Leita í fréttum mbl.is

Lukkudýrið Össur

Ég er alin upp hjá gömlu fólki, langömmu minni og syni hennar.  Þau kenndu mér margt.  Eitt af því sem þau lögðu mikla áherslu á var að forðast raupsemi og að hlakka ekki yfir óförum annarra.  Það hefur gengið misvel hjá mér sú tileinkun, en ég reyni eins og ég get að vera ekki montin, enda ekki svo merkileg heldur, að ég hafi nokkurn skapaðan hlut efni á því.  Þegar maður pælir í því, þá hefur enginn efni á að hreykja sér eitthvað svakalega, við gerum sumt vel, annað síður og allt þar á milli. 

Ég hef skilið það svo að ríkisstjórnin á hverjum tíma, sé ríkisstjórn þjóðarinnar, þegar búið er að setja hana saman.  Lýðræðisleg niðurstaða er fengin og svo skella einhverjir sér í bandalag, eins og gengur og meiningin er að stjórna landinu, öllu landinu, fyrir ökkur öll, hvar sem við stöndum í pólitík.

Það fer því ofsalega í taugarnar á mér þegar ég er að lesa oflætispistla Össurs Skarpéðinssonar,ráðherra,  þar sem hann geysist yfir ritvöllin í háheilagri sjálfsupphafningu og monti og hagar sér eins og öflugur áróðursmeistari fyrir kosningar, svei mér þá. 

Össuri finnst hann burðarás þessarar ríkisstjórnar, hann er vinur allra og hefur gamanmál á hraðbergi.  Hann er stórkrútt ríkisstjórnarinnar, finnst honum sjálfum, þ.e. ef ég er almennilega læs á bók og blað.

Kosningunum er lokið Össur.  Nú ertu ráðherra allra Íslendinga.

Gerðuða komdu niður á jörðina.

Og Geir er pabbinn.

ARG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ofurkrúttið mun aldrei láta sér segjast, bloggið hans frá Filippseyjum til dæmis sló öll hugsanleg met - málið er að hann hefur veikleika, sem ég og fleiri Íslendingar hafa reyndar stundum líka, hann tekur sjálfan sig og lífið ekki nógu alvarlega. Þess vegna verður hann svona svakalega ábúðarmikill á köflum.

María Kristjánsdóttir, 9.12.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

María: Úff, veistu að mér finst þetta ekki mjög traustvekjandi. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2007 kl. 00:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hjá Össuri sko.  Hehe, mér stendur ekki á sama um gassaganginn og ofurhamingjuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2007 kl. 01:00

4 Smámynd: Blómið

Jenný.  Maðurinn er náttúrulega megakrútt    Held að hann sé haldin því sem maður kallar svefngalsa og kemur upp á yfirborðið ef maður fær ekki nóga hvíld    Tímasetning pistilsins ber allavegna vott um það   Og til að fyrirbyggja allan misskilning, þá HELD ÉG EKKI að maðurinn sé FULLUR

Það fer því ofsalega í taugarnar á mér þegar ég er að lesa oflætispistla Össurs Skarpéðinssonar,ráðherra

Blómið, 9.12.2007 kl. 01:16

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Blómið, ég held ekki frekar en þú að hann sé fullur, mér finnst út í hött að ganga út frá því að þó fólk sé seint að blogga að það hljóti það að vera í glasi.  Fránlegt.  En maðurinn er hehemm dálítið góður með sig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2007 kl. 09:18

6 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Sæl. Tek undir hvert orð. Las bloggið hans á eyjunni.is og upphafningin og sjálfumgleðin er alveg yfirgengileg. Þessi maður hefur heldur aldrei veirið neitt nema kjafturinn. Vitið sem honum hlýtur þó að hafa verið gefið virðist vera einhversstaðar á flökti út í eilífðinni. Kveðjur til þin.

Sigurður Sveinsson, 9.12.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband