Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Netlöggan
Ég las viðtal í 24 Stundum, við Gná Guðjónsdóttur, fulltrúa í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra þar sem fram kemur sú skoðun hennar á að lögreglan eigi að hefja leit að barnaníðingum á netinu.
Gná hefur kynnt sér rannsóknir FBI, og segir menn þar vera hættir að líta til hliðar þegar þennan málaflokk beri á góma, og að þeir gangi ótrauðir í þessi mál, sem öllum hryllir við.
Rannsókn meðal fanga í USA leiddi í ljós að 85% þeirra sem dæmdir hafa verið vegna vörslu barnakláms, viðurkenna að hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Heil 85%, hvorki meira né minna.
Þar höfum við það.
Ég styð amk. stofnun netlöggu, sem vinnur þá eins og FBI.
Ég ímynda mér að allt venjulegt fólk vilji uppræta barnaklám og koma höndum yfir níðingana.
Allir sammála um það, er það ekki?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 01:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jú.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.11.2007 kl. 01:15
sama hér.... segi jú þótt fyrr hefði verið
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.11.2007 kl. 01:21
Ertu búin að gleyma undirtektunum sem fengust við þessari uppástungu hjá félaga Steingrími hér um árið?
Það er kannske ekki sama hver fær svona hugmyndir.
Þórbergur Torfason, 11.11.2007 kl. 01:22
Síur gera ekkert gagn, einstakalingur með einhverja tölvukunnátu getur farið framhjá "barnaklámsíum" eins og er verið að tala. Eina sem gerist er hærra gjald á interneti sem bitnar á öllum í staðinn
Alexander Kristofer Gustafsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 01:37
Er ekki sjálfsagt að grípa þjóf á vettvangi glæpsins? Er einhver munur þarna á?
Þorgerður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 01:41
Æi Alexander: Leim mótrök. Allt er til vinnandi til að stöðva níðingana sem kaupa og framleiða barnaklám. FBI væru ekki að vinna þetta svona ef þeir teldu það ekki borga sig. Ónei.
Þórbergur: Það var í apríl s.l. sem Steingrímur J. minn mæti formaður orðaði þetta svona í Silfri Egils. Að sjálfsögðu komu "friðarpostularnir" og túlkuðu þetta sem yfirvofandi persónunjósnir VG.
Krumma og Lára Hanna: Við konur skiljum hvað er í húfi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2007 kl. 01:43
Þorgerður: Nákvæmlega enginn munur þar á og góður punktur hjá þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2007 kl. 01:44
Það er það sem ég SEGI!! Steingrímur Jóhann Sigfússon hefur alltaf verið á undan sinni samtíð, og eins við allir ( flestir) Þingeyingarnir :) er hann snillingur, hans tími ER að koma, og svo kemur mín elskulega bekkjarsystir úr lögregluskólanum og staðfestir þetta fyrir Steingrím og alþjóð. Þetta er auðvitað snilldarfólk. HEYR HEYR!!
Alva (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 01:51
Hér ætla ég mér að leyfa mér að verða örlítið ósammála, þótt subjektið gargi á pólitíska rétthugsun.
Í fyrsta lagi þá held ég að slík vinnubrögð uppræti ekki neitt en hafi þó í för með sér ákveðna fælni fyrir brotamenn. Eðlið sem veldur verður það sama, þó svo að haugur manna verði settur í fangelsi og úthrópaði í ystu myrkur fyrir sjúkleikann.
Í öðru lagi tel ég grunninn að slíkri hnýsitækni ekki vera til höfuðs þessum glæpum heldur enn ein aðförin að prívatlífi fólks og uppbyggingu hugsanalögreglu. Þetta fordæmi mun gagnast og verður notað í víðara samhengi og eru grunnforsendurnar aðeins sætuefni til að réttlæta ósköpin fyrir fólki og að það kyngi því að það verði undir smásjá stórabróður.
Ég treysti ekki þessu fólki til að halda sig við þetta efni eitt og er verið að seilast lengra og lengra af lögreglu inn í einkalíf fólks og síðast var verið að setja inn frumvarp um það að snúa við sönnunarfærslunni hjá ákveðnum brotahópi, hvað varðaði eignir þeirra og eða maka og venslamanna. Allt má gera upptækt ef viðkomandi getur ekki sýnt fram á að hann hafi eignast þetta á löglegann máta. Það eru skýlaus stjórnarskrárbrot og þú getur rétt ímyndað þér hvað slíkt fordæmi mundi gera réttarkerfinu okkar.
Hér erum við að sigla inn í þann Orwellian veruleika, sem hefur tekið sér trausta bólfestu í vænisýkismekkunni USA, þar sem stjórnarskráin hefur að mestu verið afnumin hvað varðar frelsi þegnanna.
Björn Bjarnason hefur svarið sig vel í þennan vænijúka trend í löggu og herleik sínum og finnst mér kominn tími á að fólk segi stopp.
Eins og ég segi þá er manni gert erfitt með að andmæla þessum yfirgangi á persónufrelsi vegna þeirra umbúða sem tiltækið er pakkað inn í, en ég veit það Jenný mín að þú sérð að ég er ekki að mæla þessum glæpum bót. Það eru aðrar leiðir til að sporna við þeim, en að láta frelsið af hendi. Þeir gaurar eiga það bara ekki skilið slíkar fórnir.
Verum ekki eins og einn vegfarandi sagði í viðtali í US: I would gladly give up my liberties for my freedom.
Við erum ekkert annað en stúpid rollur ef við ætlum að kyngja slíku.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 02:05
FBI er að gera þetta af því að þetta er gátt framhjá stjórnarskrá til að hnýsast í vefumferð. Svo eru tölvuheimar þannig að lei verður fundin framhjá þessu á 0,5 og stöðugt tæknieinvígi mun verða eins og á vírus og vírusvarnarmarkaðnum. Það er úr vasa okkar tekið eins og ég benti á. Ég vildi að þetta væri svo einfalt að lausnin væri fundin á kláminu þarna, en ég get lofað þér því að svo er ekki. Því miður er lífið ekki svona svarthvítt, eða á maður að segja, thank god.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 02:11
Ég verð að vera sammála Jóni Steinar hér. Þetta er dálítið varhugavert, þó málefnið sé gott. En hér þarf að fara að með stakri gát. Lífið er farið að minna mig óþægilega mikið á 84 myndina um stóra bróður. Við grípum eitthvað svona þægilegt mótíf, til að að okkar mati að ná skrímslunum. En hvað fylgir svo í kjölfarið ? Það er og verður spurningin að mínu mati. Þetta er alltaf spurningin um trúverðugleika, sem ég fyrir mína parta hef miklar efasemdir um, við núverandi stjórnvöld og dómsmálayfirvöld og lögreglu. En það er bara mín skoðun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2007 kl. 02:42
Sía á barnaklámsefni mundi ekki skila neinum árangri(spurðu hvaða manneskju sem vinnur við tölvukerfi og hún mundi segja það sama)nema hækkun gjalda á interneti til neitanda
Alexander Kristofer Gustafsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 04:25
Fbi hefur gert marga skandala og heimskupör gegnum tíðina, Interpol er mun marktækari stofnun
Alexander Kristofer Gustafsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 04:29
Ég er mjög sammála um að barnaklám þarf að uppræta og ég styð að netið sé einnig notað til að stöðva barnaníðinga.
Dísa Dóra, 11.11.2007 kl. 08:00
Ég er mjög sammála þér Jenný, þetta þarf að uppræta.
Huld S. Ringsted, 11.11.2007 kl. 08:24
Ég er algjörlega hundrað prósent sammála Jóni Steinari!!!
Hef ekkert meira um málið að segja!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.11.2007 kl. 08:43
Það eru engin deiluefni um það að barnaníðinga beri að stöðva heldur hitt hvernig standa beri að verki. Málið leysist ekkert við það að eh netlöggan sé að monitora netið öllum stundum og má líkja því við það að reglulega væri bankað uppá hjá fólki til að athuga hvort einhver lögbrot ættu sér stað á því og því heimilinu. Það eru margar skuggahliðar á netinu rétt eins og út í þjóðlífinu sjálfu en einnig margt mjög gott og þarftlegt rétt eins og þessi bloggvettvangur hérna. Þó svo að skuggahliðar mannlífsins séu til staðar þá réttlætir það ekki að við komum á fót lögregluríki eða hvað. Það er einfaldlega það sem er verið að leggja til. Auðvitað eigum við að standa að því saman öll sem eitt að uppræta þennan óþverra sem að barnaníð er þó svo að það verði ekki frekar upprætt frekar en annar viðbjóður sem á sér stað meðal manna. Að sjálfsögðu má gera ýmsilegt á netinu með því að leita uppi þær vefsíður sem að bjóða uppá svona viðbjóð og koma höndum yfir þá aðila sem að því standa. En plís. Enga netlöggu takk.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 08:45
Það má alveg koma netlögga í mína tölvu .. .. Auðvitað er þetta snúið, alltaf tvær ef ekki fleirri hliðar á málum víst. Allir sammála að stöðva eigi barnaníð, jú mikil ósköp! úff..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2007 kl. 09:22
Ég skil vel sjónarmið þeirra sem setja spurningu við þessa aðferð og mér finnst Jón Steinar hafa heilmikið að segja af viti eins og venjulega og reyndar allir sem hér hafa lagt orð í belg.
En eins og málið horfir við mér, þá er ég að hugsa um eftirfarandi:
Milljónir kvenna og barna eru í ánauð út um heim og þessi "atvinnuvegur" er talinn ábatasamari en fíkniefnagróðinn.
Börn eru notuð til þrælkunarvinnu, kynlífs og þar á meðal í barnaklámmyndir sem vestrænir perrar kaupa og slefa yfir.
Þessar staðreyndir gera það að verkum að miklu er til fórnandi til að uppræta þessa gengdarlausu grimmd og ofbeldi gegn saklausum börnum.
Þarna verður þá að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og ég hef ekki mikla trú á að þarna verði alsherjar persónunjósnir settar í gang, þó auðvitað sé ákveðin hætta á misnotkun. Ég tek fram að mér finnst alveg nóg komið með að láta anda ofan í hálsmálið á mér.
En hvað gerum við gott fólk þegar staðreyndirnar um mansal og ofbeldi, ánauð og mannvonsku gagnvart börnum er borðliggjandi? Eigum við bara að láta eins og ekkert sé?
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2007 kl. 09:34
Tilvitnun í þig Jenný:
"Milljónir kvenna og barna eru í ánauð út um heim og þessi "atvinnuvegur" er talinn ábatasamari en fíkniefnagróðinn.
Börn eru notuð til þrælkunarvinnu, kynlífs og þar á meðal í barnaklámmyndir sem vestrænir perrar kaupa og slefa yfir."
Þetta er alveg rétt hjá þér Jenný. En nær væri að tala um tugmiljónir eða hundruði í þessu samhengi. Kvenn- og barnaþrælkun viðgengst víða um heim og erum við ekki öll að taka þátt í því að viðhalda þeim ósóma. Hver kaupir ekki Nike og annan varning sem er framleiddur í svokölluðum sweetshops í Kína, Bangladesh og víðar. Vændi er einnig mjög algengt í þessum löndum og ekki óalgengt að fátækt fólk í Kína, Filipseyjum, Indlandi og víðar selji dætur sínar í vændi. Við erum að tala um ríki þarna í Asíu, Afríku og Suður til Norður Ameríku þar sem meira en helmingur jarðarbúa býr við bág kjör og vændi er algengt. Þar með talið barnavændi!!!! Heldur þú og þínar skoðanasystur að þið séuð að taka af einhverju viti á þessu vandamáli sem að blasir við okkur með einhverri netlöggu? Því miður þá held ég að það sé ekki raunin.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 09:56
Þessar hnýsingar miða að því að grípa neytendur en ekki hina raunverulegu glæpona, sem er jafn áhrifalaust og í tilfelli fíkniefna. Samtakamáttur fólks, getur skilað ýmsu og við megum ekki setja vald í hendur fárra í svona efnum og leggjast svo á hina. Það hefur reynst áhrifaríkt að tilkynna um slíkar síður og pósta til þar til gerðra stofnanna. Ef við höldum vöku í því, þá verður árangurinn skilvísari. Við erum hins vegae ekki nógu dugleg við slíkt. Við hér á blogginu gætum til dæmis haft link á síðum okkar til slíikra staða.
Það er mikið af þessum lólítuviðbjóð á netinu og slíkt kemur raunar upp við saklausustu leitarorð og jafnvel þegar child eða toy er slegið inn. Einnig fær maður svona spam ásamt viagraauglýsingum og annarri óáran. Það morar allt í þessu. Ég held að menn átti sig ekki á umfanginu og mér finnst þessir sporhundar lögreglunnar, vera að villa á sér heimildir með að gefa í skyn að slíkar aðgerðir séu eitthvað alfa og omega í þessum málum. Netverjar geta upplýst um það og þarf t.d. ekki annað en að benda á Torrentið, sem er ein flutningsleiðin og nánast ógerningur að finna sorsinn á þeim, sem er í kjöllurum í Kína og Rússíá m.a.
Ég segi nei við þessu af því að her erum við að brjóta prinsipp, sem verður misnotað og kemur í hausinn á öllum síðar, rétt eins og með frumvörpin han Bjarnar Bjarnasonar.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 10:00
Já nú segi ég eins og Hrönn.
Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 11:06
Ég verð að segja að ég myndi óttast afleiðingarnar af þessu. Líkt og Jón Steinar talar um.
En svo velti ég fyrir mér; ef þessi tækni er fyrir hendi, hvernig vitum við hvort það er ekki bara nú þegar verið að anda niður um hálsmálið hjá okkur? Myndi einhverju breyta þó ''netlöggan'' færi í yfirlýst stríð við barnaníðinga á netinu. Er ekki einhver að ''horfa'' á okkur hvort sem er? Spyr fávís kona.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.11.2007 kl. 12:00
Þetta voru sjokkerandi tölur á rannsókn fanganna!
Er á því að vinna þurfi að þessu eins og Gná kom inn á og ef það þarf Netlöggu þá þarf þess, þetta krefst þess að fara af stað og þróa þetta en ekki sitja eftir í þessu eins og svo mörgu öðru hjá okkur.
Edda Agnarsdóttir, 11.11.2007 kl. 13:32
Ansi hreint hrædd um að úrtölufólkið hafi rétt fyrir sér, hérna. Síurnar duga ekki nema dagpart, það er svo auðvelt að komast fram hjá þeim. Og eftir sitjum við, saklausu netnotendurnir, með eftirlitið...
Reyndar var það ekki Steingrímur heldur Steinunn Valdís sem talaði aðallega fyrir neteftirlitinu og síunum. Steingrímur var að tala um að netið þyrfti að vera undir lögum og reglu, rétt eins og aðrir hlutar mannlegs lífs, nokkuð sem ég held að enginn geti verið á móti. Steinunn talaði í löngu máli um hluti sem hún hafði ekkert vit á, frekar óréttlátt að það var svo Steingrímur sem var skotið á endalaust.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.11.2007 kl. 19:57
Við nafnar erum vanir þvílíku ...
Steingrímur Helgason, 12.11.2007 kl. 00:26
Ég er heldur á móti því að lögreglan sé að njósna um borgara svona almennt. Ef upp kemur rökstuddur grunur um refsiverð brot, er auðvelt að fá dómsúrskurð til að fylgjast með viðkomandi. En svona eftirlit yfirvalda með almenningi getur náð inn á öll möguleg og ómöguleg svið og er hættuleg þróun.
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.