Leita í fréttum mbl.is

Hvað gera þeir þá við ræfil eins og mig?

Ef fólk sem hefur greinst með geðröskun fær ekki að kaupa líftryggingu, þá er fokið í flest skjól. 

Hvað gerist þá með mig sem er óvirkur alki með sykursýki? (En sykursýkissjúklingar greiða hærri iðgjöld).

Eitthvað hangi ég ekki með í umræðunni, því það hafði sannast sagna ekki hvarflað að mér að það væri til fólk sem fengi ekki að kaupa líftryggingu.

Ég er ekki líftryggð en þegar ég fer að velta þessu fyrir mér, fyllist ég réttlátri reiði fyrir hönd okkar sem höfum höfum þjáðst af s.k. félagslegum sjúkdómum eins og t.d. geðröskunum og alkahólisma.

Í mínu basli við alkahólisma, þjáðist ég af þunglyndi, sem svo hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og ég varð edrú, en greiningin hefur ekki horfið neitt.

Jenný Anna er með sykursýki, og er opinber óvirkur alki (sem allir vita að vísar til að ég muni hafa drukkið mikið og ótæpilegaWhistling), þannig að ég þarf að liggja óbætt hjá garði ef eitthvað kemur fyrir (GMG, það er alltaf eitthvað að koma fyrirW00t).

Ég tek niðurlag úr ljóði Vilhjálms frá Skálholti sem lýsir tilfinningunni ágætlega sem ég er að upplifa núna.

"..fyrst þeir krossfestu þig Kristur

hvað gera þeir þá við ræfil eins og mig?"

Góðan daginn gott fólk!

Gleðilegan laugardag.


mbl.is Neitað um líftryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alki og reykti þegar ég sótti um líftryggingu. Gat fengið tryggingu en iðngjöldin svo há að erfingjar mínir græddu meira á því að ég legði aurinn inn á bók en að borga gjöldin. Haukur minn fékk ekki tryggingu hjá VÍS af því að hann hafði farið í meðferð.Þú færð kannski okurtryggingu er þeir vilja ekki tryggja fólk sem hefur einhvern tíma veikst.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 09:25

2 identicon

Hverslags dónaskapur er þetta. Góðan daginn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 09:26

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan daginn Birna mín, maður er greinilega alltaf að læra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 09:31

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Arnar: Þó það nú væri að þú fengir meðferð og hana þá bestu sem fáanleg er, annað væri aumt.  Annars er ég ekki á leiðinni að líftryggja mig en fullt af fólki sem hefur greinst með geðraskanir er ekkert veikara en annað fólk og ætti ekki að líða fyrir sjúkdóm sem það hefur náð sér af.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 09:41

5 Smámynd: Ragnheiður

Þú vitnar í eitt minna uppáhaldslaga..ómæ. Nú hefði ég þurft að eiga það í tölvunni !

Pistill góður og ég stödd í jákór, hef það fínt þar í bili

Góðan dag mín kæra já og húsband

Ragnheiður , 27.10.2007 kl. 10:14

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sömuleiðis Ragga mín, og nú um stundir þykir það alvarlegt og ljótt að vera sammála fólki en ekki svo ljótt að meiða og særa undir nafnleysi í athugasemdakerfinu.  Merkilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 10:22

7 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Málið sem enginn tekur til greina er að það er mögulegt að halda í horfinu miklu betur en "heilbrigt" fólk. Við fylgjumst með okkar heilsufari daglega og pössum upp á okkur.

Ég er með þetta 4-5 sprautur á dag. Var um 37 ára gamall þegar þessi ættardraugur vaknaði upp. Ekki gaman en you gotta do what you gotta do.

Ég ræddi við fulltrúa líftryggingarfyrirtækis fyrir um ári og niðurstaðan var no fucking chance!!!

PS, ég hef aldrei tekið mark á fólki sem getur ekki sagt sínar skoðanir og staðið við þær undir fullu nafni. Ég er bara svona. Frekur, þrjóskur, soldið vitlaus en samkvæmur sjálfum mér.

Ingi Geir Hreinsson, 27.10.2007 kl. 10:41

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góður Ingi Geir.  Málið er nefnilega að við sem erum með sjúkdóm eins og sykursýki (og í raun sama með alkahólisma í bata), lifum heilbrigðu lífi vegna eðlis sjúkdómsins.  Hér eru tvær sprautur á dag og heilbrigt mataræði auðvitað. Hvað varðar nafnleysi þá geta alveg verið skiljanlegar ástæður á bak við að fólk getur ekki komið fram undir nafni (er að meina bloggandi fólk) en það eru þeir sem vega úr launsátri með sóðaskap og særindum sem ég kveinka mér undan.

Jón Arnar: Þú ert flottur og það mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 10:51

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hér sé friður. Góðan og blessaðan daginn. Mér hefur skilist á systursyni mínum (sem er með sykursýki)  sem varð pabbi fyrir rúmu ári og vildi líftryggja sig að sykursjúkir fái ekki líftryggingu. Misskildi ég hann? Ég náði ekki upp í nefið á mér þegar hann sagði þetta.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.10.2007 kl. 12:35

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góðan daginn hér! Löngu kominn laugardagur og líklega allir komnir á fætur ! Vildi bara lýsa ánægju minni með þessar ljóðlínur.....ansi fínt kveðið´addna!

Eigiði annars góðan laugardag, það sem eftir er

Sunna Dóra Möller, 27.10.2007 kl. 12:56

11 Smámynd: Anna Lilja

Mér finnst þetta ótrúlegt alveg hreint.

En það er eitt sem að ég var að velta fyrir mér. Ég á 22 ára gamlan bróður sem varð veikur fyrir nokkrum mánuðum, var með nýrnasteina, í kjölfarið kom í ljós að hann er með sykursýki I og er þar af leiðandi sykursjúklingur það sem eftir er.

Hann líftryggði sig  um 19 ára aldur, gengur það þá til baka? Getur tryggingafélagið neitað honum um að tryggja hann áfram? 

Anna Lilja, 27.10.2007 kl. 13:09

12 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Góðan daginn - Já Jenný mín... þú færð enga líftryggingu þar sem þú gerðir eitthvað í þínum málum.  Þú hefðir hinsvegar fengið trygginguna orðalaust, þ.e þó þú, vegna áralangrar daglegrar drykkju hefðir verið svo þvöglumælt að þú,  hefðir þurft að benda til að gera þig skiljanlega. En alkanum sem dettur í hug að gera eitthvað í málunum og vera edrú... honum er úthýst.

Þetta er ekki ólíkt þeim almennu fordómnum sem ríkja yfirleitt gagnvart þeim sem fara í meðferð. Fram að meðferðinni er fólk gjarna kallað blautt, vínhneigt, djammarar eða eitthvað álíka en eftir að af þeim rennur eru þeir kallaðir alkar.  Nett öfugsnúið.

Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 27.10.2007 kl. 14:52

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steini: Svo hjartanlega sammála þér þarna.  Takk fyrir innlitið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 16:21

14 identicon

Má til með að bæta hér við,eiginmaðurinn sótti um vinnu hjá öryggisfyrirtæki og bar að skila læknisvottorði. Heilsugæslulæknirinn svaraði er hann blaðaði í skránni,nú hefurðu verið á Vogi,þá get ég ekki gefið þér vottorð.!

Konan (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 22:52

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Konan: Ég næ ekki upp í nefið á mér.  Svona á að kæra.  Að það sé ekki hægt að fá vottorð vegna þess að fólk leiti sér lækninga við áfengissýki er bilað.  ARG.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2007 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.