Þriðjudagur, 23. október 2007
Í nafni hvaða guðs?
Allir eru að tala um þýðinguna á nýju biblíunni, orðalag, hvort bókin sé orð guðs sem greypt hafi verið í stein, eða hvort bókin sé skrifuð af mönnum.
Ég hallast að því að biblían sé skrifuð af mönnum og í henni megi finna tíðaranda og viðhorf og þess vegna megi poppa ritið örlítið upp, færa það nær fólki, svo lesandinn upplifi ekki að drottinn alsherjar, sé að tala niður til hans.
Sr. Hjörtur Magni er ágætis talsmaður nýrra viðhorfa í kirkjunni. Ég tek fram að ég er ekki kirkjumanneskja, les sjaldan eða aldrei biblíuna og er eiginlega trúarlegur útigangsmaður. En trú og kirkja er mörgum mikilvæg, fólki sárna breytingar á bibbu, eins og t.d. Gunnari í Krossinum og þess vegna skil ég að það sé skeggrætt líflega um hina nýju þýðingu hinnar s.k. helgu bókar.
Ég ætla ekki að fokkast neitt að ráði, meira, í stóra biblíumálinu, en þegar ég horfði á Geir Waage í Kastjósinu í kvöld (sjá link að ofan), þá hugsaði ég með mér að þessi umboðmaður guðs væri ekki að flytja fjöll í málflutningi, ekki steinvölu í attitjúdi og ekki sandkorn í virðingu fyrir manneskjunni. Þegar hann fór að slá um sig með latneskri málfræði þá hugsaði ég með mér, að kannski ætti Geir Waage að vera með sína biblíu innan klausturveggja þar sem ekki sála lætur sjá sig nema upphafnir karakterar eins og hann sjálfur.
Ef svo ólíklega vill til að GW tali í nafni guðs almáttugs þá er guð ekki bara uppskrúfaður og fjarlægur venjulegu fólki, hann er húmorslaus líka.
Þá megiði eigann!
Guð sko og Geir í kaupbæti.
Bætmí.
Ójá.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
En finnst þér meining orðanna "einkasonur" og "eingetinn sonur" vera sú sama? Það finnst mér ekki. Ég er einkabarn og nokkuð viss um að ég er ekki eingetin. Finnst frekar frjálslega með farið þarna.
Hugarfluga, 23.10.2007 kl. 22:34
Sammála þér fluga, þarna er klár merkingarbreyting, þó það trufli mig ekki pc. En spurningin er hversu "sannur" textinn í biblíunni er yfirhöfuð.
Svo má segja að það sem sett er í staðinn fyrir orðið "kynvillingur" sé klárlega merkingarbreyting en hún á svo fullkomlega rétt á sér enda hefur Páll Postuli (sem var nú ekki sá hugrakkasti að mig minnirné svo hollur Jesú alltaf) skítaviðhorf til samkynhneigðra og hefur sennilega verið að drepast úr hommafóbíu.
Lalalala
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 22:38
Sammála hunangsflugu,og er ekki sátt við þýðinguna og það er ok og sumir eru sáttir með hana og mega vera það mér að meinalausu.Og sé ekki það þarf að vera með einhver læti útaf þessu. Við höfum það frelsi að mega vera sammála um að vera ósammála.hehehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:38
Þú mátt fá'ana því ég vil ekki sjá'ana, því hún er alltof feit, hann er bara óttalegur prumprass, sorry orðfærið um sérann.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 22:38
Heisan!
Jú einkasonur og eingetinn eru merkingarfræðilega ólík....þó er hið fyrra réttari þýðing á frumtextanum og nær upprunalegri merkingu þeirra handrita sem að við eigum til og notum við þýðingar á þessum textum. Eingetinn er hreinlega ekki rétt þýðing skv. grískunni, þannig að hér er leiðrétting á vitlausri þýðingu !
Vil bara segja að þetta er ein þýðing inn í flóruna, hún þarf ekki að vera svo öllum líki, þá bara taka menn og konur (sem vilja láta ávarpa sig sem bræður) bara upp 1912 eða 1981... eða bara einhverja af þeim þýðingum sem að við eigum. Það eru engin lög um að nota eigi þessa nýju af því að hún er komin út og kostaði rosa mikinn pening í vinnslu og allt! Ég skil ekki svona málflutning eins og hjá Geir....þá bara notar hann eitthvað annað...það er ekki verið að skikka hann til eins eða neins...spurning um að róa sig aðeins
Annars er þetta bók skrifuð að körlum (kannski einni eða tveimur konum....) og varast skal að trúa á hana sem Guð, þá erum við farin að nota Biblíuna sem skurðgoð!
Eníhú....ég hleyp alltaf í felur þegar Geir Waage byrjar að tala og kem ekki úr felum fyrr en hann hættir, slík er skelfingin sem að grípur um sig! Bara meika það ekki!
Takk fyrir mig og góða nótt í alla nótt
Sunna Dóra Möller, 23.10.2007 kl. 22:53
p.s. sorrí langlokuna, ég virðist ekki getað skrifað neitt í stuttu máli
Sunna Dóra Möller, 23.10.2007 kl. 22:54
Nú hef ég ekki lesið þá nýju en það sem ég hef séð í fréttatímum finnst mér ágætt. Hún er færð nær okkar samtíma með því að lagfæra í henni orðalagið, ég hef ekki séð nein merki þess að henni hafi verið breytt að neinu gagni.
Það sem Hugarfluga bendir á er þó furðulegt enda þýða þessi orð (orðasambönd) alveg tvennt ólíkt.
Séra Geir ætla ég ekki að tjá mig um, þekkjandi manninn og hans trúarskoðanir
Ragnheiður , 23.10.2007 kl. 22:54
Það er þetta með hann Geir Waage. Ég veit ekki á hvaða öld hann er uppi blessaður en það er allavega ekki sú 19. ekki heldur sú 20. og definetly ekki sú 21. þú skrifaðir: þiðmeigiðeigann. þeinkjúverýmöts - Égvilannekki
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 23:21
Það er nú meira fjaðrafokið út af þessari gömlu bók. En ég get svo sem skilið að fólk sem þykir vænt um sögurnar sé svekkt ef þýðingin er vitlaus, eins og ég er sammála ykkur um að einkasonur er ekki sama og eingetinn. En hann var reyndar hvorugt, því sennilega hefur hann verið stjúpsonur Guðs, því það var María Mey og Jósep sem áttu hann ekki satt ? Ekki lagðist Guð með Maríu ? Er það nokkuð? þannig að hann getur ekki hafa verið sonur Guð, en stjúpsonur, then we are talking
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2007 kl. 23:42
Í prinsippinu trúi ég biblíunni en finnst margt sem breytt hefur verið orka tvímælis. Kannski er ég bara svona "gamaldags"
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.10.2007 kl. 23:50
Innlitsknús og góðar óskir um góða nótt...
Heiða Þórðar, 24.10.2007 kl. 00:04
Gísli Bergsveinn: Það er bara í fínu að trúa því sem í biblíunni stendur, þó það nú væri og auðvitað eru skiptar skoðanir um allar breytingar sem gerðar hafa verið. Það sem sló mig er þessi hroki sem frá GW kom, mér finnst að hann verði að muna að hann er þjónn þjóðkirkjunnar (okkar allra, þ.e. sem þegar hafa ekki skráð sig úr henni eins og sumir) og gæta sín að hrækja ekki út úr sér orðinu "feminístar" eins og hann gerði og vilja absólútt halda ljóta orðinu kynvillu inni í biblíunni. Vá þvílík viðhorf.
Ásthildur: Sumum er þetta hjartans mál og ég skil það alveg. Það er viðhorft saltstólpa kirkjunnar sem mér er uppsigað við.
Anna: Sjitt, villtannekki? Hvað ég gera?
Ragga: Þekkirðu manninn, ég hefði svarið fyrir að hann þekkti ekki fólk, sko venjulegt fólk af holdi og blóði
Sunna Dóra: Takk fyrir fróðleik. Vonandi er langt í að þú presvígist (þannig að félagsskapurinn hafi batnað eitthvað þegar þú hoppar í fjörið) Muhahahaha
Runólfur: Skáldsaga? Hvernig bækur lest þú?
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 00:06
Takk Heiða mín
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 00:18
Ég kannast við einkennilegasta fólk hehehe...förum ekki nánar út í það og svona..
Hins vegar erum við Geir sífellt á öndverðum meiði með flest málefni trúarinnar. Hann er með allt annan Guð en ég á ef hann fer rétt með sitt umboð.
Ragnheiður , 24.10.2007 kl. 00:18
Í samb. við þáttinn í kvöld, þá kom mér á óvart að td. það var eins og Geir hefðialdrei heyrt minnst á að umræða og lærðar greinar hafa verið samdar á undanförnum árum sem sýna fram á td. að réttara er að þýða "guðs eini sonur" og "systkyni"
Þesu afneitaði hann einfaldlega. Þó hafa ýmsar erlendar þýðingar löngu tekið álíka merkingu upp og hefur verið mikil umræða um málið hjá klerkum og fræðimönnum í frumtexta Nýja testamentisins.
Þetta finnst mér i rauninni merkilegast við umræðuna hingað til, að það er eins og sumt fólk skilji ekki eða vilji ekki skilja, að nýja þýðingin byggir á sterkum rökum. Og reyndar að mínu mati er spurning hvort ekki hefði átt að breita enn meira og/eða túlka enn frekar. Nýja þýðingin tekur bara lítil skref miðað við ýmsar erlendar þýðingar.
Bjarki (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 01:16
Takk fyrir þetta fróðlega innlegg Bjarki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.