Leita í fréttum mbl.is

Um almanaksástir

Er ekki bóndagur í dag?  Eða var hann í gær?  Mér gæti reyndar ekki verið meira sama.  Ef það er eitthvað sem eyðileggur í mér rómansinn þá er það almanaksrómans.  Dæmi: Nú er konudagurinn, best að setjast niður og bíða eftir blómum og skartgripum.  Svo kemur bandið og réttir mér viðkomandi og ég alveg ferlega hissa (þó ég hafi verið að ryksuga í mínum eigin heimi og elda kjötbollur bara, alveg með á hreinu hvað biði) og ég hendi mér upp um hálsinn á honum og garga; ástin mín, hvernig datt þér þetta í hug, guð þú ert svo rómó, á ég afmæli?  Hann: Nei elsku dúllurassinn minn, það er konudagur í dag.  Okei, takk elskan, komdu að borða, kjötbollur í brúnni sósu.  Rómó - jeræt.

Almanak hins íslenska þjóðvinafélags hefur mikið á samviskunni.  Ég þoli ekki almanaksástaraðgerðir.

Rómans hefur ekkert með dagatöl að gera.  Fyrirframákveðna daga, skipanir að ofan.  Rómans er spontan og sjaldnast í pökkum, amk. ekki sá rómans sem ég elska mest.  Rómans er augnaráð, kertaljós, að ganga hönd í hönd, að hlusta á músík, að rifja upp fyrstu kynnin og svoleiðis stöff.  Það gerir mig alla heita að innan og ástfangna upp á nýtt.

Kallt mat: Eins og þetta horfir við mér hefur þessi siður með konu- bónda- mæðra- og feðradaga, gengið í endurnýjun lífdaga af völdum blómabúða, gjafaverslana og veitingahúsaeigenda.

Ég skil vel að sumum finnist þetta skemmtilegt.  Sérstaklega ungu fólki, eins og á Valentínusardaginn.  Fínt að fá tækifæri til að færast nær hvort öðru.

En þessi kona, vill ekkert almanak til að segja sér: Nú er rómans, allir í stellingar fyrirkomulag.

Fyrir mér er það algjört törnoff og gæti endað með skilnaði ef það gerðist oftar en einu sinni.

Takmörk fyrir því hvað maður þolir.

P.s. Áttum 10 ára brúðkaupsafmæli í desember.  Gleymdum því þangað til daginn eftir.  Sá dagur var alveg yndislegur en fjandinn fjarri mér að ég ætli að fara að blogga eitthvað um það.

Píslofandpappíness.

Bítlarómans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gat nú verið að við værum algjörlega sammála á þessu sviði.  Minn fær ekkert á bóndadaginn nema bara svona venjulega föstudagsást, sem seint verður leiðinleg.  Ég get aldrei verið þátttakandi í svona hópaðgerðum, hann færir mér stundum blóm en aldrei á konudaginn, bara þegar hann langar til, eins fær hann aldrei blóm frá mér nema þegar mig langar til að gefa honum.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, ég sem ætlaði að fara að senda þér dagatal í tölvupósti sem ég hef verið að dunda mér við að búa til - af því ég hef svo mikinn tíma... 

Kannski ég geri það bara samt...    því ekkert er minnst á skyldurómans í því, enginn innfluttur hallæris Valentínusardagur en minnst á vissa daga og sitthvað sem gaman er að vita um fornísleskt tímatal og þess háttar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ég held bara að ég sé sammála þér þarna.  Rómans er eitthvað spontant, þó verð ég að segja að í mínu tilfelli þá getur svona mæðradags eða konudags eitthvað orðið spontant, því minn gleymir öllu svona, meira að segja afmælinu mínu.  Hann er búin að biðja systur mínar allar að minna sig á afmælisdaginn.   En ég bara elska hann eins og hann er.   Og svo eigum við heilmmörg kertaljósa - músik kvöld í eldhúsinu heima, mörg kvöld, sérstaklega í skammdeginu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2008 kl. 15:32

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Vel sagt.

Bjarndís Helena Mitchell, 26.1.2008 kl. 15:38

5 identicon

Góðar pælingar!  Ég gerði samt mitt besta í að hengja öskupoka á strákana, sem ég var skotin í í den!!

Ég gifti mig þann 20. des. á sínum tíma og það var aldrei haldið upp á þann gjörning!  Þurftum á öllum okkar aurum að halda vegna afmælis Jesúbarnsins!!

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 18:28

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég krullast upp í pirringskúlu ef Bretinn gefur mér blóm á konudaginn. Djö fer það eitthvað í taugarnar á mér. Var ég búin að segja þér það kannski? Enda var ekkert gert þeim manni til heiðurs á Bóndadaginn. Eldaði ekki einu sinni handa honum, hvað þá meira.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband