Laugardagur, 24. nóvember 2007
Ég er klofinn persónuleiki
Ég er gamall hippi, í hugsun en ekki í útliti. Ég er of skveruð fyrir mussur og klossa. Miðað við reynslu og fyrri störf, ætti ég að hoppa hæð mína yfir "Ekki kaupa deginum", blogga hvatningarblogg um að kaupa ekki örðu í dag og vekja athygli á neyslubrjálæðinu, sem ég reyndar geri oft. En ég get það ekki að þessu sinni, því í dag ætla ég að sjoppa eins og ég hef orku til.
Ég er klofinn persónuleiki, ég sver það. Ég myndi t.d. aldrei hengja mig í krana í mótmælaskyni eða leggjast á götuna til að leggja áherslu á gott málefni. Ástæðan er einföld, ég tæki mig ekki nógu vel út hangandi í krana. Væri hrædd um að gallabuxurnar myndu krullast upp á kálfa, eða að dragtarpilsið myndi hífast upp um of nálægt júnóvott. Enginn stíll yfir því og ég vil alltaf koma vel fyrir. Líka í mótmælaaðgerðum. Þess vegna mótmæli ég af alefli heima í stofu (stofukommi?).
Klofningur huga míns kemur fram í ótal myndum. Ég elska t.d. lömbin, litlu og sætu ofurheitt. Á myndum eru þau dúllur dauðans, en á mínum matardisk eru þau jafnvel enn fallegri og ég fæ næringarlega fullnægingu þegar ég sting í þau hníf og gaffli.
En í dag mun ég vaða um eins og hippi á trippi um musteri Mammons. Ég var einmitt að hugsa um að það væri ógeðslega flott ef flest allir myndu nota daginn til að kaupa ekki örðu, því meira pláss fyrir mig og mitt fólk. Og á meðan ég veð um allt með minn innkaupavagn, mun ég sýna stuðning í huganum.
Það er alltaf verið að gera manni erfitt fyrir. Þessi "Ekki kaupa dagur" er flott hugmynd, en ég legg til að hann verði settur á annan dag á árinu. T.d. Föstudaginn Langa eða Jóladag. Sounds like a plan?
Er farin að gera innkaupalista elsku lufsurnar mínar.
Úje og amen í buddunni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2987316
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Láttekkieinsog banani drengur, ég meina hvert orð
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.11.2007 kl. 11:34
Kaupa smá og skynsamlega. Ekki aðeins meira og svo pínu til og fara svo heim útúrvíruð og blönk með magann fullann af samviskubiti og fangið fullt af drasli, sem þú hefðir vel getað komist af án.
Sumir geta keypt án þess að verða sér og öðrum að fjörtjóni en aðrir geta það ekki og hafa enga stjórn á því. Það er ekki hægt að kenna slíku fólki að kaupa í hófi eða til ánægju. Guð gefi þér vitið til að greina þar á milli.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.11.2007 kl. 11:45
Hmm, ég er þannig að á reyklausa deginum langar mig í vindil, á bíllausa deginum fer ég í bíltúr, á forvarnardeginum langar mig í vímu og á setningardegi alþingis langar mig í byltingu. I am one crazy m*****hump********fu****as**ole**jacka**sumb*****
Ingi Geir Hreinsson, 24.11.2007 kl. 11:46
Hummmm ekki kaupa dagur? Er að fara að snara mér í BÚÐ þegar ég kemst frá tölvunni og kaupa á mig FÖT. Það er jólahlaðborð í kvöld hjá mér og algjört MÖST AÐ FÁ NÝ FÖT.hahahahahahaha
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 11:55
ég held við séum andlega skyldar. Það eina sem hefur haldið mér frá því að binda mig á borinn á Hellisheiðinni er óttinn við hvernig ég komi út á mynd
Hinsvegar ætla ég alls ekki að kaupa neitt í dag!!
Hrönn Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 11:56
hahaha þú hugsaðir eins og ég þar sem ég er að fara í jólainnkaup í dag: Jibbý!! það verða fáir að versla, vonandi fara sem flestir eftir þessu svo ég hafi búðirnar útaf fyrir mig
Eigðu góðan verslunardag, það ætla ég að gera
Huld S. Ringsted, 24.11.2007 kl. 12:22
Eigum við þá að hittast í "toy's for U" eða hvað??
Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 12:34
Ég var komin í kápu og skó á leið í leiðangur til að versla dót þegar systir mín kom í kaffi og núna er ég bara að "taka skurk" og gera hreint og fínt heima hjá mér. Hvort ég skunda svo á skítugum skóm um gólf kauphallanna síðar í dag skal ósagt látið en það verður þá bar til að kaupa eitthvað lífsnauðsynlegt. Eins og t.d make.
Maður verður að vera sæt..alltaf..sama hvað. Eins og Jenný!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.11.2007 kl. 12:42
bíddu... er til dagur sem er "ekki kaupa neitt" dagur? Vá hvað ég er alveg ekki með... Ég sem er að fara í ikea
Friður!
Signý, 24.11.2007 kl. 13:10
Mér skilst að allir ætli út að versla í dag, í von um að enginn verði þar
Jónína Dúadóttir, 24.11.2007 kl. 13:34
Ég ætla fara út í búð og versla þetta stoppar mig ekki.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.11.2007 kl. 14:01
"Það er alltaf verið að gera manni erfitt fyrir. Þessi "Ekki kaupa dagur" er flott hugmynd, en ég legg til að hann verði settur á annan dag á árinu. T.d. Föstudaginn Langa eða Jóladag. Sounds like a plan?"
I love you!
Edda Agnarsdóttir, 24.11.2007 kl. 14:07
Ég ætla ekki að kaupa neitt aftur á Íslandi, einfaldlega of dýrt.
Ég ætla bara að kaupa í útlöndum, enda keypti ég upp lagerinn af ferðatöskum í gær
Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 15:43
Hehehehe um að gera að njóta þess að versla, þegar maður er í stuði til þess.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2007 kl. 16:32
Þeir uppfundu karlabiðsal í mollunum á Spáni. Ástæðan var sú að karlarnir (eins súrir og þeir verða) hepptu kaupgleðina. Hafa því húsbandið með næst.... p.s. Mundu Jenný að orðið budda hefur sérstaka merkingu hér norðan heiða,,,
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 17:35
Ég hafði ekki hugmynd um að það væri "ekki kaupa neitt dagur" til ...hahahha....ég alla vega er búin að storma um Ikea, Kringluna, Garðheima og matarbúð...allt á tveimur tímum, með grísina þrjá með mér ! Ég heyrði meira segja af fleirum í feitum jólainnkaupum í dag....hahaha....!
Nú eru komnar seríur í alla glugga og í vasa og Georg Jensen hangir fyrir ofan hausinn á mér og ber sig vel eftir 12 mánuði í kassa !
Mér líst vel á þessa tillögur þínar að hafa þennan innkaupalausa dag á eldrauðum dögum......hverjum datt í hug að hafa hann 30 dögum fyrir jól !
Eigðu gott lördagskveld ! Lifi ljósin !
Sunna Dóra Möller, 24.11.2007 kl. 17:49
OMG LOL er ekki-kaupa-dagur-í-dag? Langt síðan ég hef eytt eins miklu og í dag. Íþróttavöruverslun í dag með Gelgjunni, svo kaffihús með gamalli vinkonu (gúffað í sig allskonar gúmmulaði), Blómaval í dýradeildina (kattarmatur, hundabein, hálsólar á kettina og merkingar) og að lokum Nóatún. Ji minn ég fer örugglega ekki til Guðs. Ég skil að þú hafir áhyggjur af out-fittingu hangandi í krana LOL. Annars: góðan daginn dúllan mín þó að seint sé.
Jóna Á. Gísladóttir, 24.11.2007 kl. 20:04
It was about time Jóna. Gat nú verið, enginn stuðningur við málefnið á þínum bæ
SD: Einvher sadisti valdi þennan dag, það er viss um. Til hamingju með seríur og læti.
Hallgerður, er steingeit en jólaóð.
Takk krakkar fyrir komment.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.11.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.