Leita í fréttum mbl.is

Jólagjöfin í ár? - Taka III

Ég held áfram á jólagjafavaktinni, fyrir okkur ríku og fögru.  Eitthvað skemmtilegt í þá áttina er í Mogganum á hverjum einasta degi.  Undir innlendum fréttum, en ég hefði haldið að svona umfjallanir myndu flokkast undir auglýsingar. 

Engin kona með sjálfsvirðingu notar krem sem kostar minna en 45.000. kr.  Það liggur í hlutarins eðli að við þau ríku og laglegu veljum það besta, alltaf.  Mér var að detta í hug að svona krem væri sniðugt í jólapakkann handa saumaklúbbsvinkonunum, bara lítið og smálegt fyrir jólin til að sýna hug sinn til stelpnanna og hyggja að húð þeirra í leiðinni.

Í fréttinni stendur: "Konur átta sig á því að þær eru með betri krem og meiri virkni í lúxuskremunum. Það er ekki bara skellt á þetta dýru verði, heldur eru rannsóknir á bak við kremin og dýr hráefni. Þær sem nota þessi krem vita að hverju þær ganga og velja þau því frekar," segir Kristín en tekur fram að margar haldi sig þó við ódýrari tegundir"

Þær sem halda sig enn við ódýrari tegundir geta ekki tilheyrt okkur þeim ríku og snoppufríðu, það er ég viss um, svo lágt leggjumst við ekki. 

Fíflagangi lokið og að alvöru lífsins.

Ég á smá erfitt með að fíflast með þetta, því þegar ég las "fréttina" þá kom mér í hug ABC-barnahjálp, af einhverjum orsökum, en á þeirra vegum á ég litla fósturdóttur, hana Dorothy í Uganda, og fyrir tæpar 4.000 krónur  á mánuði, fær hún mat, föt, læknisþjónustu og skólanám.  Þessi upphæð bjargar lífi þessarar litlu telpu, sem hefur misst báða foreldra úr Aids.

Það er alltaf spurning um forgang, er það ekki? 

Ég tek fram, vegna "upphrópenda forsjárhyggjuhræðslu" sem hafa verið að sauma að mér hér í athugasemdakerfinu og víðar, undanfarið, að ég vil ekki láta BANNA andlitskrem, heldur vil ég benda á þessa gengdarlausu neysluhyggju sem ríður röftum í þjóðfélaginu, á meðan heimurinn sveltur.

En í dag er ég glöð, edrú, einbeitt og hamingjusöm, þó ég þurfi að vera fastandi til kl. 15,30 í dag. 

Svona er ég mikill unaður á geði.

Ójá.


mbl.is Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég ræddi þessi "krem-mál" við gamlan skólabróður (sem er núna virtur húðsjúkdómalæknir) og hann sagði mér að það væri líklegast ekkert sem maður klíndi í andlitið á sér sem hefði 45.000 króna virkni. Ég er tiltölulega ánægð með 9,99 dollara kremið mitt og læt það bara duga.  Hann sagði mér að vísu frá einu kremi sem er með góða virkni fyrir "okkur konurnar" - en það er lyfseðilskylt og yfirleitt notað fyrir unglinga með bólur!!!  Hann sagði að það væri gott að nota það á kvöldin, þvo svo af á morgnanna - en eftir það væri nokk sama hvað maður setti framan í sig - og hana nú!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 25.10.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hugsa að ég get keypt í matinn fyrir 45000 í 2-3 vikur allt eftir því hvernig stendur á! Ég bara gæti ekki haft samvisku til að kaupa svona dýrt krem, þá er bara obbinn af laununum farinn hmmm.....Það má vel vera að þetta sé voða gott og flott og allt, en þetta er kremdós....þegar ég er að borga 25000 á mán í talþjálfun fyrir dóttur mína vegna þess að það er ekki hægt að hafa þá hluti á hreinu hjá ríkinu þá finnst mér þetta pínu dekurslegt og ónauðsynlegt hrmpf!!

Sunna Dóra Möller, 25.10.2007 kl. 10:16

3 identicon

Edrú.....ég ætla að vona að þú sért edrú kl.10.06 á fimmtudagsmorgni.  Það er gott að við getum veitt blessuðum börnunum í Úganda hjálparhönd........en fæ sjokk yfir prísnum á kreminu........vinkona mín gaf mér svona krem í afmælisgjöf.  Ég vona að hún hafi ekki borgað 45 þús fyrir dolluna þar sem ég er hvorki rík né sérstaklega fögur......en kremið var gott og entist mér út árið.  Gangi þér vel að halda út föstuna.

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 10:22

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingibjörg: Viltu fá nafn á kremi hjá lækni, plís? Ég er farin að náiða.  Hann hlýtur að vita hvað hann syngur og ég eldist og eldist.  Í alvörunni hvað heitir krem?

Sunna Dóra: Að sjálfsögðu er þetta bara með ólíkindum, en svona er Ísland í dag

Berglind: Þú gerir rétt í að vona að ég sé edrú á fimmtudagsmorgini kl. 10.06, ef fyrir rúmu ári síðan hefði það talist til tíðinda, þar sem ég var þá bullandi virkur alki, á læknadópi í þokkabót.  Ég er ekki viss um hvort þetta er dýra kremið (sem myndin er af) en það er amk frá þessu merki.  Er það gott? Kremið sko? Plís tell.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 10:27

5 Smámynd: krossgata

  Ég nota bara ódýrt rakakrem og leyfi mér að efast um að það geri nokkurn skapaðan hrærandi hlut nema láta mér líða betur í húðinni.  Fyrr frýs í neðra en ég borgi 45.000 kall fyrir léttvæga vellíðan í húðinni.  Hvað maður getur gert margt betra við 45.000 kall!!!

Hvernig er dagur hjá konu með sykursýki þegar hún er fastandi allan daginn?    Er það ekki alveg ómögulegt?

krossgata, 25.10.2007 kl. 10:49

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sumir vita ekki hvað þeir eiga að gera við peningana og verða að eyða þeim í eitthvað "nytsamlegt"

Sem snyrtifræðingur get ég fullyrt það að ódýrari krem gera jafnmikið gagn (með fullri virðingu fyrir vinkonu minni henni Kristínu í Sigurboganum), aðalatriðið er að konur hreinsi húðina og beri góða næringu og raka á hana.

En núna ætla ég að vera leiðinleg! því ég er ég ekki að tala um ódýru-ódýru kremin sem eru við hliðina á dömubindunum, ykkur myndi ekki líka það ef þið vissuð hvað væri í þeim

Snyrtifræðingurinn þurfti bara aðeins að tjá sig Jenný mín, ég ræð stundum ekkert við þennan blessaða fræðing!  

Huld S. Ringsted, 25.10.2007 kl. 10:54

7 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

satt að seigja eru allar vörur frá Prairie góðar,best er augnakremið.Þetta er svisnest fyritæki og er dýrt alstaðar í Rom kostar það 547 evrur,dýrara en hjér heima. Kv.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 10:55

8 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Líklega er lýtalæknirinn er líklega að meina Retinol A eða eitthvað í þá áttina. Dauð langaði að stela túpunni frá syninum þegar hann var meðunglingabólurnar. Það var einmitt svona sem borið var á að kvöldi og þvo af á morgi.  Annars öfnda ég pínu þær sem eia alltaf La prairie kremdollur í fórum sínum

Annars hefur Nuskin og íslenska kvatnið til skiptist bara reynst mér best s.l. ár síðan unglingurinn hætti á Retinol A.

Jóhanna Garðarsdóttir, 25.10.2007 kl. 11:02

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þegar ég les kommentið hjá Huld dettur mér í hug Nivea í hillunni við hliðina á dömubindunum. Ég fíla ekki Nivea. Annars nota ég mikið vaselín í andlitið á mér, sérstaklega á veturnar. En ég er ekki nógu dugleg að hreinsa á mér húðina. Annars hef ég heyrt um krem sem var fundið upp af móður drengs sem brenndist illa. það hafði ótrúleg áhrif og er nú selst sem bjútíkrem á einhvern 50 þús kall. Kannski er það þetta krem.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 11:02

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði þig ekki á jólagjafavaktinni Jenný mín.

Ég hef spurt fleiri en einn og fleiri en tvo húðsjúkdóma og lýtalækna hvað sé áhrifa ríkast gegn öldrun, ( er nebbla staðráðin í að verða fallegt lík ) og þeir sögðu mér að ávaxtasýrukrem væri það besta. Ég fékk mér slíkt, og borgaði brot af verði þess krems sem þú fjallar um. Svei mér  þá ef fínar línur minnkuðu ekki og húðin ljómaði eins og á fyrirsætu. Þú trillar þér bara í næstu snyrtivöruverslun og biður um krem með ávaxtasýrum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.10.2007 kl. 11:35

11 identicon

 Stundum getur maður verið svo fjári grandalaus þegar maður heldur einhverju fram....en til hamingju með að vera laus við brennsann og dópið.  Kremið var alveg ljómandi gott, get alveg mælt með því enda konan aðeins komin yfir fertugsaldurinn og gott að eiga gott krem í handraðanum.

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:06

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega!!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 14:43

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

vá, og mér sem fannst (finnst) ég vera að nota dýr krem :o  Hef hálfskammast mín fyrir að borga tíuþúsund fyrir krukkuna (ef ég þarf að kaupa hér á landi en ekki í fríhöfninni)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.10.2007 kl. 15:36

14 Smámynd: Jens Guð

  A vítamínsýra (retinol) er notuð til að laga skemmda húð.  Þá er % styrkur sýrunnar það mikill að yfirborð húðarinnar brennur í burtu.

  Þegar unglingi með bólótta húð er ávísað af lækni á A vítamínsýru þá er % styrkur sýrunnar mun minni.  En samt meiri en svo að æskilegt sé neinn að bera hana á sig að staðaldri.  Annars væri sýran ekki lyfseðilsskyld.

  Ef þið leitið að kremi með A vítamínsýru í apóteki eða snyrtivöruverslun skulið þið skoða hvar orðið retinol er í upptalningu á innihaldi kremsins.  Því fyrr sem það kemur fyrir þeim mun hærra hlutfall af því er í kreminu.

  Önnur kröftug sýra kallast glandin,  yfirleitt skrifuð GLA. 

  Ég hef lesið um margar samanburðarrannsóknir á hrukkukremum.  Niðurstaðan er alltaf sú að dýru kremin eru ekki betri en þau ódýru.  Þá á ég við að krem sem kosta um eða yfir 10.000 kall eru ekki betri en krem sem kosta 3 - 4000 kall. 

  Í Heilsubúðinni í Hafnarfirði fæst krem sem kallað hefur verið sænski hrukkubaninn.  Það heitir Naturica GLA+ og er sett saman af virtum húðsérfræðingi,  Birgittu Klemo.  Ég held að það kosti um 3000 kall. 

  Svo er að sjálfsögðu til í flestum apótekum ljómandi góð Banana Boat rakakrem.  Þau kosta undir 2000 kallinum. 

Jens Guð, 25.10.2007 kl. 19:07

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jens: Einu sinni var læknir nokkur með fastan dálk í gamla Dagblaðinu.  Hann hélt úti fróðleik um allt milli himins og jarðar.  Um mataræði, heilsufar, gluggatjaldaskiptingar, garðslátt, bílakaup, innanhúsmálun, eldamennsku, tjaldakaup, skíðakaup og lögfræðileg álitaefni.  Þú eist mun meira en þessi læknir og ert þar að auki skemmtilegur sölumaður.  Þú átt að vera með dálk einhversstaðar.

Berglind: Hvernig í ósköpunum getur fólk vitað alla hluti.  Þetta er bara í góðu lagi og ekkert viðkvæmt fyrir mér.  Takk fyrir tipsið.

Takk fyrir allan fróðleikinn, þetta þarf að segja ríkur og frekar laglegu vinkonum minum en vort þær kæra sig um eitthvað ódýrara veit ég ekki.

Takk fyrir skemmtilegar umræðurþ.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 20:18

16 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Jens, jei, prófa þetta Naturica næst þegar ég klára mín :D  Takk fyrir hintið.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.10.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.