Þriðjudagur, 23. október 2007
Vegið úr launsátri!
Nafnlausar gungur snúa við í mér maganum. Fólk sem vill koma upplýsingum á framfæri um náungann, bregða fyrir hann fæti og ærumeiða, nafnlaust, eru viðurstyggilegt fyrirbæri og því miður, skilur þetta fólk oft eftir sig sviðna jörð.
Mér er þessi "baráttuaðferð" ekki með öllu ókunn og ég hef ævarandi skömm á henni.
Það er gott að ganga fram fyrir skjöldu, benda á það sem miður fer, en þá ætti að vera lágmarkskrafa að fólk geri það undir nafni.
Ég veit ekkert um Jens Kjartansson, lýtalækni, sem nú sætir árásum frá hópi fólks, sem telur hann ekki til þess bæran að vera yfirlækni á lýtalækningadeild. Það má vel vera að hann hafi fyrirgert rétti sínum til stöðunnar með framferði sínu, ekki ætla ég að leggja mat á það.
En ef svo er, af hverju getur þetta fólk sem skrifar bréf til forstjóra Landspítalans, heilbrigðisráðherra, landlæknis og siðanefndar lækna, ekki gert það undir nafni? Þvílíkur gunguháttur.
Svo er dæmigert fyrir launsátursfólkið að kalla sig fallegum nöfnum eins og "velunnarar". Sumir eru hógværari og kalla sig "heimildarmenn" og enn aðrir vilja líta út fyrir að vera Jón og Gunna sem bera hag samfélagsins fyrir brjósti, og kalla sig þá gjarnan "húsmóður í Vesturbænum". Það má gefa þessum "umhyggjusömu" einstaklingum alls kyns nöfn, en hvað mig áhrærir þá er eitt samheiti yfir fólk sem vegur úr launsátri, án tillits til málefnis, en það er mannleysur.
Ég vona að "velunnarar Landspítalans" fái ekki kröfum sínum framgengt nema að þeir gefi sig fram með hverjir þeir eru.
Ójá.
Vilja Jens burt sem yfirlækni lýtalækningadeildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 6
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 2987156
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
vá Jenný, veistu, akkúrat í dag skrifaði Dennis Prager (hægrisinnaði gúrúinn minn) pistil um nafnleysi og svona árásir og hvernig þessar mannleysur væru að spilla samfélaginu öllu - great minds think alike
halkatla, 23.10.2007 kl. 11:02
Takk ljósið mitt. Það er því miður æði algengt að gungurnar taki þessi aðferð á að ná fram breytingum. Það er ekki bara sá sem fyrir verður sem líður heldur allir sem nákomnir eru. Dji don´t get me started.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 11:06
Ekki þekki ég Jens persónulega og ég hef ekki hugmynd um hvort hann sé yfirlæknisefni eða ekki. Geri frekar ráð fyrir að hann sé jafn hæfur og sá næsti. Hann fjarlægði fæðingarblett úr andliti sonar míns. Gerði það mjög vel og ekki sér á krakkanum.
Þarna virðist vera mistakamál sem notað er gegn honum eða sem rök fyrir ófrægingarherferð. Ekki veit ég hvort þarna eru á ferð aðrir heilbrigðisstarfsmenn eða reiðir aðstandendur, en mér finnst ekki að þeir eigi að fá vilja sínum framgengt ef þeir gefa upp hverjir þeir eru. Heldur ætti slíkt að vera eftir faglegt mat. Spurning hvort ekki sé vafasamt að byggja það á einu máli. En hvað veit ég?
krossgata, 23.10.2007 kl. 11:10
já, nafnleysi er óttalegur ósiður og gunguháttur. Ekki spurning.
Reyndar kom þetta mér ekki alveg á óvart með Jens, ég fékk að njóta „þjónustu“ hans þegar ég fór í lýtaaðgerð einu sinni, sem betur fer ekki í sjálfri aðgerðinni (hann Guðmundur Már lýtalæknir er hins vegar snillingur) heldur í eftirmeðferð. Var lengi búin að vera að hugsa um hvort það væri verið að tala um Jens þegar talið barst að kærum á deildina. Trúði því þó tæpast, þar sem maðurinn var yfirmaður deildarinnar.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.10.2007 kl. 11:10
Ég tek fram, bara svo það sé á hreinu, að ég veit ekkert um hæfni/vanhæni þessa manns, enda finnst mér það ekki skipta nokkru máli í samhenginu. Það sem ég er að benda á er nafnlaust bréf þar sem hæfni mannsins til að vinna vinnuna sína er dregin í efa. Svoleiðis kvartanir á að bera fram undir nafni. Nú er þetta í blöðunum, ég blogga um þetta og fleiri, fólk talar. Hvað ef þessi krafa um brottrekstur mannsins er byggð á ósanngirni? Það er þegar búið að taka hann af lífi af skuggaverum sem enginn sér.
Og sveiattan.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 11:27
Sammala
Med svona alvarlega krofu (sorry hef ekki islenska stafi nuna) ber folki ad bera abyrgd a ordum sinum. That er serkennilegt ad krefja Jens meiri abyrgdar en hann er thegar buinn ad gangast undir en skrifa svo ekki undir sjalf eigin bref. Eg veit ekki um malavexti i thessu mali likt og thu svo eg aetla ekki ad daema um rettmaeti krofunnar. BK - Svanur
Svanur Sigurbjörnsson, 23.10.2007 kl. 11:30
(ég vona að fólk taki eftir að ég skrifa mína athugasemd undir fullu nafni)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.10.2007 kl. 11:36
Ég er sammála, ef að á að bera fram kvörtun þá ber fólki að hafa kjak til að skrifa undir hana með nafni. Annars á fólk að sleppa því að bera fram alvarlegar ásakanir! Ég á mjög erfitt með að þola nafnlausar kvartanir!
Sunna Dóra Möller, 23.10.2007 kl. 11:40
mér þykir með ólíkindum að tekið sé mark á nafnlausum kvörtunarbréfum í hvaða formi sem er. Þetta er svo mikill gunguháttur.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.10.2007 kl. 11:52
Þarna er beinlínis sent á allt heila batteríið, ekki verið að tvínóna við hlutina, en allt undir nafninu "velunnarar Landspítalans". Svo smekklegt eitthvað.
Hildugunnur: Point taken
SD: Sammála.
Björn: Kíki á þinn pistil
Svanur: Lágmarkskrafa að láta skína í "velviljuð" andlit
Orðin velunnarar og slík orð fá nýja merkingu í svona máli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 11:52
Jóna: Nákvæmlega, gunguháttur og ekkert annað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 11:53
Algjörlega sammála - þegar menn eru nefndir á nafn og taldir óhæfir í lífi eða starfi, þá á ekki að taka mark á ásökunum nema að viðkomandi standi við orð sín - með nafni......... Og verandi yfirlæknir lýtadeildar þá get ég ekki annað en ímyndað mér að maðurinn hafi sýnt einhverja hæfni í t.d. að laga andlit og líkama fólks sem hefur lent í bruna, fæðst með mikil lýti o.sv.frv..........
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 23.10.2007 kl. 12:03
Svo er ekki einu sinni neitt sem staðfestir að þarna sé einhver hópur á ferðinni. Ég gæti hæglega skrifað svona bréf, en ritað undir það "velunnarar", "samtök", "starfshópur" eða hvað annað sem mér sýnist.
Furðulegur andskoti að láta eins og þetta sé marktækt á einhvern hátt.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 23.10.2007 kl. 12:06
Fyrst að ákveðið fólk kýs að taka ekki mark á mér, nafnlausu fluvugungunni, get ég ekki ímyndað mér að nokkur geri það í svona viðkvæmu og mikilvægu máli.
Hugarfluga, 23.10.2007 kl. 12:11
Ég tek mark á þér fluga mínen þarna er vegið að æru mannsins og enginn stendur fyrir ásökunum.
Ragnhildur og Ingibjörg: Þetta hefði auðvitað ekki einu sinni átt að komast í fréttir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 12:14
Tek undir með Jónu, það er undarlegt ef tekið er tillit til nafnlausra kvartana eða jafnvel þungra ásakana. Mér finnst það eiginlega vera verra en að senda inn nafnlausa kæru.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2007 kl. 12:15
Alltof algengt að tekið sé mark á nafnlausum!! Eða þeir bornir fyrir sig. Tala ég þar hokin af reynslu............
Gjörsamlega óþolandi aðferð!! ÓÞOLANDI!!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 13:11
Óþolandi gungugangur, það sem þú ekki getur sagt undir nafni áttu bara hreinlega að þegja um. Svo sammála þér kona.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 13:25
Vona svo sannarlega að allur dagurinn í dag verði góður, ertu að fara í mjög erfiðar rannsóknir?? þú leyfir okkur að fylgjast vel með.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 13:27
Mér finnst þetta mjög merkileg og þörf umræða um nafnlausar rógsherferðir. Netið t.d. er mjög öflugur miðill og ef fólk fer fram gegn einhverjum í nafnleysi er skaðinn óbætanlegur í þessu litla þjóðfélagi. Ég skil að fólk á netinu t.d. skrifi nafnlaust og það er allt í lagi meðan ekki er verið að ráðast á persónur.
En merkilegast í þessu umrædda máli er auðvitað að þetta bréf skuli ekki hafa hafnað í tætaranum með sama, og aldrei orðið neitt meira en "konfetti" en í staðinn hefur þessu verið lekið í fjölmiðla og fjallað um það eins og marktækar athugasemdir um starfshæfni mannsins. Hversu lágt er hægt að leggjast?
ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 13:36
Staðreyndir málsins tala sínu máli í bréfinu þó það sá nafnlaust og það er það alvarlega í málinu: 1. Yfirlæknir á að hafa óflekkað mannorð. 2. Læknirinn hlaut þungan dóm. Hann neitar líka allir sök þrátt fyrir dóminn og greiðir því skaðabæturnar sem gustukaverk og niðurlægir þar með konuna sem er nánast óvinnufær og fær ekki annan sjens í lífiinu. Félag lýtalækna stendur með sínum manni og stjíon LSP beitir því fyrir sig að læknirinn hafi ekki unnið vekrið á spítalanum heldur á einkastofu. Þetta er hneykslið í málinu en ekki bréfið sem efnislega er hárrétt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.10.2007 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.