Mánudagur, 17. mars 2008
!x2 töflur á dag við alkahólisma!
Í gegnum tíðina hef ég fallið fyrir allskyns gylliboðum sem ekki hefur verið innistæða fyrir.
Eins og t.d....
.. bölvaður hvítvíns megrunarkúrinn (hikk)..
..kók og prinspóló kúrinn..
(danski kúrinn, norski kúrinn, thailenski kúrinn osfrv.)
..og fleiri slíkum, sem allir áttu það sameiginlegt að árangurinn var, þegar upp var staðið, enginn. Nákvæmlega enginn.
Nú er talið að það séu ekki mörg ár í að Erfðagreining komi með lyf á markaðinn gegn offitu.
Ég veit ekki með ykkur en í mínum bókum hlýtur offita að stafa af ofáti í stórum stíl (nema með einhverjum undantekningum). Ergó; þú úðar í þig og það sest utan á þig.
En..
..þarna er greinilega eitthvað nýtt á ferðinni.
Ætli það komi þá ekki lyf við alkahólisma? Alkagenið er þekkt stærð.
Er þá ekki bara að drífa sig og framleiða pilluna fyrir alkann og no more trouble in paradise?
Sem alkahólisti þá er ég dauðfegin að það finnst ekki pilla handa mér að taka.
Ég trúi því ekki að breyttur lífstíll, heiðarleiki, jafnvægi, og þau bráðnauðsynlegu tæki og tól til að viðhalda edrúmennsku komist fyrir í pillu. Ekki séns.
En einu sinni trúði fólk því að jörðin væri flöt og þannig yrði það um aldir alda.
Við vitum hvað varð um þá kenningu börnin góð.
Kannski verður til lyf í framtíðinni við fíknisjúkdómum.
1x2 töflur á dag við alkahólisma.
Takist ekki á fastandi maga.
Geymist þar sem börn ná ekki til!!
Æi, mér finnst best að hafa fyrir hlutunum.
Æmsóhappíandsóberrrrr!!!
Úje
Nýju ljósi varpað á orsakir offitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði, Snúra | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Alveg Rétt hjá þér Jenný mín ég hef ekki trú á pillur sem lækna Alkahólisma. knús til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2008 kl. 13:40
Getur maður pantað hérna ?
Eina pillu gegn hundahárum
Eina pillu gegn offitu
Eina pillu gegn táfýlu
og eina pillu gegn hugsunarleysi
x5000
Ragnheiður , 17.3.2008 kl. 14:06
Engar pillur takk!!! Er alveg með það á hreinu að hversu klárir þessir vísindamenn eru þá geta þeir einmitt ekki framleitt pillu sem gerir allan pakkan..Nema i pilla við heiðarleika, ein við alkoholisma og svo framvegis..Ekki er ég til í að bæta á mig einhverjum pillum í viðbót onei Have a good sober day
Unnur R. H., 17.3.2008 kl. 14:12
ég er alveg með það á tæru að sumu fólki hættir meira til að fitna en öðru. Hefur væntanlega eitthvað með brennslueiginleika að gera. Og það tengist eflaust líka genum (mín gen í þessu sambandi eru t.d. ekki eitthvað sem fólk sækist eftir í stórum stíl eða vill borga fúlgur fjár fyrir).
En mér finnst eins og það gleymist að nefna í þessari frétt, orsök og afleiðingu. Eins og þú bendir á þá étum við á okkur fituna (einhverjar undanteknir; s.s. vanvirkur skjaldkirtill, efnaskiptasjúkdómar o.fl).
Í mörgum tilfellum er ofát vegna andlegrar vanlíðunar og brotinnar sálar. Og svo eru til átfíklar. Og þetta fólk þarf á andlegri hjálp að halda, sem og leiðbeiningum hvernig það á að umgangast mat.
Finnst þér þetta vera orðið langt hjá mér? Ég er ekki hætt sko.
Svo er það fólk eins og ég sem étur of mikið og uppsker andlega vanlíðan vegna þess.
Orsök og afleiðing skiljú? Hvernig á að vera hægt að taka á þessu með pillum gegn fitugeninu?!
Jóna Á. Gísladóttir, 17.3.2008 kl. 14:26
Ég ætla að stytta mér leið og taka einfaldlega undir orð Jónu - hún sagði í raun allt sem segja þarf!
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 14:31
Æjá ætli maður þurfi ekki bara að berjast sjálfur við aukakílóin. Það fer best á því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2008 kl. 14:48
Hreyfa sig daglega eftir getu, borða oft og smáar máltíðir, hugsa jákvætt...ekki bara að hugsa heldur framkvæma. Þetta tel ég algenasta gæfulykilinn. OA samtökin henta mörgum, AA samtökin koma mörgum til hjálpar, einkaþjálfarar og svo mætti lengi telja.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.3.2008 kl. 15:06
Jájá, allt er þetta satt og rétt, of mörg kíló eru bara manni sjálfum að kenna. En er ekki pínu, ponsu freistandi að halda áfram að éta á sig gat, en taka svo pillu til að koma í veg fyrir þetta fjárans lögmál: Mínútu í munni, alla ævi á mjöðmum?
Í alvöru, ágætu konur?? "Borða minna, hreyfa sig meira" er gott og blessað NEMA það sé til pilla. Fer í alvöru best á því að maður "berjist sjálfur við aukakílóin?? Þegar pilla getur gert það allt saman fyrir mann?
Ó
Nú rennur upp fyrir mér ljós.
Ég þarf pillu sem virkar gegn leti.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 17.3.2008 kl. 15:19
ARG er í kasti.
Ragnhildur: Ég ligg í gólfi; "Mínútu í munni, alla ævi á mjöðmum".
Dúa: Dullegust
Jóna: When you´re right yor´re right.
Ragga: Vér bíðum spenntar eftir að allar pillurnar gegn brestunum verði fundnar upp. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2008 kl. 16:12
Æmsóhappítú - en vildi samt að hann Kári klári gæti gert þetta með aukakílóin aðeins auðveldara ... af því að ég nenni ekki ......
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 16:25
Ég er alltaf að bíða eftir pillu við gleymsku...
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 17.3.2008 kl. 16:39
Það væri það að einhverntímann yrðu pillur við öllu svo enginn þyrfti neitt að hafa fyrir neinu! en......................væri nú samt alveg til í pillur við aukakílóunum
Huld S. Ringsted, 17.3.2008 kl. 16:41
Ég fann upp góða leið til að losna við aukakílóin. Það þurfti bara smá heilaþvott, ég ákvað að mér findist súkkulaði, sykur, majó,fr. kart. og allt sem er óhollt VONT! Ákvað að allt þetta gums ylli mér velgju upp í háls og viti menn þetta svínvirkar. engar pillur takk.
Ía Jóhannsdóttir, 17.3.2008 kl. 17:16
Bandarískir rannsóknarmenn reyndar búnir að finna upp lyf sem á að virka gegn fíkn og byrjaðir að prófa það á meðferðarheimilum. Sá það í The Oprah show. Á að virka jafnt á alla fíkla. Hvort sem það eru fíkniefnafíklar eða áfengisfíklar.
Diljá (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 17:29
núna horfi ég á kökur, sætabrauð, hnetur, súkkulaði og fleira sem skrautmuni! Það gengur ágætlega, við borðum ekki skrautmuni og ef þeir sleppa inn fyrir varirnar á okkur eru þeir vondir.
Edda Agnarsdóttir, 17.3.2008 kl. 17:43
Ég er sama sinnis og Jóna með það að brennsluhæfileikar fólks eru svo misjafnir að á meðan sumir brenna hratt öllu sem í þá fara, brenna aðrir ekki nema broti af því sama.
Það var til einn kúr sem ég heyrði nefndan þegar ég var lítill, fyrir nokkrum árum, sem mig minnir að hafi verið kallaður "Landspítalakúrinn". Hann miðaði við það að laga brennslu líkamans en ekki beint setja fólk í megrun. Kúrinn sá réðst strax á brennsluhluta líkamans og kom brennslunni í gang. Man eftir konu sem tók þennan kúr og hún náði sér úr ótrúlegum kílóatölum niður í ekki neitt. Rámar í að kúrinn hafi verið notaður í mánuð, svo stoppað í mánuð eða tvo, og svo aftur í mánuð eða álíka.
Er ekki hrifinn af pillum við hinu og þessu, en væri alveg til í gleðipillur til að skella í nokkra vinnufélaga og fleiri.. Knús á þig í daginn Jenný mín.
Tiger, 17.3.2008 kl. 17:56
Tigercopper: Ég hélt, þegar þú nefndir Landspítalakúrinn, að það innibæri að fólk færi í fæði í Landspítalaeldhúsinu. Hehe, það grennir hvern mann.
Takk fyrir innlegg öll
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2008 kl. 18:09
Hahaha... svo satt Jenný. Landspítalamaturinn er ekkert annað en fuglafæði, eða kannski fyrir svínin - sem allt borða náttúrulega. Hef sjálfur verið í "fæði" þar, löng saga stutt - lét mitt fólk færa mér mat að heiman á matmálstímum og grenntist ekkert yfir höfuð..
Tiger, 17.3.2008 kl. 19:12
Mig minnir að einhverntímann fyrir mörgum árum hafi ég séð frétt um pillu sem átti að innihalda öll þau nærinarefni sem við þörfnumst (kannski var þetta dagdraumur samt). En ekki beint skemmtileg framtíðarsýn samt að pillur leysi allan vanda, sé fyrir mér heim þar sem allir eru eins, flatir, steyptir í sama mótið.....
Sigrún Ósk Arnardóttir, 17.3.2008 kl. 19:50
hélt það sama með Landspítalakúrinn. er það ekki galdurinn bara? hafa bara vondan mat á boðstólum?
annars hef ég aldrei þurft að berjast við aukakíló. frekar á hinn veginn. eins og faðir minn sagði, að ég æti ekki matinn heldur maturinn mig.
Brjánn Guðjónsson, 18.3.2008 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.