri valdastöðu. Kjánastimpilinn fær fólk jú gjarnan þegar ljóst er að það ræður ekkert við starfið sem það á að vera að sinna.

Hvert á að láta hann, spyr Hrönn og einnig hvort hann geri ekki bara minnst af sér þarna - við að fjalla um mál sem hann hefur ekkert vit á.

Það á auðvitað að láta hann starfa við það sem hann menntaði sig til og kann þá væntanlega eitthvað til verka á þeim vettvangi - við dýralækningar!

En sagan segir, og ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, að Árni muni taka við af Friðriki Sóf sem forstjóri Landsvirkjunar. Mér hrýs hugur við því vegna þess að málflutningur Árna bendir ekki til að hann hafi neitt vit á þeim málaflokki frekar en fjármálum ríkisins eða stöðuveitingum lögfræðimenntaðra dómara.

Framganga Árna Sigfússonar í Helguvíkurmálunum benda síðan eindregið til þess að hann ætli sér að taka við fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu af nafna sínum, dýralækninum.

Þeir hafa undanfarið verið að gefa hvor öðrum pólitískt klapp, nafnarnir, svo allt er þetta nú í sátt og samlyndi að því er virðist.

Fýfoj! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.3.2008 kl. 13:43

13 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er ein spurning í málinu sem umboðsmaður verður að svara og ég held að hann geti ekki svarað alla vega ef það er rétt sem ég hef heyrt um spurningarnar sem voru sendar.  Er hann Umboðsmaður Alþingis þegar búinn að mynda sér skoðun í málinu og ef svo er, er hann þá ekki orðinn vanhæfur.

Það má ekki gleyma að margir útskurðir Umboðsmanns hafa ekki verið alveg nógu málefnalegir heldur súnist um persónur.

Einar Þór Strand, 27.3.2008 kl. 14:12

14 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Æ þetta er allt svo úldið í þessari pólitík liðið að hyggla sínum á kostnað annara og jafnvel  hæfari manna/kvenna ekki að ég sé að setja út á þessa tilteknu stöðuveitingu veit ekki nógu mikið um hana til þess.

Eyrún Gísladóttir, 27.3.2008 kl. 14:48

15 identicon

Algerlega sammála EN Árni er ekki einn í að virka eins og frekur trúður... stjórnmálamennirnir í dag eru meira og minna algerlega vanhæfir með öllu.
Vonandi verður xD örflokkur eftir næstu kosningar, þeir eru búnir að skíta svo mikið á sig að það er ekki normal

Ég vorkenni Árna ekki, ég vorkenni okkur að vera með hann þar sem hann er... ásamt fleiri trúðum og einkahagsmunaseggjum

DoctorE (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:58

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur með hrokan í Árna Mathiesen, maðurinn er gjörsamlega óþolandi að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2008 kl. 14:59

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Mjög sammála,maðurinn er gjörsamlega óþolandi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.3.2008 kl. 15:04

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sé að ég er ekki ein um að finnast hann vera löngu farinn yfir strikið.

Leiðinlegt en satt.

Þetta síðasta útspil gerði eiginlega útslagið og var ég ekki í klappliðinu fyrir af skiljanlegum ástæðum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 15:30

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þér Jenný.

Óskar Þorkelsson, 27.3.2008 kl. 15:37

20 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Jenný, þú hittir akkúrat naglann á höfuðið, "valdahroki" er orðið landlægur hér á landi.    Valdahroki er taktík sem pólitíkusar nútímans nota, þegar þá skortir málefnaleg rök, fyrir gjörðum sínum.

  Þetta er sama taktíkin og Davíð hreykti sér af að nota óspart.  Og  Árni notar sér hér,  til að, grafa undan trúverðugleika, Umboðsmanns Alþingis. - Smjörklípuaðferðin virkar alltaf, sagði foringinn forðum.

 Árni sendir út yfirlýsingu til þjóðarinnar,  um, að það sé alveg sama hvaða skýringu hann gefi fyrir ráðningunni,  Umboðsmaður sé fyrirfram búinn að mynda sér skoðun á málinu, því geti niðurstaða Umboðsmanns Alþingis aldrei verið trúverðug. -  Í beinni þýðingu:  Ég hef engin rök, held mig því við, valdhroka og smjörklípuaðferð. -

  En valdahroki pólitíkusa er orðinn það mikill,  að þeir taka ekki eftir því, að þjóðin er hætt þátttöku, í sandkassaleiknum.  Það sjá allir orðið í gegnum "valdahrokann".  - Nú kallar þjóðin á leikslok, og krefur þau "Stjórnvöld" sem startaði þessum smjörklípuleik, að þeir taki ábyrgð á sínum gjörðum, og hætti.  - Svo hægt sé að fara, að snúa sér að, skemmtiatriðunum. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.3.2008 kl. 15:53

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja Guðrún; en samt er það svo undarlegt að í hvert skipti sem tækifæri gefst til að stokka upp í valdabatteríinu þá ganga allir sofandi í kjörklefann.  Ég hætti aldrei að verða hissa á öllum launþegaíhaldsmönnunum.  Meikar ekki sens.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 17:47

22 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

verð að segja að ég er sammála....með hrokafyllri mönnum

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:34

23 identicon

Hann getur varla ætlað í framboð aftur,  hlýtur að vera á útleið úr pólitík.  

Helga (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:05

24 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

   Það er satt Jenný, þessvegna hafa "Stjórnvöld" getað hagað sér eins og svín.  Í krafti minnisleysis og meðvitundarleysi kjósenda. -

   En nú trúi ég, að atburðir síðustu daga, marki endalok þessara "valdasjúku hrokagikkja",  sem hafa siglt öllu í strand, og ætla enn, og aftur að láta "þjóðina" blæða. 

   Nú held ég að fólki sé nóg boðið, og fari fram á að "Davíð og félagar" í stjórn Seðlabankans verði látnir víkja, því þeir hafa sýnt að þeirra stjórnun virkar ekki, og því er komin tími til að skipta  þar um áhöfn  líka. Eins og skipt var um  "Ríkisstjórn" sl. vor. Þá fyrst getur nýja ríkisstjórnin farið að stjórna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.3.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 2986842

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband