Sunnudagur, 23. desember 2007
Þreytt, þreytt og þreytt
Uppáhaldsdagurinn að kvöldi komin og ég sé vart út úr augunum af þreytu.
Ekkert venjulegur dagur, með barnsfæðingu, spennunni sem fylgdi, léttinum, svo vorum við með Jenný Unu sem er orðin stórasystir, Maysan mín, Robbi og Oliver komu í heimsókn og ofan á allt þetta kviknaði í hjá foreldrum Eriks, hins nýbakaða föður, úti í Svíþjóð. Það reddaðist þó fyrir horn, en það var verið að kveikja upp í gamalli kamínu til hátíðabrigða og fjandinn varð laus.
Brunabílinn byrjaði á að fara til grannans áður en hann komst á staðinn. Eldur slökktur og skemmdir í lágmarki en þetta var sem betur fer ekki aðal íbúðarhúsið. Stundum er gott að eiga fleiri en eitt hús. Hehemm.
Þetta er sum sé dagur sem lengi verður í minnum hafður.
Hrafn Óli Eriksson er formlega kominn í heiminn. Já hann heitir Hrafn Óli, það er löngu ákveðið og hér er enginn feluleikjahégómi með nafngiftir hjá henni dóttur minni elskulegri. Hún segir að allir eigi rétt á nafni og eigi að fá það án tafar. Ég er sammála.
Ég vona að nágranni minn, hver sem hann er hér í stigagangi lesi ekki bloggið mitt, en ég sendi honum eitraðar hugsanir í kvöld þegar hann sauð þá úldnustu skötu sem sögur fara af. Ég sem sat sárasaklaus inni á mínu menningarheimili, þegar viðurstyggileg nálylktin smeygði sér að vitum mínum og nærri því, hafði mig undir.
Ég lét mig hafa það af því það eru að koma jól. En aumingja meltingarfærin í skötuætunum. Vó hvað þau hljóta að sjokkerast. Alveg: Í hverju erum við lent?
Hrafn Óli er yndisfagur drengur og alveg nákvæm eftirlíking af systur sinni þegar hún fæddist.
Umrædd systir sefur með jólasængurverið sitt og er svo sæl yfir að jólin séu loksins að koma á morgun.
P.s. mynd af nýbura verður sett inn um jólin.
Falalalalalala og það í alvöru.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jiiii en gaman. Til hamingju!!! -Og gleðileg jól.
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 22:41
Mikið skil ég þig að þú sért þreytt, en þetta hefur greinilega verið ansi merkilegur og stór dagur!
Til hamingju með hann og sofðu rótt !
péess...skata er ógeð !
Sunna Dóra Möller, 23.12.2007 kl. 22:44
Innilegar hamingjuóskir með Hrafn Óla. Gleðileg jól
Bjarndís Helena Mitchell, 23.12.2007 kl. 23:08
En annars til hamingju en og aftur með barnabarn og nafngift... mín börn fengu líka öll nafn um leið og þau fæddust, ég hvíslaði því að þeim um leið og þau komu í fangið á mér
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.12.2007 kl. 23:09
Til hamingju með nýjasta barnabarnið og gleðileg jól!
Sigrún Ósk Arnardóttir, 23.12.2007 kl. 23:22
Innilega innilega og aftur innilega til hmingju með Hrafn Óla bróður Jennýar Unu dótturson þínn...mikið er nafnið fallegt og drengurinn greinilega undurfagur ef hann líkist systur sinni svona mikið.
Elsku Jenný mín.. þetta er greinilega mikill þórláksmessudagur.hv+ildu þig og taktu fagnandi á mótijólum. Mér finnst að við ættum að fara í afsleppelsiskaffitár á milli jóla og nýárs og sjást áður en árið líður i aldanna skaut...og kemur aldrei til baka.
Jólaknús á þig og þína
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.12.2007 kl. 23:41
Til hamingju með nýjasta meðliminn og nafnið á honum líka.. það er flott...
Eigðu gleðileg jól!
Signý, 24.12.2007 kl. 00:09
Sæl Jenný Anna, og til hamingju með Hrafn Óla!
Af skötu er það að segja að hún er besta forvörn gegn, vetrarpestum! Ég er búin að fara í 2 skötuveislur í dag og er næstum viss um að ég er búin að slá á allar pestir næstu daga, enda eins gott þar sem ég er að vinna alla jóladagana!!
Gleðileg jól til þín og þinna og takk fyrir frábært blogg!
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 00:38
Ég má hundur heita ef Hrafn Óli mun ekki tengjast listum á einhvern hátt á fullorðinsárum. Dettur einna helst í hug kvikmyndagerð. Þetta nafn er snilld. Ótrúlega kraftmikið af svo stuttum og laggóðum nöfnum að vera. Til hamingju Jenfo mín. Skilaðu hamingjuóskum til allrar fjölskyldunnar frá mér. Og knúsaðu Einar fyrir fallegu orðin um daginn.
Jóna Á. Gísladóttir, 24.12.2007 kl. 00:56
ELSKU HJARTANS JENNÝ MÍN og þið báðar nöfnurnar og þið öll, innilega til hamingju með litla prinsinn, hann ber konunglegt nafn og mun örugglega bera það vel. Yndislegt að fætt skuli vera heilbrigt og fallegt barn. Vona að þú gætir að heilsu þinni og verðir svo dugleg að setja inn myndir af afleggjurum næstu daga, það verður gaman að sjá Jenný Unu í flotta kjólnum frá Brynju, Olivers ömmu. Njóttu daganna mín kæra. Skrilljón kossar og allt það
Ásdís Sigurðardóttir, 24.12.2007 kl. 01:03
Var búin að gratulera með drenginn en geri það hér með aftur og til hamingju með þetta fallega nafn. Nú bíð ég spennt eftir að heyra hvað Jenný Una hefur að segja um hinn unga mann
Ragnheiður , 24.12.2007 kl. 01:13
þráttfyrir svona felulegt og lágstemmt falalala skynjar maður gleði þína Jenný Anna! Til hamingju, þið öll, ég er fegin að heyra að allt gekk svona vel - RISAKNÚS
halkatla, 24.12.2007 kl. 01:44
af minn hét Óli, ferlega gott nafn ;) og Hrafninn er flottasti fuglinn, maður bráðnar bara þetta er svo kúl
halkatla, 24.12.2007 kl. 01:45
Innilega til hmingju með Hrafn Óla
Marta B Helgadóttir, 24.12.2007 kl. 02:07
Til lukku með litla! Fallegt nafn á drengnum. Gleðileg jól
HAKMO, 24.12.2007 kl. 03:27
Innilegar hamingjuóskir með Hrafn Óla Kröftugt nafn á dreng sem ákvað á síðustu stundu að skjótast sjálfur í heiminn!!
Hrönn Sigurðardóttir, 24.12.2007 kl. 07:05
Til hamingju með nýja barnabarnið og þetta flotta nafn.
Eigið gleðileg jól
Þóra Sigurðardóttir, 24.12.2007 kl. 08:18
Nú er ég orðin jólavæmin og sit hér með tárin í augunum yfir öllum þessum fallegu kveðjum frá ykkur. Ég er að ná því núna að sá stutti er fæddur, gerði það ekki í gær vegna þreytu. Lífið er yndislegt. Jenný Una á ábygglega eftir að láta gullkornin hrynja af vörum sínum varðandi bróður sinn ásamt fleiru, en núna er hún ekki mjög skrafglöð því hún er að horfa á "baddnefni" og borða MogM. Meiri uppeldið hjá barninu.
Knús og takk aftur
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.12.2007 kl. 08:52
Til hamingju með Hrafn Óla og Gleðileg Jól! ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.12.2007 kl. 10:17
Innilegar hamingjuóskir kæra mín,með nýjasta barnabarnið
Jónína Dúadóttir, 24.12.2007 kl. 10:54
TIL HAMINGJU :)))))))))) og GLEÐILEG JÓL !!
Ester Júlía, 24.12.2007 kl. 10:56
Ég vil óska þér og þínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Jafnframt þakka ég skemmtileg bloggviðkynni á árinu sem er að líða ...
kv, GHs
Gísli Hjálmar , 24.12.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.