Leita í fréttum mbl.is

Óreiða á gólfi

Aldrei er maður ánægður (ekki satt er mjög ánægð og sátt við lífið.. en samt).  Ég er að drepast úr páskaþreytu.  Frá því á fimmtudaginn hefur allt verið í hægagangi og í dag er ég búin að fá nóg af helgidögum í bili.

Fimm dagar er ansi stór biti.

Svo eru allir einhvers staðar finnst mér.  Alla heim takk.

Í gær reif Jenný Una heila litabók á gólfið.  Það sást ekki í það fyrir pappír.  Hún var stolt og ánægð með vel unnið verk.

Amman: Jenný mín ertu búin að rífa niður alla litabókina þína?

Barn: Jabbs. (Stolt með hendur á mjöðmum).

Amman: Það má ekki gera svona.

Barn: Júbb é má það alleg éragera listaverk.

Ók,ók,ók,  allt fyrir listina.

Verkið heitir "Óreiða á gólfi".

Stolið og staðfært.

Gleðilega páskarest gott fólk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg eins og venjulega

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilega rest....

Jónína Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 16:20

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert yndisleg Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.3.2008 kl. 16:22

4 Smámynd: Anna Mae Cathcart-Jones

Fyndið!

Anna Mae Cathcart-Jones, 24.3.2008 kl. 16:23

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Dásamleg saga um yndisfríða ömmustelpu. Mikið er hún yndisleg.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.3.2008 kl. 16:59

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 17:35

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er með svona listaverk heima hjá mér, nema það er gert úr fötum sem ég er alveg að fara að þvo. Helgidagar geta alveg verið of margir ég er orðin syfjuð á þessu.

Jenný yngri alltaf jafnsæt

Laufey Ólafsdóttir, 24.3.2008 kl. 17:39

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

vá hvað ég kannast við þetta atriði...

Heiða Þórðar, 24.3.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband