Leita í fréttum mbl.is

Hverjir eru þeir?

Þessi frétt fór fram hjá mér í gær.  Kannski eins gott, því eins og heilsufarinu var háttað hefði ég sennilega fengið andateppu.

Ég vil vita hverjir þessir hundingjar og mannleysur eru sem ráða erlenda starfsmenn á 317 kr. á tímann.

Hversu langt er hægt að teygja sig í græðginni?

Ég á svo erfitt að sjá fyrir mér einhvern atvinnurekanda sem tekur upplýsta ákvörðun um að fá sér þræla, hýrudraga þá til þess að auðga sjálfan sig.  En auðvitað er eins gott að horfast í augu við það, skíthælarnir eru víða og nú í hinni margdásömuðu uppsveiflu virðist vera nóg af þeim.

Við, almenningur, eigum rétt á að vita hverjir það eru sem svona koma fram.  Við eigum ekki að þurfa að skipta við þrælahaldara. 

Svo skil ég ekki af hverju þessir menn missa ekki rekstrarleyfið umsvifalaust þegar þeir verða uppvísir að mannréttindabrotum.

Það á að slá fast og ákveðið á puttana á þrælahöldurunum.

Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur þegar ég les um þetta, einn ganginn enn.

Mál að linni.


mbl.is Gert að vinna fyrir 317 kr. á tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þrymur:  Sammála og er nokkur ástæða til að leyfa þeim sem svo gróflega brjóta á fólki að halda áfram fyrirtækjarekstri?  Eru þeir ekki búnir að fyrirgera rétti sínum til þess? 

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 09:08

2 identicon

Þetta eru sjálfsagt sömu ,, íslensku athafnamennirnir " og þeir sem eru að fjármagna eyturlyfjaburðardýr með fé sem þeir hafa svikið undan skatti og láta svo innflutta starfsmenn sína búa í gámum og öðru ólöglegu húsnæði. Þessir gráðugu og samviskulausu aumingjar kaupa svo fjarstýrða Range Rover bíla í Hagkaupum handa illa upp öldum og gráðugum erfingjum sínum og pelsa handa frúnum og ljóskunum sem þeir halda við út í bæ.   

Stefán (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 09:29

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

vá, þetta er svipað og yngstu unglingavinnubörnin fá :o

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.12.2007 kl. 09:43

4 identicon

Hvað skyldi Jói Fel borga starfsfólki sínu, kanski eitthvað í líkingu við þetta. Allavega virðast fáir tolla lengi í vinnu hjá honum og svo auglýsir hann stanslaust eftir starfsfólki, en selur svo líklega dýrasta bakkelsi á landinu. Og á meðan bakkelsið hækkar hjá honum, þá minnkar það í sama hlutfalli, t.d. rándýrar örkleinur og örkleinuhringir.

Stefán (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:13

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tek undir, hverjir eru þetta?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.12.2007 kl. 23:47

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Högni: Ég veit ekki hverjir þetta eru, en það virðast vera fleiri en einn atvinnurekandi af fréttinni að dæma.

Stefán: Hvað koma undirborgaðir útlendingar Jóa Fel við?  Er ekki hægt að halda sig við umræðuefnið og láta vera að draga saklaust fólk inn í umræðuna? Ég kæri mig ekki um svona slúður.

Hildigunnur:  Þetta er skelfilegt ef rétt reynist.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 23:51

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Rétt hjá þér, umræðan fer í gang og deyr svo aftur.  Ég held að það sé skortur á áhuga, hjá öllum aðilum.  Það virðist ekki vera beinlínis hagstætt að taka á þessum málum, þannig að svona lagað hætti að gerast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 23:52

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Var ekki eitthvað í fréttum í kvöld að þetta væri hótel Glymur? Stefán er þetta slúður eða hefurðu eitthvað áreiðanlegt um það sem þú talar um.

Enn eitt af því sem gleymist oft í svona umræðu er skatturinn, ég þekki dæmi þar sem erlendir starfsmenn voru á tæpum 600 kr. á tímann jafnaðarkaup og látnir vinna mjög mikið, þeir voru hjá starfsmannaleigu sem seldi svo vinnu þeirra fyrir vel á þriðja þúsund á tímann, það skilaði sér ekkert af þeim peningum sem áttu að fara í skattinn og það sem var tekið af körlunum eins og lífeyrissj, verkalýsgj, orlof eða staðgreiðsla allt var þetta af samvisku dreigið af þeim og gott betur því þá átti eftir að draga af þeim húsaleigu og matarpeninga, þeir voru ráðnir þannig að þeir komu sem ferðamenn og máttu ekki vera lengur en 3 mánuði hér og vissu það þannig að þeir fóru svo sem með svolítið af peningum heim enn gerðu sér enga grein fyrir hvað starfsmannaleigan var búin að stela af þeim og það virðist yfirleitt ekki vera spáð í hvað mikklu þær stela frá því opinbera með þessum hætti.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.12.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband