Leita í fréttum mbl.is

Áskorun!

Ég hef verið beðin um að koma eftirfarandi á framfæri (Ragga) og það geri ég með sannri ánægju.

"Ég skora hér með á Morgunblaðið að hætta nú þegar myndbirtingum af banaslysavettvöngum í umferðinni. Slík myndbirting er með öllu óþörf og eingöngu til þess fallin að særa aðstandendur þeirra sem þannig látast eða slasast.

Vinsamlega birtið sem víðast kæru bloggvinir!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Elsku Jenný þetta er ég fegin að sjá! 

Mér finnst hræðilegt að sjá þessar slysamyndir komnar í vefmiðla strax og atburðurinn hefur átt sér stað og ættingjar gætu allt eins séð þetta án þess að hafa fengið að fregna neitt um líðan síns fólks. 

Svo er algjörlega smekklaust hvað menn fara nærri vettvangi til að mynda.

Marta B Helgadóttir, 27.10.2007 kl. 12:08

2 Smámynd: Einar Indriðason

Sammála.  Og jafnvel þó númeraplötur séu faldar, eða "límt yfir" með svörtu, þá er stundum nóg að sjá bíltegundina.  Fyrir utan alla hina, sem þekkja bíltegunduna, eiga aðstandanda í samskonar bíl, þarna er verið að skapa leiðindi fyrir aðstandendur, og óþarfa stress til annarra.

Hafandi sagt þetta, þá votta ég aðstandendum slyssins á Holtavörðuheiði mína samúð.

Einar Indriðason, 27.10.2007 kl. 12:18

3 identicon

Sæl!

Les oft skrifin þín og líkar vel.

Langaði bara til að leiðrétta algenga villu. Vilhjálmur er ekki frá Skálholti heldur frá Skáholti, sem var í vesturbæ Reeykjavíkur í den.

Kveðja RE

RE (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 12:27

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála ykkur algjörlega, maður er sjaldan eins viðkvæmur fyrir fréttaflutningi eins og þegar ættingi eða ástvinur eiga í hlut.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 12:40

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er sammála ykkur! Mér finnst þetta stundum óþægilegt þessi nálægð og maður hugsar einmitt þá til aðstandenda! Það er óþarfi að birta þessar myndir!

Sunna Dóra Möller, 27.10.2007 kl. 12:52

6 identicon

Þegar banaslys verða og ég sé mynd af bílnum finnst mér eins og þetta verði eitthvað sem greipt er í hugann á nánustu aðstandendum án þess þó að ég hafi neitt fyrir mér í því. Bara ímynda mér það. En aðstandendur þeirra sem hafa látist í umferðarslysi eru samt líklega þeir einu sem geta dæmt um þetta. Ég tek undir samúðarkveðjur til aðstandenda, bæði þess sem lést og hinna. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband