Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Menn með perlufestar eru algjörlega sneyddir kynþokka
Þegar ég er gagnrýnin og pirruð út í það sem er að gerast í heiminum og einkum og aðallega í íslensku samfélagi, þá fæ ég gjarnan skammarpósta. Stundum, en bara stundum, á ég þá skilið. Á það til að vera ansi fljót í förum á undan sjálfri mér.
En þeir póstar sem mér er verst við eru þessir fáu en öflugu skammarpóstar sem ég fæ frá fólki sem heldur því fram að þeir sem séu í góðum bata edrúwise eigi ekki að vera með pirringsblogg, að það sé jafnvel merki um lélegan bata. Nú geta þeir mundað lykilaborðið, því ég blæs á það blaður og kem hér með eina skelfilega neikvæða færslu um gerviskartgripi og lélegan smekk ákveðinna karlmanna á sjálfskreytilist.
Í dag var hengt blikkdrasl í barminn á ellefu Íslendingum. Forsetinn gerði það heima hjá sér at Bessastadir.
Þetta er ábyggilega allt hið vænsta fólk, enda er ég ekki að blogga um það, heldur bévítans pjátrið sem hengt er utan á það. Hvað ber sá úr býtum, áþreifanlega, sem fær orðu? Plístell.
Hvað er það með orður og venjulegt samfélag? Af hverju finnst mér eins og svona tildur og hégómi eigi heima í löndum með kónga og drottningar, ekki í samfélagi eins og okkar sem allir eiga að vera jafnir.
Kannski af því að það eru ekki allir jafnir? Dhö!
Gæti verið. Jájá, búin að kveikja ljósin og komin heim en sé tæpast útúr augunum. Maður var eitthvað verulega fjarverandi þegar Gussi útdeildi toppstykkinu. (Jeræt, fremst í röðinni).
Mikið skelfing vildi ég henda svona hallærissiðum út í ysta haf. Líka perlufestum á Forseta og Borgarstjóra, Sendiherra og þess hátta fólk með stórum staf.
Ég hef ofnæmi fyrir mönnum með perlufestar og slíkt dinglumdangl og hugsa alltaf: Vá hvað hann hlýtur að vera hégómlegur þessi, getur ekki haft mikinn tíma í vinnunni, alltaf í speglinum bara.
Nú, en ég ræð engu, nema þessum auma einkafjölmiðli mínum sem ég ætla að nota á nýju ári til þess að rífa enn meiri kjaft en í fyrra. Blogga um hvernig mér gengur edrúmennskan og neita að fara í neinar felur með minn fíknisjúkdóm og svo ætla ég að gera heiðarlegar tilraunir til að vera skemmtileg í leiðinni. Svo verður það kirkjan og trúmálin, pólitíkin og fjölmiðlarnir og jájá, ekki hörgull á bloggefni. Sei, sei, nei.
Kommon, einhvers staðar verður nóboddí eins og ég að hafa vettvang.
Djö.. sem við bloggarar vorum krúttlegir í Áramótaskaupinu
Kikkmítúðebónsandbætmíasvell.
Úje
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Gott að minntir mig á það, þetta var nú bara einn besti sketsinn hjá þeim!
Haltu svo áfram að rífa kjaft kéddling
Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 17:59
Dúllan mín. Kjaftfora kéddling addna. Í guðs bænum haltu áfram. Rífðu þig alveg ofan í rassgat
En varðandi pælinguna með perlufestina. Er þetta ekki bara eins og hver annar verðlaunagripur? Svona eins og íþróttafólkið fær þegar það afrekar eitthvað á sínu sviði? Verið að sýna mönnum og málefnum að tekið sé eftir þeirra framlagi til mannkyns? ég spyr því ég er svo ómenningarleg og fylgist svo illa með.
Jóna Á. Gísladóttir, 1.1.2008 kl. 18:05
Rífðu alveg oní ... gat, þú ert flott og hefur skoðanir sem vert er að hlusta á. Þú ert nefnilega svo djö... skemmtileg oft í bland með gagnrýninni, enda er gagnrýni jákvæð. Annað með dónaskap sem sumir leyfa sér að henda inn á kommentum. Ég hefði gaman að vita hversu margir hafa náð að hætta að drekka með styrk frá þér. Hafðu það gott gullið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 18:10
ÞÚ ERT EINGÖNGU OG BARA FRÁBÆR Jenný Anna! Og mér þykir hrikalega vænt um þig
Heiða Þórðar, 1.1.2008 kl. 18:24
Steingrímur Thorsteinsson orti eftirfarandi :
Orður og titlar, úrelt þing
– eins og dæmin sanna –
notast oft sem uppfylling
í eyður verðleikanna.
Ég er þeirrar skoðunnar að fólk á ekki að fá orður fyrir vinnuna sína. EF á að hengja eitthvað á fólk þá er það fyrir að vera hvunndagshetja.ÉG SÆMI ÞIG HÉR MEÐ JENNÝ BLOGGORÐU 2007 . Hún er mun flottari enda ekki til á myndum bara í orðum.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 18:51
Gleðilegt ár Jenný mín kæra, og takk fyrir frábær skrif á síðasta ári.
Skamma þig af hverju? Ert þú ekki að segja þína skoðun á þinni síðu?
Maður á ekki að fara í felur með neitt, það sem gerist á að vera upp á borðinu. maður á ekki að vera meðvirkur, og alls ekki sjálfum sér.
Og rífðu bara kj. eins og þú villt.
Kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2008 kl. 19:30
Þið eruð frábær.
Milla: Allt á borðið, líka orðið.
Dúa: Ætli við tvær myndum ekki lufsast með orðuhelv... út í Bónus? Það er cabout hámarkið á sósjallífi okkar. Hehe
Gísli: Takk og frábær vísa.
Hallgerður: Þú fær viðurkenningu frá sambloggurum þínum, það er mun meira virði en þetta blikkdrasl.
Ásdís: Takk og sömuleiðs honní og Heiða líka. Love u
Jóna: Gaman að sjá hausinn á þér í eðlilegri stærð. Þú ert kjút.
Edda: Bloggarasketsinn var auðvitað merkilegastur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2008 kl. 19:35
Hvað er betra en að kíkja inn á bloggið þitt í upphafi árs? Bara strax byrjuð að rífa kjaft Alveg éins og það á að vera Aftur gleðilegt ár og takk fyrir að vera til
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 21:10
Orðuþegar geta nottla mætt í allar fínu ráðherra- og forsetaveislurnar með dinguldanglið hangandi. Alla vega skilst mér að orður séu alveg möst í forsetaveislunum og enginn maður með mönnum (eða kona með konum) nema að hafa svoleiðis hangandi utan á sér. :)
Gleðilegt ár!
Svala Jónsdóttir, 1.1.2008 kl. 21:25
Gleymdi alveg að mynnast á blúnduna, gasalega er hún lekker.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2008 kl. 21:50
Það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt hvort sem þú ert pirrípú eða ert í krúttkasti yfir barnabörnunum þínum og bara allt þar á milli.
Haltu áfram að vera svona frábær og gefandi bloggari á nýja árinu
Björg K. Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 23:01
Ég hef til gamans tekið saman lista yfir þá sem líklega hafa fengið tilefnislausar orður á árunum 2000-2007, þetta eru 66 einstaklingar.
Listan má sjá hér http://otti.blog.is/blog/otti/entry/404351/
Óttarr Makuch, 1.1.2008 kl. 23:07
Hér eru leiðbeiningar um hvar og hvernig orðan skuli borin, svona "dags daglega". Tekið héðan.
"Fálkaorðan er borin við kjólföt, síða kjóla eða hátíðarbúninga einkennisfata ríkisins í hátíðarsamkomu þar sem þjóðhöfðingi er viðstaddur og mælst er til orðuburðar.
Orðuþegar geta einnig borið fálkaorðuna við dökk föt eða spariklæðnað við önnur tækifæri, svo sem á þjóðhátíðardaginn, nýársdag, sjómannadag eða öðrum hátíðisdögum, á héraðshátíðum eða persónulegum tyllidögum. Sama gildir um þá orðuþega sem bera einkennisklæðnað íslenska ríkisins.
Barmmerki fálkaorðunnar, rósettu, má bera við jakkaföt og sambærilegan kvenklæðnað þegar orðuþega þykir henta og má gera það daglega."
Það má kannski sníða til seremóníur í kringum bloggorðuna sem lögð var til hér ofar upp úr þessu af vefsíðu forsetaembættisins.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 1.1.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.