Þriðjudagur, 16. október 2007
Þegar konur ráðast á konu!!
Jæja, þá eru konur í Frjálslynda flokknum, búnar að ryðjast yfir Margréti Sverrisdóttur, á skítugum skónum. En eins og oft þegar þegar hópur fer fram gegn persónu, þá rýrir það alls ekki gildi þess sem ráðist er á, þvert á móti, en það segir manni hinsvegar, ansi margt um árásaraðilann.
Gott að vita að það eru nægjanlega margar konur í Frjálslynda flokknum til að mynda heilt Landsamband.
Fyrir hvað stendur eiginlega orðið "óháðir" í framboðinu Frjálslyndir og óháðir í Reykjavík?
Ég fæ engan veginn skilið að Margrét sé ekki í fullum rétti sem óháður í borginni og því er bara að fagna að hún skuli vera komin í meirihluta og geti þar lagt málefnum Frjálslyndra lið, því mig minnir að hún hafi sagt sig úr flokknum vegna vinnubragða og aðfarar gegn henni, en ekki vegna skoðanaágreinings.
Það nánast grætir mig þegar konur fara svona að gagnvart hvor annarri.
Ég hef heljar mikla trú á Margréti, þrátt fyrir að vera ekki á sömu línu í pólitík og hún.
Ég ber líka virðingu fyrir Hönnu Birnu, Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhönnu Sigurðar,Þogerði Katrínu og svo mætti lengi telja, þó ég sé ekki í sama flokki og þessar konur.
Mér finnst amk. að þessa vantraustyfirlýsingu, hefðu konurnar í Frjálslynda flokknum, betur látið eiga sig.
Þannig er nú það.
Ójá.
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Margrét er frjálslynd og óháð ....... nema Íslandshreyfingunni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.10.2007 kl. 12:19
En Jenný, er hún ekki bara varamaður Ólafs ? Situr bara þar til hann kemur úr leyfinu ?
Ragnheiður , 16.10.2007 kl. 12:23
Það kom mér á óvart þegar ég heyrði þessa vantraustsyfirlýsingu. Ég átta mig ekki á hvaða tilgangi hún þjónar. Ég sé nefnilega ekki að hún geri neinum gott hvorki Margréti eða konum í Frjálsynda flokknum og einna síst þeim síðartöldu. Í mín eyru hljómar þetta svolítið eins afbrýðisamir krakkar.
krossgata, 16.10.2007 kl. 12:24
Hún er varamaður Ólafs, sem er líka genginn til liðs við Íslandshreyfinguna að því er mér skilst. En ég sé ekkert að því að konur gagnrýni aðrar konur ef þeim þykir ástæða til. Annað væri óeðlilegt og ekki nálægt því jafnrétti sem við öll viljum. Það er jafn óeðlilegt að konur gagnrýni ekki aðrar konur á grundvelli kynferðis og að karlar geri slíkt. Ekki satt?
Markús frá Djúpalæk, 16.10.2007 kl. 12:25
Heimir: Íslandshreyfingin bauð ekki fram í Reykjavík. Hvað mig varðar, er henni fullkomlega frjálst að vera í þeim félagasamtökum sem hún kýs að fylgja að málum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 12:26
Markús: Að gagnrýna aðrar konur er eitt, að standa að vantraustsyfirlýsingu gegn þeim er ögn róttækari aðgerð í mínum huga.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 12:27
Já konur eru konum verstar. Þessar ágætu flokkskonur í Frjálslynda flokknum ættu að líta sér nær. Kristinn Gunnarsson og Valdimar Leó (eða heirir hann ekki svo þessi úr Samfylkingunni?) voru boðnir velkomnir þegar þeir stukku úr sínum flokkum og gengu til liðs við FF. Kær kveðja
Auður (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 12:30
En er í raun ekkert óeðlilegt, það er verið að gefa út vantraustsyfirlýsingu á manneskju sem situr í borgarstjórn, án umboðs að því er þeim er að yfirlýsingunni standa þykir, og þá á nákvæmlega engu máli að skipta hvernig manneskjan er í laginu, hvernig hún er á litinn eða hvaða kynhneigð hún hefur.
Markús frá Djúpalæk, 16.10.2007 kl. 12:33
Mér finnst þetta allt í lagi að þær gagnrýni hana. Þetta er það sem þeim finnst. ´ttu ekki að vera í rúminu.?? lasna kona.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 12:35
Auður: Frasinn "konur eru konum verstar" á alls ekki upp á pallborðið hjá mér og er ein af útbreiddari mýtum um konur. Ég er hinsvegar sammála þér um að þetta hefur holan hljóm hjá þeim Frjálslyndum sem hafa innanbúðar hjá sér tvo "flóttamenn" úr öðrum flokkum.
Markús: Margrétir skilgreinir sig sem óháða, það hlýtur að nægja.
Ásdís: Þær hafa fullan rétt á að finnast hvað sem er en vantraustyfirlýsing er ansi alvarlegt mál þykir mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 12:43
Jenný, það er bara ekki málið í því sem ég er að reyna segja, heldur það að þér þyki það svo svakalegt að konur gagnrýni, eða lýsi yfir vantrausti á aðrar konur að það komi fram hjá þér tárum. En þess utan sé ég ekki hvernig einn af oddvitum stjórnmálaafls sem heitir Íslandshreyfingin getur skilgreint sig sem óháðan. Alveg sama hversu góð manneskja eða stjórnmálamaður Margrét Sverrisdóttir er, þá sé ég það ekki ganga upp og sennilega ekki þessar frjálslyndu konur heldur.
Markús frá Djúpalæk, 16.10.2007 kl. 12:48
Og Jenný, þetta segi ég með fullri virðingu fyrir tilfinningum þínum að öðru leyti
Markús frá Djúpalæk, 16.10.2007 kl. 12:50
Ég vil hafa Margréti og finnst hún eiga fullan rétt. Sumum er fyrirgefið hitt og þetta, öðrum ekki. Þannig virðist það vera.
Laufey Ólafsdóttir, 16.10.2007 kl. 13:01
Laufey, en það er einmitt algerlega óeðlilegt! Það má nú heldur ekki gleyma að Margrét var nú ansi dómhörð í garð Gunnars Örlygssonar.
Markús frá Djúpalæk, 16.10.2007 kl. 13:08
Höfundi bullsins konur eru konur verstar, hlýtur að vera skemmt. Það hefur ekki hvarflað að honum eitt augnablik að einhver gripi þessi mismæli á lofti og mælti þau fram í fullri alvöru.
Hins vegar eru orð Flosa sígild: Köld eru kvennaráð og það á sennilega ævinlega við þegar maður er drepinn fyrir konu og konan vill ekki að hann liggi óbættur hjá garði. Konur standa nefnilega með sínum!
Það eru svo margar flottar konur í pólitík um þessar mundir í næstum því alveg öllum flokkum. Ég held ekki að þessi yfirlýsing verði Frjálslynda flokknum til framdráttar og ekki græt ég það. Leiðinlegt þó að sjá konur lýsa yfir vantrausti á konu en ég skil það pínulítið - ekki af því að um konur séu að ræða heldur út frá því að mér finnst flokkaflandur eftir kosningar bölv.. ósiður.
Það er hægt að hártoga þetta á alla kanta. Í mínum huga var Margrét í Frjálslynda flokknum þegar hún settist í borgarstjórn, núna er hún það ekki. Hvort eitthvað óháð öðru hafi verið í nafni framboðsins, breytir engu sérstaklega fyrir mig.
Hins vegar hafa menn gert þetta á þingi og komist upp með. Því finnst mér það hallærislegt og tek ekki þátt í að deila á Margréti sérstaklega í þessu sambandi. Hinu má velta fyrir sér hvort kjósendur eigi ekki hreinlega rétt á því að vita hver fylgir hverjum að málum og að hvaða málum fyrir kosningar. Og hvort ekki sé rétt að kjörnir fulltrúar víki sæti þegar þeir hafa ekki lengur samvisku til að vera fulltrúar kjósenda sinna.
Svo óska ég Margréti til hamingju og veit að störf hennar í þágu borgarbúa verða heillarík. Takk fyrir mig.
Kolgrima, 16.10.2007 kl. 13:15
Alltaf jafn fróðlegt og lógiskt sem frá þér kemur Kolgríma. Þú átt auðvitað að vera í pólitík. Það sem ég vil eru kosningar, en mér skilst að það sé ekki möguleiki í borgarpólitík, skv. lögum. Á þó eftir að fá fullgilt svar við því.
Mér finnst það ansi róttækt að koma fram með vantraustsyfirlýsingu úr þessum herbúðum, og ég man ekki betur en að verulega illa hafi verið komið fram við Margréti þarna í vetur, áður en hún tók pokann sinn og gekk. Henni var í raun ekki stætt á öðru.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 13:34
Hitt hefði kannski ekki verið óeðlilegt að bera samskonar vantraust fram á hinn borgarfulltrúa Frjálslyndra sem Margrét er varamaður fyrir, Ólaf F. Magnússon.
Markús frá Djúpalæk, 16.10.2007 kl. 13:54
Þar sem hann hefur einnig yfirgefið herbúðir FF.
Markús frá Djúpalæk, 16.10.2007 kl. 13:55
Sammála þér Jenný. Hvernig fyndist nú fólki ef það væri sífellt verið að tifa á þessum blessaða frasa um konurnar yfir karlmenn eins og "Karlar eru körlum verstir " eins og marg hefur sýnt sig undanfarið í borgarmálunum! Prófið.
Edda Agnarsdóttir, 16.10.2007 kl. 13:57
Þeir kalla það að fara í stríð!
Kolgrima, 16.10.2007 kl. 13:58
Konur er konum verstar já....:)
þið eru feministar-ruglukollar
Arnar (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 14:05
Skrýtið að siga konum á konu, svona eins og til að reka fleyg á milli þeirra. Ekki man ég til þess að konur í e-m flokkum taki sig saman að sendi vantraustsyfirlýsingu á karlmann ... en ég er reyndar með gullfisksminni. Held að Margrét sé frábær stjórnmálamaður og óska henni alls góðs í borginni.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 14:20
Er ekki ástæða þess að ekki er talað um að "karlar séu körlum verstir" á svipaðan hátt og talað er um að "konur séu konum verstar" að yfirleitt skilgreina karlar sig ekki sem einn hóp. Konur gera það aftur á móti oft.
Varðandi Margréti, þá er grundvallarmunur á að starfa áfram innan framboðs sem flokkur sem þú hefur sagt skilið við átti aðild að eða að færa sig milli flokka þar sem sá flokkur sem þú yfirgefur hefur boðið fram á eigin vegum. Ég er að vísu á því að hún sé í fullum rétti, a.m.k. formlega, á sama hátt og Gunnar var í fullum rétti á sínum tíma. Aðstæður breytast og kjörnir fulltrúar eiga að fylgja sannfæringu sinni og engu öðru. Á sömu röksemdum og notaðar eru gegn Margréti ætti Ólafur F. að segja af sér. Var ekki stór hluti af fylgi listans hans persónufylgi?
Daði Einarsson, 16.10.2007 kl. 14:23
Bíddu nú við ... karlar skilgreina sig ekki sem einn hóp? Þetta er nýtt fyrir mig Daði. Karlmenn eru fyrirmynd þess að konur hafi tekið sig saman og skilgreint sig í hópa. Dæmi: íþróttir sér fyrir karlmenn, ýmiskonar félagsskapur í gegn um tíðina sem konum er ekki leyfður aðgangur að eins og frímúrarar, Kivanis og fl. veiðiklúbbar, pólitíkin að miklu leyti enn í dag er samtenging karlmanna, viðskipti og fl. fl.
Edda Agnarsdóttir, 16.10.2007 kl. 14:57
Það sem ég á við er að við gerum það a.m.k. ekki með sama hætti. Ég býð ennþá eftir réttindabaráttu (sem hefur eitthvað fylgi) karla, karlaframboði (að vísu verður það líklega hér í Lúx 2009), o.s.frv. Aftur á móti eru auðvitað karlaklúbbar og félög, en fyrst og fremst skilgreinum við okkur eftir öðrum línum - að ég held - t.d. eftir störfum, menntun, áhugamálum o.s.frv. Á þessum sviðum er líka oft - þó ekki nógu oft - talsverður fjöldi kvenna. Ekki sérðu karlafélög innan stjórnmálaflokka eða hvað?
Daði Einarsson, 16.10.2007 kl. 15:11
Ég held að mjög margir séu í grundvallaratriðum á móti því að fólk sem kosið er af einum lista haldi sæti þess lista þegar viðkomandi yfirgefur flokkinn. Ég skora á Margréti að sjá sómann sinn í því að taka pokann sinn og fara.
Hún er búin að breyta um nafn voruð þið ekki búin að heyra það. Hér eftir heitir hún Margrét Reykás en það nafn er ég búin að sjá á annarri hverri blogg síðu í dag enda rétt nefni.
Halla Rut , 16.10.2007 kl. 15:16
Þá er mér spurn eiga konur ekki að gagnrýna aðrar konur? Aldrei?
Ég get ekki annað en lesið það úr þessum pistli þínum að konur skuli standa saman og alls ekki gagnrýna hver aðra.
Femínismi getur verið góður en common að gagnrýna það að Frjálsyndar konur setji út á Margréti, sérstaklega eftir það sem Margrét hefur sagt um Frjálslyndaflokkinn og flóttamennina þar innanbúðar í nútíð og þátíð. Gagnrýni í mínum huga á rétt á sér í þessi tilfelli.
Freyr Hólm Ketilsson, 16.10.2007 kl. 15:17
Sammála Freyr. Konur eiga að standa á sannfæringu sinni eins og allir aðrir.
Halla Rut , 16.10.2007 kl. 15:34
Bannorðið hjá femínstum; "konur eru konur verstar" kom hér upp hjá Auði áðan. Þetta er því miður að sýna sig að þessi frasi á við. Meira að segja margar konur viðurkenna að þetta sér rétt.
Femístar afneita þessu bara líkt og gert er í einræðisríkjum þar sem stjórnvöld banna ýmistlegt sem þeim er ekki þóknanlegt, t.d. fullyrðingar, sannleika sem þeim líkar ekki, eða þá samkynhneigð eins og gert er í Íran.
Leifur Pálsson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 16:38
Kona bregður sér frá og á meðan fara fram stórskemmtilegar umræður í athugasemdakerfinu. Rosalega er þetta skemmtilegt.
Edda Agnars; ég vil sérstaklega þakka þér fyrir að benda þér á þetta með hópmyndanir, karlaklúbbana sem í gegnum aldirnar hafa verið festir í sessi.
Palli Pé: Það hefur komið fram áður, en ég klippi það gjarnan út í pappa að ég hef ekkert á móti því að konur gagnrýni konur, þó ekki væri, en mér finnst vantrausyfirlýsing í grófari kantinum og það oft eru alvarlegir hlutir undanfari slíkra yfirlýsinga. Það finnst mér ekki í þessu tilfelli. Konur hafa átt erfitt uppdráttar í pólitík og það er engin ástæða fyrir konur að bregða þar fæti hvor fyrir aðra að ástæðulausu. Sem sagt; hef ekkert á móti því að konur gagnrýni hver aðra.
Leifur: Konur hafa barist við fullt af heimskulegum mýtum í gegnum tíðina. Þar á meðal þessa. Fullt af konum notar þennan frasa umhugsunarlaust. Þegar maður skoðar sannleikan þá eru konur öðrum konum oftar góðar en vondar. Minni á vinkonu-, systra- frænkna- og mæðgnasambönd sem dæmi. Auðvitað er þetta ekki algilt en mýtan er ósönn. Mýtan um tengdamæður og stjúpmæður er líka byggð á undarlegum misskilningi. Kapíss?
Annars þakka ég öllum sem hafa sett inn komment við færsluna, því þetta er það skemmtilega við bloggið, þ.e. þegar fólk viðrar ólíkar skoðanir og gerir það á kurteisan máta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 16:57
Já hún Margrét. Margrét kærði Gunnar Örlygsson þegar hann skipti um flokk, sagði að það væri siðlaust og eitthvað þaðan af verra. Þegar Margrét hélt inn í kosningabaráttu, þá var hún ritari og framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, svo óháð gat hún varla talist. Það er því ekki óeðlilegt að flokkssystkini hennar fyrrverandi láti í sér heyra. Og það var hún sem yfirgaf flokkinn. Hún gerði það eftir að hún tapaði fyrir Magnúsi Þór í mjög naumum slag um varaformannsembættið. Það var ekki af málefnalegum toga, heldur var hún tapsár. Hún verður að eiga þetta mál við sig.
En mér finnst dálítið skondið þegar fólk sem hefur nánast tekið Björn Inga af lífi, vegna hans brotthlaups frá meirihluta sjálfstæðismanna, vera að skammast yfir svona yfirlýsingum frá Frjálslyndum konum. Hann sveik þó bara samstarfsmenn sína, en hún sveik sitt eigið fólk.
Ég er ekki að skammast yfir þessu heldur bara benda vinsamlega á þetta misræmi í málflutningi fólks sem mér finnst frábært að öllu leyti.
En ég hygg að það séu fleiri en Frjálslyndar konur sem undrast framferði Margrétar. Mér hefur allavega virst það á umræðunni. Vona samt að þessi meirihluti verði borgarbúum til góðs, og að þau geti lagað slagsíðuna sem komin er á auðhyggju versus almenning.
Og vil óska ykkur til hamingju með nýjan meirihluta sem tók við (Lykla)völdum í dag. Sammála Jenný með þetta lykladót allt saman. En þetta á sennilega að vera táknrænt, en þar sem nýjir tímar hafa rutt sér til rúms, væri þá ekki nær að fara að skipast á músum ? Eða lyklaborðum ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 18:14
Hahahaha, Ásthildur, skiptast á lyklaborðum er brilljant hugmynd.
Varðandi Margréti þá finnst mér algjör óþarfi að ganga svo langt að koma með vantrauststillögu á hana.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 18:17
Það má færa fyrir því gild rök að listi hljóti atkvæði vegna þess fólks sem á honum er en ekki vegna nafns þess flokks sem hann er kenndur við. Ætla má t.d. að ef ekkert fólk væri á tilteknum lista, fengi hann ekki ýkja mörg atkvæði (reyndar kæmist hann ekki á atkvæðaseðilinn). Hins vegar getur listi hæglega komist á kjörseðil án þess að vera nefndur eftir stjórnmálasamtökum, þ.e. boðið fram undir listabókstafnum einum.
Ég lít því svo á að það sé fólkið sem er fulltrúi kjósenda en ekki flokkurinn.
Frjálslyndi flokkurinn er nokkuð sérstakt afl í íslenskri pólitík. Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar skipti flokkurinn um stefnu, í mörgum meginmálaflokkum og tók t.a.m. upp fremur fjandsamlega, og að mínu mati snautlega, umræðu um þá aðila vinnumarkaðarins sem koma frá öðrum löndum. Samfara þessu gekk fjöldi fólks úr flokknum og inn í hann kom fólk sem hafði verið í hreyfingu sem hét áður Nýtt afl. Í raun má segja að Nýtt afl hafi tekið Frjálslynda flokkinn yfir og eftir standi aðeins nafnið og kvótastefnan. Hvorugt hefur þýðingu fyrir borgarpólitíkina.
Völdin eru fólksins, fólkið kaus sér fulltrúa. Völdin eru ekki stjórnmálaflokkanna. Þessu virðast flokkarnir sífellt gleyma.
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 21:18
ætli margrét sé ekki hætt í íslandshreyfinguni og sé því orðin óháð ?
Skil ekki alveg að hún hafi verið kjörin persónukjöri..
En líklegast kemur landsamband frjálslyndra kvenna með svipaða ályktun þegar Ólafur kemur úr leifi þar sem hann er að minni bestu vitund búinn að segja sig úr frjálslyndra flokknum. Kannski fordæmir þetta landsamband bara konur. Eru því ekki konur konum verstar.... eða landsamband frjálslyndra kvenna sér verstar...
Páll Einarsson, 16.10.2007 kl. 21:53
Hvað er að því að konur setji út á konu.?Hálfasnalega spurt hjá mér en svona setur Jenný þettað fram.Ekki er hægt að spyrja öðruvísi. Margrét Sverrisdóttir er klárlega þarna ólöglega í borgarstjórn(er ekki F F maður)
Jensen (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 00:00
Væri þetta svona einfalt eins og málshefjandi hér setur fram þá gætum við áfram flokkað konur í dilka.... með konum sem skoðanalaust fyrirbæri sem slíkt.
Til þess að alhæfa um eitthvað er ágætt að þekkja báðar hliðar.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.10.2007 kl. 01:38
Á sínum tíma bauð F-listinn fram í Reykjavík sem Frjálslyndir og óháðir vegna þess Ólafur F. var ekki formlega genginn í flokkinn og ekki búinn að gera upp við sig hvort að svo yrði. Frá því að Ólafur gekk í flokkinn hefur nafni framboðsins ekki verið breytt. Hinsvegar hættu allir í umræðu að tala um borgarstjórnarflokkinn öðruvísi en bara sem Frjálslynda.
Margrét hefur aldrei orðið óháð. Hún sagði sig úr Frjálslynda flokknum og gerðist varaformaður annars stjórnmálaflokks. Orðið óháður getur ekki átt við um varaformann starfandi stjórnmálaflokks.
Það var ekkert illa komið fram við Margréti hjá FF. Þess varð hvergi vart annað en að hún væri sæl og ánægð í flokknum. Að vísu stefndi metnaður hennar hærra en vera framkvæmdastjóri flokksins. Hún bauð sig þess vegna fram til embættis varaformanns gegn þeim sem þar var fyrir.
Sitjandi varaformaður reyndist vera traustur í sínu sæti. Eins og allt raunsætt fólk vissi. Hann hafði áður með glæsibrag staðið af sér atlögu að varaformannsembættinu.
Þegar Magga tapaði þá brást hún við á sama hátt og Gunnar Örlygs: Gekk úr flokknum og inn í annan stjórnmálaflokk.
Núna eru FF-konur að rifja upp að Margrét fór mörgum hörðum orðum um það sem henni þótti þá vera siðleysi Gunnars. FF-konurnar eru að benda á að gagnrýni Möggu á Gunnar hitti hana sjálfa fyrir nú.
Jafnframt er nauðsynlegt að vekja sem rækilegast athygli á að Magga situr ekki í borgarstjórn í umboði FF. Þó að hún kjósi að starfa undir merkjum FF þá ber FF enga ábyrgð á gjörðum hennar. Enda á hún engin samskipti við FF.
Jens Guð, 17.10.2007 kl. 02:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.