Leita í fréttum mbl.is

Að geta lokað og hent lyklinum, allt búið -bless

Ég hef þekkt nokkrar konur (og menn) um ævina sem hafa lent í því að eiginmaðurinn hefur farið frá þeim vegna annarrar konu.  Slík er eins og allir vita ekki óalgengt.  Þetta er sár lífsreynsla og ábyggilega alveg skelfilega mikið niðurbrot á sjálfsmynd, fyrir nú utan að allt í einu er eins og einhver sem maður hefur deilt lífi sínu með, jafnvel til fjölda ára, treyst og trúað, að sýna af sér hegðun sem kemur konunni (ég er bara að skrifa um konur hérna) í opna skjöldu.

Það hlýtur að taka langan tíma að vinna sig út úr svona reynslu og þá sérstaklega ef ung börn eru til staðar í hjónabandinu sem er í molum.

En..

Það kemur að þeim tímapunkti að manneskjan veður að setja punkt.  Horfast í augu við hlutina og byrja að lifa lífinu fyrir sjálfan sig.  Það er náttúrlega fáránlegt að láta mann sem er bara happí úti í brjóta niður líf sitt, tilgangsleysið í því er algjört.

Sumar þeirra kvenna sem ég þekki og lent hafa í þessu hafa verið tiltölulega fljótar að stíga á fætur,og hafa sig af stað út í nýja lífið.  Oft hafa þær sagt að þetta hafi verið  það besta sem fyrir þær hefur komið, þær finna nýjan styrk, nýjar hliðar á sjálfum sér og þær fara að njóta lífsins í jafnvel meira mæli en áður.

En svo þekki ég nokkrar sem hafa valið að gerast atvinnufórnarlömb.  Hinar sviknu og forsmáðu.  Þær fara í stríð út af umgengnisrétt, þær eyða hellings orku í að hata nýju konuna, og engjast af stöðugri afbrýðisemi og eftirsjá og allt lífið heldur áfram að snúast um fyrrverandi.  Árin líða og þær róast en líf þeirra stendur óbreytt.  Þær eru bara í hlutverki hinnar yfirgefnu konu. ARG. Sumar eru leynt og ljóst að bíða eftir karlrassgatinu sem yfirgaf þær, vó hvað það er dapurlegt.

Þetta datt mér í hug þegar ég las um blúsinn hennar Jennifer Aniston, sem ku vera þjökuð af eftirsjá og trega, vegna mögulegrar óléttu Brangelínu.  Hún hefur skv. því verið að bíða eftir Braddanum.

Æi hvað ég vona að hún verði ekki atvinnuyfirgefinogsmáðkona.  Þessi flotta og hæfileikaríka leikkona.

Valið er hvers og eins.

Um að gera að velja að standa með sjálfum sér.

Enginn fyrirverandi maki er svo æðislegur að það borgi sig að eyðileggja líf sitt fyrir hann.

Súmí.

Úje


mbl.is Aniston sögð þjökuð af eftirsjá og trega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott síðasta setningin þín Jennsla litla

Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Yes yes yes! Gott með þig! ,,ENGINN FV MAKI ER SVO ÆÐISLEGUR AÐ ÞAÐ BORGI SIG AÐ EYÐILEGGJA LÍF SITT FYRIR HANN''

Kjartan Pálmarsson, 5.2.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er helv. góður pistill hjá þér kona.  Þó svo að ég hafi ekki lent í þessu er mér einn kærkominn sem skildi og er enn með hina fyrrverandi í þessu hlutverki sem þú lýsir.  Valið er hvers og eins og vont þegar fólk var óhamingjusamt saman og svo ákveður sá sem situr eftir að halda áfram óhamingjusamur, það er slæmt sérstaklega þegar börn eru með í spilinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er sannleikur í því

Guðjón H Finnbogason, 5.2.2008 kl. 14:05

5 Smámynd: Björg Árnadóttir

Einmitt!!! Lífið heldur áfram og það er val hvers og eins hvernig hann lifir því. Skelfilegt að velja sér svona fórnarlambshlutverk. Fínn pistill.

Björg Árnadóttir, 5.2.2008 kl. 16:15

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

atvinnuyfirgefinogsmáðkona.....Finnst þetta orð algjör snilld, þú kemst alltaf svo ótrúlega skemmtilega að orði .... !

Sunna Dóra Möller, 5.2.2008 kl. 16:24

7 identicon

Só sammála Jenný, algjörlega með öllu. Amen.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:59

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég tek undir hvert orð með þér en ég skil að það er oft erfitt að sjá sinn fyrrverandi gera það sem mann langar sjálfan að gera. Man ég frétti að minn fyrrverandi væri kominn með nýja (þó ári eftir að við hættum saman). Ég tók það nærri mér og fannst ósanngjarnt að hann fyndi nýja manneskju til að elska og ég ekki. Fannst ég fórnarlamb. Þannig að ég skil Jennifer vel. Og samt sem áður er það alveg rétt hjá þér að svona á maður ekki að hugsa. Bara finna eitthvað betra.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.2.2008 kl. 17:01

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svo satt. sorglegt hvernig sumt fólk lætur afbrýðisemi og reiði eitra líf sitt.

Brjánn Guðjónsson, 5.2.2008 kl. 17:02

10 Smámynd: Unnur R. H.

Búin að vera viðskilin, miskilin og skilin en veistu er alveg með það á hreinu að núna í þriðja sinn tekst þetta..Hann er ekki að skoða mínar vinkonur eins og hinir og er bara venjulegur og góður kall, svona þrátt fyrir galla hehe

Unnur R. H., 5.2.2008 kl. 17:03

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

só fokking sammála þér manneskja. Ég þoli ekki að heyra um allar tvöfoldu fermingarveislurnar og afmælin og allt það svo að amman og afinn sem skildu fyrir 25 árum þurfi ekki að vera undir sama þaki í eins og 2 klst. Og ekki einu sinni vegna þess að þau vilji hvort annað ennþá. Nei, vegna þess að fólk er svo djúpt sokkið í hjólförin að það kemst ekki upp úr þeim og kærir sig sjaldnast um það. Aaaarghhh... að fullorðið fólk skuli haga sér svona og láta alla í kringum sig líða fyrir það.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 17:33

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er oft fjandanum erfiðara að standa með sjálfum sér þegar fólk hefur verið brotið markvisst niður frá því það man eftir sér. Þær konur einangrast og hafa ekki í nein hús að venda. Það á að vera til opin vettvangur með fagfólki fyrir fráskilda, ég minnist þess að það var bandarísk kona sem kom hingað til lands að kenna á meðferðarkúrs og var sérfræðingur í hjónskilnuðum,  hún sagði að fólk drægi fyrrverandi samband með sér í næsta samband og hefði aldrei lokað því gamla og oft gerðist það ekki fyrr en 20 - 30 árum seinna.

Edda Agnarsdóttir, 5.2.2008 kl. 17:42

13 identicon

Sæl, alltaf þrælgóðir pistlarnir frá þér.  Er þér svo hjartanlega sammála enda er það mikilvægt fyrir foreldra að minna sérstaklega dætur sínar á það grundvallar atriði að treysta bara á sjálfan sig, og vera helst ætíð í þeirri stöðu að geta staðið sjálfstæðar og óstuddar.  Á þetta sérstaklega vel við í dag þar sem lausung ríkir víða og hjónabönd splundrast út af minnsta tilefni.  Þá er það æskudýrkunin sem tröllríður öllu, allir eiga að vera bjútiful fram á grafarbakkann.  Flestar mínar æsku vinkonur eru nú með sinn þriðja eða fjórða mann á meðan  ég hef verið gift sömu elskunni  í 32 ár. Ég segi nú ekki að allt hafi gengið sem smurð vél í þessi 32 ár. Hvernig maður elur börnin sín upp skiptir miklu máli, stundum getur það orðið of mikið.  Ég á tvær dætur sem eru ýkt sjálfstæðar þannig að hlutirnir geta verið ýmist í ökkla eða eyra.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

asgerdurjona (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:47

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Almáttugur, verð bara að brjóta eins og tvö boðorð hér.  Dj. góður pistill, sá besti í langan tíma.

Svo innilega sammála.  Skil ekki, hvernig er hægt að syrgja einhvern vesaling sem ekki kann að meta mann.

Í minni fjölskyldu er það viðtekin venja að skilja, vera skilin og misskilin, að við elskum öll okkar fyrrverandi maka og þeirra maka og börn og barnabörn.  Ég er kölluð amma Imba af öllum börnum míns fyrrverandi.

Jenna litla Aniston, hefur nú farið vel með sorgina, alltaf með einhvern upp á arminn, þetta hlýtur að vera þvæla.  Hún getur ekki verið að syrgja Pittarann, en ég skil vel að hún sjái eftir því að nenna ekki að eiga börn fyrr.  En ekki er öll nótt úti, getum við ekki auglýst eftir einhverjum snaggaralegum Íslending til að kóróna sköpunarverkið. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.2.2008 kl. 18:05

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála hér, það er mikill vanþroski að geta ekki komist út úr vonlausu sambandi og síðasta setningin er frábær, það er enginn þess virði að eyðileggja líf sitt fyrir, það ættu allir að hafa í huga.  Sem betur fer hef ég ekki lent í þessu sjálf, en minn maður var giftur áður, og það var dálítið strembið svona í fyrstu.  En svo vinnur maður bara út því saman.  Tók tíma, en ég gaf mig ekki, og allt er í góðu lagi síðan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2008 kl. 18:20

16 Smámynd: Tiger

Fínar pælingar og sannarlega hægt að yfirfæra þetta á margan Íslendinginn sem og mannkyn allt. Þekki líka nokkra misskilda einstaklinga - að þeirra mati - sem hafa öll horn í síðu síns fyrrverandi, bæði konur og menn. Mennirnir eru nú ekkert betri hvað afbrýðisemi og fjandskap gagnvart fyrrverandi varðar, stundum verri ef eitthvað er.

Þekki nokkur dæmi líka þar sem ég hef fylgst með því þegar mjög illa er farið með fólk í vonlausum samböndum, samböndum sem löngu voru dauðadæmd en fólk hékk einhvern vegin saman af venjunni einni.

Verst er að þegar skilnaðir enda illa, illdeilur loga og stanslausir bardagar eiga sér stað á milli aðila - er að allt hið illa lendir oftast á þeim sem allra síst skyldi - á börnum deiluaðila. Það eru þau sem þjást og ótrúlegt að foreldrar sem eru að skilja og deila um leið af hörku - skuli ekki taka eftir litlu greyjunum sem engjast af sálarangist og kvöl þegar pabbi og mamma eru stanslaust í stríði sín á milli. Skamm á slíkt fólk!

Tiger, 5.2.2008 kl. 19:32

17 identicon

omg.... HVERNIG NENNIÐ ÞIÐ AÐ VELTA YKKUR UPP ÚR ÞESSU. slakið á biturleikanum

LOL (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 01:03

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessi skrif eru frábær hjá þér Jenný jarðbundin, átölulaus og sönn.
Fyrir þær konur, sem eru skynsamar og ná sér upp úr sjálfsvorkunnar-ástandinu, og byrja að vinna í sínum málum þá ná þær áttum fljótt og vel.
Það er svo rétt, að engin er þess verður að maður eyðileggi líf sitt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband