Laugardagur, 17. nóvember 2007
Desember upp á gott og vont
Það er merkilegt hvað stundum raðast upp atburðir á vissa mánuði í lífi manns. Desember hefur alltaf verið mánuður mikilla atburða í lífi mínu, hvernig sem annars stendur á því.
Frumburðurinn minn hún Helga Björk er fædd í desember, systir mín litla hún Steinunn líka. Jenný Una Eriksdóttir á afmæli í milli jóla og nýárs og litli bróðir hennar sem er á leiðinni mun fæðast í desember. Mamma og tengdamamma eiga afmæli í desember. Ég gifti mig þá og flutti búferlum í sömu vikunni þannig að það eru greinilega ofvirknistjörnur á kreiki í þessum mánuði, þegar manni finnst alveg nóg að hamast í jólaundirbúningi og hátíðahaldi, svo ekki sé nú meira gert.
Ég er vetrarbarn, ég elska skammdegið, ljósin og hlýjuna innanhúss, það er svo mikið öryggi fólgið í því að krulla sér upp í einhverju horni og hlusta á vindana gnauða. Sumir segja að þetta sé bilun, ég kalla það heppni, því það væri þokkalegt að geta ekki þolað veturinn og eyða svo stórum hluta ævinnar hér úti í ballarhafi.
Ég bíð alltaf spennt eftir desember. Það er nostalgíumánuður. Hann minnir mig á ömmu mína sem ól mig upp, notalegheitin og ég finn bón- og bökunarlykt. I love it.
En undanfarin tíu ár kvíði ég sáran fyrir þessum mánuði, líka. Barnabarnið mitt hann Aron Örn, lést 4. desember tæplega 3. mánaða gamall og það er held ég, það versta sem ég hef upplifað á minni löngu og viðburðarríku æfi. Nei annars, ég held það ekki, ég veit það.
Nú hefði Aron orðið 10 ára. Ein vinkona mín á 10 ára strák, ég fylgist grant með honum (úr fjarlægð reyndar). Ég stend mig stundum að því að stara á litla drengi sem ég hitti á förnum vegi og velta fyrir mér aldri þeirra og stundum spyr ég foreldrana. Reyni að sjá fyrir mér hvernig Aron hefði litið út. María, mamma hans Arons hefur unnið af miklum þroska úr sínum missi og á nú litla yndið hann Oliver Einar, og hún, eins og hinar dætur mínar, eru hreint út sagt flottustu mömmur í heimi (fyrir utan mig sko)
En svona er lífið. Eintóm blanda af súru og sætu allt í einum hrærigraut. En ég fullyrði að það er hægt að hlakka til og kvíða fyrir á sömu stundu. Lífið er nefnilega aldrei svart eða hvítt.
Það er nokkuð til í því að tíminn lækni öll sár að lokum. A.m.k. dofnar sársaukinn með árunum, enda eins gott, annars myndum við ekki lifa af í sorginni sem okkur er flestum úthlutað, í mismiklu magni auðvitað.
Í dag hef ég verið að hugsa til yndislegrar vinkonu minnar hennar Röggu sem nú syrgir sárt hann Himma sinn, sem dó síðsumars, en hefði átt afmæli í dag. Þið mættuð gjarnan senda henni fallegar hugsanir.
Knús á ykkur í nóttinni og sofið vel elskurnar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Æ, snúllan mín. Sendi þér stórt knús frá Skaganum! Öll svona tímamót geta verið svo erfið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.11.2007 kl. 00:39
Lífið.
Risa knús og enþá stærra knús!
Ólöf Anna , 17.11.2007 kl. 01:08
Úff ... kannast við þetta. Fyrir mér er desember erfiðasti mánuðurinn. Missti mína 2 þann 11. og upplifi alltaf mikinn söknuð þegar líða fer að þessum tíma, þeir yrðu 12 ára í ár.
Skilningsknús á þig og þína.
Eva Þorsteinsdóttir, 17.11.2007 kl. 01:51
þessi sorg rífur í við ólíklegustu tækifæri og minnir harkalega á sig, og alltaf á tímamótum....... bestu kveðjur.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.11.2007 kl. 09:36
Sunna Dóra Möller, 17.11.2007 kl. 10:56
Takk fyrir að deila þessu með okkur,þetta hnippir í mann,gæti þess vegna staðið sem fallegt ljóð.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 11:55
Kannast aðeins við þessa tilfinningu
Huld S. Ringsted, 17.11.2007 kl. 12:45
Hvað getur maður annað en opnað faðminn sinn og boðið knús?
Hugarfluga, 17.11.2007 kl. 13:27
Takk ljósin mín og ég knúsa ykkur allar til baka
Dúa hringdu í mig addna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 13:49
Knús á þig Jenný og ......
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.11.2007 kl. 14:00
Jenný: Éég er rík að hafa uppgötvað bloggið þitt á sínum tíma - Knús mörgum sinnum. Suðurferð er að bresta á - keep you informed
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 14:32
knúws
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.11.2007 kl. 16:26
Snúllan þín Þessi desember verður góður. Ég veit það. Þú og þín yndislega fjölskylda styðjið og styrkið hvort annað. Ég er hér. Ef þú vilt og þarft. Sjálf geri ég ekki mikið af því að hugsa um desember atburði fortíðarinnar. En það er allt annað. Ég var svo ung. lovjú.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.11.2007 kl. 23:28
Takk öll fyrir fallegu kveðjurnar. Þær koma að gagni og ég er viss um að henni Maysu minni finnst ekki verra að lesa þær
Jóna: I know what you mean honey
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2007 kl. 02:14
Ljúf færsla Jenný.
Hann Guðni Már las upp úr henni á Rás 2 núna rétt áðan - gullfallegt, enda yndislegur hann líka.
Marta B Helgadóttir, 18.11.2007 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.