Föstudagur, 5. október 2007
Kæri Dr. Gunni
Mikið skelfing finnst mér leiðinlegt að það sé búið með skýrum og óyggandi hætti, að skipa þér, sjálfum poppsérfræðingnum, á bekk með okkur, nafnlausa og andlitslausa múgnum.
Ég "in person" er algjörlega áhrifalaus í íslensku menningarelítunni og tel ég mig þó þokkalega stofufæra í umræðum um bæði eitt og annað, sem snýr að listum, menningu, friðarmálum og annari pólitík.
Nú veit ég að þú hefur ábyggilega varið þína "doktorsritgerð" í poppfræðum, í andyri Dakótabyggingarinnar, en trúðu mér, ef þú horfir t.d. á Kiljuna hans Egils og aðra menningarþætti, þá átt þú "in person" ekki séns í helvíti að komast með tærnar, þar sem liðið hans Egils, að honum meðtöldum, hafa hælana, í menningarlegu innsæi. Sama hvar borið er niður.
Ég "in person" hef hugsað mér að grilla kótilettur úti við Köllunarklett að kvöldi 9. október og glápa öfundaraugum, út í eyjuna þar sem eðlar manneskjur, mér og þér miklu æðri, munu standa og kveikja í súluhelvítinu hennar Yoko. Ég er reyndar frekar höll undir þessa tilteknu súlu, en það er sú eina súla sem ég skrifa upp á, á þessum síðustu og ógeðslegu.
Ég hef ekki efni á gullnu boðskorti svona "in person" en ég nota veraldarvefinn til að bjóða þér í andskotans lambakjötið úti í rignarsuddanum á þriðjudagskvöldið.
Vinsamlegast sendu svarmeil á www.famouswannabees.com fyrir mánudagskvöld.
Hlakka til að sjá þig karlinn.
Hef ekki hangið sjálf fyrir utan Dakótabygginguna en hef nærri því drekkt mér í ánni Mersey.
Þangað til þá.
Ég "in person"
Dr. Gunni fékk ekki boðskort | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Breytt 6.10.2007 kl. 00:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Af því hvað stutt er orðið til næstu jóla, þá tel ég að það komi út bók eftir þig jólin 2008 með svona short stories. Þú ert flott.
Er Jenný Una sofnuð. ?
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 22:47
Verð eiginlega að gerast papparss og ná ykkur báðum á mynd við grillið.
Verðið þið ekki annars bara tvö?
Þröstur Unnar, 5.10.2007 kl. 22:48
Þröstur min: Ekki ef ég get "dregið" tónlistarmanninn og húsbandið með mér í kóteletturnar út á Klett. Spurning hvort ég og Dr. Gunni eigum ekki að "kalla" Imagne yfir til "herrskapsins" við hm.. "súluna".
Ásdís: Á nú þegar smásögur tilbúnar í bók. Þær eru ævintýri fyrir konur. Bíddu bara. Muhahaha og svo þakka ég hrósið elskan.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 22:53
Þetta umtalaða menningarinnsæi... er þetta ekki meira og minna utanaðbókarlærðir frasar og löng "greindarleg" orð sem enginn veit hvað í rauninni merkja?
Ég er annars þess fullviss að kótilettur úti á klett með Jenfo og Dr. Gunna er skemmtilegri viðburður en súla úti í eyju.
krossgata, 5.10.2007 kl. 22:57
Algjörlega sammála þér Krossgata. Ég horfði á Kiljuna í gærkvöldi og hélt að ismatal þeirra félaga þar myndi gera mig brjálaða og hélt ég að ég væri þokkalega "ismuð" sjálf.
Existenialismi t.d. fellur örgla vel í kramið hjá venjulegu fólki sem elskar bækur en er ekki með próf í listasögu frá einhverjum "uppskrúfaðuríeiginvitneskjuháskóla" í Anskotanssnobblandi.
Þoli ekki svona smáklíkur sem tala "klíkumál" sem venjulegt fólk getur ekki skilið. Homies forever í einkaklúbbnum eitthvað. Arg. Skilur þú hvað ég er að fara? Ég skil það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 23:12
Talandi um isma, frasa og kenningar. Hafið þið aldrei heyrt um Bítlafræðina? Það er mikil og athyglisverð fræðigrein byggð á sögulegum staðreyndum. Ég skrifaði meira að segja BA-ritgerðina mína í Félagsfræði þar sem ég rannsaka ungdómsbyltinguna sem var í Reykjavík á sjöunda áratugnum. Þegar ég stofnaði Bítlaklúbbinn 1996 hér á Íslandi, kom það til tals og menn leituðu til okkar að vera með sem valfag á félagsfræðibraut þar sem Bítlafræðin yrðu kennd með öllu því sem henni fylgdi. En talandi um þessa uppákomu í Viðey, þá hefur enn enginn haft samband við okkur svo ég vitna í bloggið sem ég skrifaði í morgun við fréttina um Dr. Gunna.
Eiríkur Einarsson, formaður og stofnandi Bítlaklúbbsins á Íslandi
Eiríkur Einarsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 23:33
Já ég skil hvað þú ert að fara....
út á klett auðvitað!!!!
krossgata, 5.10.2007 kl. 23:45
Eru grúppís leyfðar þarna í grillveisluna??? Ég er sliguð af reynslu
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 23:51
Anna mín, fyrir nú utan mína vafasömu fortíð í músíkbransanum þá er ég í grúppísku hjónabandi, við erum því þjáningarsystur og auðvitað ertu velkomin.
Hvað segirðu um sjálfstyrkingarhóp íslenskra gúppía? Sounds like a plan eins og Maysa mín segir?
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 00:04
Það er rigning og myrkur
og meinlegir skuggar á Kletti þetta kvöld...........
Legg til að þið sleppið kolagrillinu og fáið sendar ljúffengar hangikjötssamlokur úr Einrasbúð. + Malt og Appelsín. Klikkar ekki.
Aldrei að vita nema Ókó Jónó slæðist í mat til ykkar...
Grúppíur.......er á leiðinni.
Þröstur Unnar, 6.10.2007 kl. 00:17
uhhh...
sko, sem fulltrúi menningarelítunnar, þá...
æi, nei, ég er víst í tónlistarelítunni og ekki gjaldgeng í bókmennta/myndlistar/hönnunar/humm...
vona að Egill frændi skemmti sér bara :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.10.2007 kl. 00:42
Við erum hér eimitt að ræða um tónlistarlegar grúppíur, bítlamúsík, menningarhálfvita (þorrí menningarvita) og annað tengt listum/lystum í víðtækasta skilningi orðsins Hildigunnur mín. Þetta er eimitt "your home town" vúman.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 00:47
Þú ert snigglingur Jenný.. algjör snigglingur.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 01:25
Vaknaði fyrir allar aldir í morgun og byrjaði að hanna prógrammið fyrir sjálfstyrkingarhóp íslenskra grúppía. Allir liðir í prógramminu byrja á "how to cope with .... " Þú mátt botna ..
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 10:30
Við vinnum listann í dag Anna mín, þegar "gesturinn" er farinn heim. Núna erum við að lita "Mögg mikið"
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.