Leita í fréttum mbl.is

Tek að mér viðgerðir...

 1

..á eftirtöldum heimilistækjum: Þvottavélum þar sem sía hefur stíflast eða þar sem þarf að hleypa út fólki sem lokast hefur inni í viðkomandi maskínu ásamt ryksugum sem þarfnast pokaskipta.

Í dag komst ég að því að ég er spámannlega vaxin í þvottavélarviðgerðum.  Ég bjargaði þvottatilveru bloggkonu nokkurrar með því að ráðleggja henni að skipta um síu, þegar hún kvartaði yfir því að þvottavélin dældi ekki af sér vatni.

Þetta mun vera í fyrsta og eina sinnið sem ég ramba á réttar aðgerðir í viðgerðum yfir höfuð.  Ég hef reyndar einu sinni bent sjálfri mér á að skipta um ryksugupoka, þegar ryksuguskömmin var hætt að rífa í sig ryk og óbjóð, en það voru engin vitni af því, en mikið var ég stolt þá stund.

Þannig að ég er game í ráðgjöf hvað þetta tvennt áhrærir.

Eftir daginn er ég með eftirfarandi á hreinu:

1. Ég veit hver Ásgeir Kolbeins er

2. Mig grunar hver Gilzenegger er

3. Að ég ætti að lesa meira slúður, þar sem ég kem út eins og hellisbúi í húshú-umræðunni

4. Að það er til fólk sem hatar mann í kommentakerfinu

5. Að ég hata það alls ekki til baka

6. Að vængjaðir frasar úr íslenskum kvikmyndum eru margir og skemmtilegir, eins og fólkið sem ber þá á borð.

7. Að það tekur töluvert á að skipta á einu rúmi, ryksuga heimili og elda kjúkling með fylgihlutum.

8. Að mér muni ekki veita af smá hreyfingu í hauststormunum.

9.Að mér væri nær að fara að sofa í hausinn á mér, þar sem klukkan er orðin ógeðslega margt.

Að því sögðu, býð ég góða nótt.

Lysthafendur að viðgerðarþjónustu setji sig í kommentakerfið.

Dreymi ykkur svo fallega elskurnar mínar.Heart

Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Senseo kaffivélin okkar lekur og er komin inn í geymslu, er mér ekki óhætt að henda henni strax? Eða er öruggara að geyma hana þar í 7 ár eins og gert er með bókhaldsgögn?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 9.11.2007 kl. 01:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

7 ár Matthildur mín er heilög tala, ég ráðlegg þér að henda henni að sjö árum liðnum eftir miðnætti á fyrsta fulla tungli.

OMG I´m good at this

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 01:19

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nr 7 og 9 á fyllilega við mig

takk fyrir ábendinguna um ryksugupokann

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 02:15

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég átti einu sinni þvottavél, sem var svo viljug að hún lagði af stað til að hengja út á snúrur um leið og hún byrjaði að vinda.  Ég þurfti annaðhvort að leggjast ofan á hana til að stoppa hana eða loka hana inni og standa við hurðina á meðan hún barðist veggjanna á milli í offorsi sínu og vinnugleði.  Fólk var skelfingu lostið í allri blokkinni og hélt nirði í sér andanum á meðan þreytan yfirbugaði hana.  Svo var það alltaf afar þakklátt vinarlegt og hjálpsamt við mig fyrir að sleppa henni ekki lausri.  Ég þurfti aldrei að hóta því einusinni til að sleppa við sameignina. Hún var tekin fyrir mig af einskærri lotningu fyrir mætti AEG Lavamat.

Gott að vita af manneskju eins og þér, ef ég skyldi eignast aðra svona. Þú gætir máske lagt á hana hendur eða talað hana til.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 02:20

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þú ert frábær

Katrín Ósk Adamsdóttir, 9.11.2007 kl. 07:23

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Set hér með sjálfan mig á viðgerðarþjónustubeiðnalistann. Þá ýtir það kannski við þér að fara í kaffi í Himnaríki, ef þú þarft að skreppa á Skagann til viðgerða.

Er hægt að finna hatur frá bloggurum í gegn um símalínuna?

Þröstur Unnar, 9.11.2007 kl. 08:32

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góða nótt og góðan dag

Sunna Dóra Möller, 9.11.2007 kl. 08:38

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Steinar: Þú drepur mig úr hlátri.  Nú ertu búin að persónugera þvottavélina þína og hún á eftir að ásækja mig það sem eftir er, ákveðin á framabraut og ætlar að vinna sína vinnu, hvað sem tautar og raular.  Arg

Jóna: Voðalega ertu vakandi langt fram á morgun.  Skammastín

Þröstur: Er alltaf verið að hringja?

Katrín Ósk: Takk mín kæra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 08:40

9 Smámynd: Þröstur Unnar

4. You tell me.

Þröstur Unnar, 9.11.2007 kl. 09:15

10 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:30

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

híhí, mín þvottavél fer stundum af stað líka, komin með framfæturna fram af stallinum. 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.11.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.